Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 36
í birtingu morguninn eftir hélt leitin
áfram og tóku slysavarnardeildir að vestan
þátt í henni. Fjörur voru gengnar og þyrla frá
danska varðskipinu Vædderen kom einnig til
leitar. Um hádegisbil fundu skipverjar á ísa-
fjarðarbátum sem tóku þátt í ieitinni þúst á
A IIII
Mllll
RAFMÓTORAR
Stæröir: 0,18-900 kW
Jf
JOHAN
RÖNNING HF
slmi: 568 4000 - http://www.ronring.is
hafsbotni á 70-80 metra dýpi. Ekki var þó
hægt að kanna hvort þar væri um flak þyrl-
unnar að ræða. Síðdegis var Fokkervél Gæsl-
unnar send til ísafjarðar með menn frá Land-
helgisgæslunni og rannsóknarnefnd flug-
slysa. Höfðu þeir meðferðis tæki til að nema
hljóðmerki, en í þyrlunni var sjálfvirkur bún-
aður sem átti að senda frá sér slík merki. Um
hádegi daginn eftir, þann 10, nóvember,
greindust hljóðmerki frá flakinu. Það reynd-
ist vera á 82 metra dýpi norður af Höfða-
strönd í Jökulfjörðum. Bátur frá ísafirði kom
með neðansjávarmyndavél sem hafði verið
notuð við veiðarfærarannsóknir og sást flakið
greinilega með myndavélinni.
Kapp var lagt á að ná flakinu upp svo unnt
yrði að komast að orsökum slyssins. Svarti
kassinn sem hljóðritar samtöl flugmanna var
ekki um borð í þyrlunni þar sem hann var í
viðgerð erlendis. Það tókst að koma taug frá
Óðni á hjólafestingar þyrlunnar og tók það
verk sjö Idukkustundir og var neðansjávar-
myndavélin notuð til leiðbeiningar. Síðan
var unnið við að koma traustari festingum
fýrir og þann 14. nóvember tókst að draga
þyrluna upp á um 20 metra dýpi. Þá voru
kafarar sendir niður til að koma öruggari fest-
ingum fyrir áður en þyrlan yrði hífð upp á
yfirborðið. Um kvöldið fundust lík þeirra
Þórhalls og Bjarna í þyrlunni en lík hinna
tveggja voru þar ekki. Flutningaskipið Askja,
sem var búið öflugum krana, kom á vettvang
og hífði þyrluna upp. Hún var í heilu lagi og
virtist í fyrstu ekki mikið skemmd. Óðinn
tók síðan þyrluna um borð og flutti til
Reykjavíkur ásamt líkunum tveimur sem
fundust. Stóðu starfsmenn Landhelgisgæsl-
unnar heiðursvörð er þau voru borin í land.
Þyrlan var síðan flutt í skýli Landhelgis-
gæslunnar og rannsókn hófst á henni. Flug-
málastjórn og rannsóknarnefnd flugslysa
sendu frá sér fréttatilkynningu 16. nóvember
þar sem sagði meðal annars að einhver að-
skotahlutur hefði lent í forþjöppu hægra
hreyfils og laskað hann. Ekki var fullyrt að
það væri orsök slyssins en tekið fram að rann-
sókn myndi taka langan tíma og leitað yrði
aðstoðar erlendra sérfræðinga.
I byrjun febrúar 1994 náðist meira brak úr
þyrlunni, meðal annars hluti af aðalspaða
hennar. Enn síðar fannst hurð af þyrlunni og
náðist hún upp. Rannsókn á slysinu leiddi í
ljós að hurðin hefði fokið upp þegar hún var
opnuð, vegna galla í festingum, lent í spaða
þyrlunnar með þeim afleiðingum að hún
hrapaði. Lítill galli orsakaði stórslys. H
Stærsti framleiðandi dísilvéla yfir 200 hö í heimi!
Kraftur - Ending - Þjónusta
VÉLASALAN EHF.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122.