Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 27
Björgunarafrek þyrlusveitar Landahelg- isgæslunnar eru mörg og frækileg. Þyrluáhafnirnar hafa bjargað hátt á annað hundrað manns frá bráðum bana auk þess að hafa flutt hundruð sjúkra og slasaðra af s)o og landi á sjúkrahús. Þjóðin öll hefur fylgst með aðdáun með fréttum af hverju björgunarafrekinu á fætur öðru. Það var því vel við hæfi að forseti íslands veitti þyrluá- höfnum TF-LIF afreksmerki hins íslenska fyðveldis fyrir skömmu fyrir að hafa bjargað samtals 39 skipverjum af þremum skipum á einni viku marsmánuðar. Við ræddum við Pál Halldórsson yfirflugstjóra Landhelgis- gæslunnar um þyrlureksturinn á skrifstofú bans í höíúðstöðvum flugdeildarinnar á Reykjavíkurflugvelli. En fyrst er rétt að rifja UPP í stuttu máli fyrstu tvo áratugi þyrlu- tekstrar Gæslunnar. Hrakfallasaga framan af Þyrlusaga Gæslunnar hefur ekki alltaf ver- ið jafn áfallalaus eins og undanfarin áratug eða liðlega það. Framan af var sú saga þyrn- um stráð, líkt og var með annan íslenskan þyrlurekstur. Sagan einkenndist af hverju óhappinu á fætur öðru þar sem þyrlurnar eyðilögðust við brotlendingar. Þyngsta áfallið var árið 1983, þegar TF-RAN fórst í Jökul- fjörðum með fjögurra manna áhöfn. Fyrsta þyrla Landhelgisgæslunnar var keypt í samvinnu við Slysavarnafélag fslands árið 1965. Um var að ræða litla þyrlu af gerð- inni BELL 47j, skráð sem TF-EIR. Hún brotlend án manntjóns í Skálafelli árið 1971 þegar hún var að fljúga fyrir Rafmagnsveitur n'kisins. Árið eftir eignaðist Landhelgisgæslan sma fyrstu eiginlegu björgunarþyrlu, TF- GNA. Hún var af gerðinni Sikorsky S 62, búin björgunarspili og sérstaklega hönnuð fyrir gæslu yfir sjó. GNA brotlenti án mann- tjóns í Skálafelli 1975. Arið 1973 keypti Gæslan tvær litlar þyrlur af gerðinni BELL, TF-HUG og TF-MUN. bær reyndust illa og teknar úr notkun árið eftir. Enn var keypt þyrla árið 1976, TF- GRO. Hún var lítil, af gerðinni Hughes 500 C. GRO brotlenti við Búrfellsvirkjun án tnanntjóns árið 1980 þar sem hún var í vinnu fyrir Landsvirkjun. Raunar mátti litlu ■nuna að illa færi við brotlendinguna. Þyrlan hrapaði um 50 metra á frá mötuneytisskála starfsmanna Búrfellsvirkjunar og flugu brot ur þyrlunni gegnum veggi skálans. Það vildi hins vegar svo vel til að menn voru nýfarnir ur mat og enginn í skálanum þegar þetta skeði. Árið 1980 urðu þau tímamót að keypt var ný þyrla af gerðinni Sikorsky S 76, TF-RAN. Þyrlan var sérhönnuð til landhelgisgæslu og búin spili til björgunarstarfa. Saga hennar er rakin í sérstakri grein hér í blaðinu, en hún fórst í Jökulfjörðum 1983 ásamt allri áhöfn, fjórum mönnum. Eftir þann sorgaratburð var um tíma tvísýnt um framhald þyrlu- rekstrar Gæslunnar. Margar ástæður -Jæja, Páll. Eftir þessu að dæma sýnist allt hafi gengið á afturfótunum varðandi þyrlu- reksturinn lengi framan af. Voru þetta ekki álitin hálfgerð manndrápstæki? „Ég hef aldrei verið sammála því að þyrlur séu manndrápstæki. Það má skýra þau áföll sem þyrlurekstur Gæslunnar varð fyrir og þú taldir upp. Það er engin ein orsök sem olli þessu. Ég held að ástæðurnar séu hérumbil Sagan einkenndist af íiverju óhappinu á fætur öðru þar sem þyrlurnar eyðilögðust við brot- lendingar. Þyngsta áfallið var árið 1983, þegar TF-BAN fórst í Jökulfjörðum með fjögurra manna áhöfn. jafnmargar og óhöppin hafa verið. Þar kem- ur margt til. Það má nefna reynsluleysi og tæknilegar bilanir. Sumar af þeim bilunum eru tengdar alveg ótrúlegri óheppni. Við get- um tekið TF-GNA sem dæmi, sem brotlenti í Skálafelli. Þessi vél var keypt af bandarísku strandgæslunni og var þá nýyfirfarin. Á þess- um tíma var strandgæslan með um 100 svona þyrlur og þær höfðu reynst vel. Ástæð- an fyrir því að GNA eyðilagðist var sú, að það brotnaði drifskaft í stélskrúfunni. Það reynd- ist hafa verið steypugalli í drifskaftinu. Því var það einskær óheppni að við skyldum lenda í því að fá þessa einu þyrlu sem var með þennan steypugalla. Þú minntist á TF-HUG og TF-MUN. Þar var um röng innkaup að ræða. Keyptar tvær ódýrar þyrlur sem höfðu staðið ónotaðar árum saman og hentuðu ekki okkar rekstri. En það má ekki gleyma því að þyrlutækninni hefur fleygt mjög fram með árunum og öryggið aukist samhliða. Við fylgjum því eftir og einnig með bættum og agaðri vinnubrögðum. Það er allt önnur upp- bygging á flugdeildinni núna en áður var.“ Ekki hægt að tala um hana sem BJÖRGUNARÞYLU - Ef við förum aftur til ársins 1965 þegar fyrsta þyrlan var keypt til Gæslunnar, TF- EIR. Bar þetta kríli nokkuð nema flugmann og einn farþega? „Þetta var eins hreyfils þyrla og var gerð fyrir einn flugmann og þrjá farþega. Það var hægt að koma börum fyrir í henni, en hún Samt þótti mönnum það engin spurning að SIF gæti farið á vettvang. Það kom MJÖG OFT FYRIR VIÐ BJARGANIR AÐ VIÐ VORUM Á YSTU GETUMÖRKUM ÞYRLUNNAR. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.