Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Page 26
Sverrir Hermannsson boðaði, eftir að hann sagði af sér starfi bankastjóra að hann ætlaði að snúa sér að skrifum um sjávarútveg og berjast gegn núverandi kvótakerfi. Hann hefur þá umræðu hér \ Sjómannablaðinu Víkingi þar sem hann segist vera að safna liði. „Ég hef verið, og verð um hríð mjög bund- inn við mín mál, „Landsbankamál“, og þá orrahríð sem sjálfsagt mun enn standa. Það hefur sótt á mig að okkar sjávarútvegsmál ganga ákaflega úrskeiðis þó ekki sé meira sagt. Hins vegar hefur mér iíka virst að það væri dálítið flökt á skoðunum manna í þessu undirstöðumáli okkar. Þess vegna er það að ég ætla fljótlega, og er byrjaður að undirbúa það smávegis, að ná höndum saman við hæfa menn til að slípa og fastmóta stefnuna í þessu máli. Meginstefnan er auðvitað að snúa við af þessari háskalegu braut, sem við þekkjum, þar sem lunginn af auðæfum þjóðarinnar er að færast á örfárra manna hendur. Ég verð að skjóta því inn í, án þess að geta talað af nægri þekkingu um það, að mér virðist þessi nýju lög um eignarhald á landi og eins hálendis- frumvarpið, hneigist í svipaða átt og kvóta- málið. Það mætti segja mér, án þess að vilja kveða of sterkt að orði en vil samt geta þess, að þetta muni kannski vera af svipuðum rót- um runnið. Hér sé verið að færa þennan þjóðarauð á örfárra manna hendur og lung- Hins vegar hefur mér líka virst að það VÆRI DÁLÍTIÐ FLÖKT Á SKOÐUNUM MANNA í ÞESSU UNDIRSTÖÐUMÁLI OKKAR. ÞeSS VEGNA ER ÞAÐ AÐ ÉG ÆTLA FLJÓTLEGA, OG ER BYRJAÐUR AÐ UNDIRBÚA ÞAÐ SMÁVEGIS, AÐ NÁ HÖNDUM SAMAN VIÐ HÆFA MENN TIL AÐ SLÍPA OG FASTMÓTA STEFNUNA í ÞESSU MÁLI. Meginstefnan ER AUÐVITAÐ AÐ SNÚA VIÐ AF ÞESSARI HÁSKALEGU BRAUT, SEM VIÐ ÞEKKJUM. inn af þjóðinni verði ánauðir þrælar. Þegar ég hugsa um sjávarútvegsmálin hugsa ég líka um einkaframtakið. Ég er eindreginn einka- framtaksmaður og tel að með þeirri skipan mála sem nú er kominn á sé einkaframtakinu lokaðar allar leiðir. Hér er þetta að færast á hendur örfárra manna. Ég vil minna á, að grunnurinn undir þann öra vöxt og þær framfarir sem hafa verið á íslandi frá stríðs- byrjun og fram til dagsins í dag og sú ótrúlega þjóðlífsbylting og framfarabylting sem verið hefur, má rekja til aflamannanna. Það eru aflamennirnir sem hafa fleytt okkur hraðast fram. Nú er því ekki lengur til að dreifa að þeir geti komið ár sinn fyrir borð. Þeir eiga allt sitt undir örfáum mönnum, mönnum sem sitja á þessum auði. Og hvað nú, eins og við höfum séð dæmin um, að þeir hirði sitt á þurru og kaupi hótel í London fyrir þessa fjármuni? Hver ætlar að sjá við því? Hver ætl- ar að sjá við því að svo kunni ekki til að bera að þessi vesalings þjóð verði að kaupa öðru sinni þessi auðæfi til baka þegar þeir verða horfnir á brott? Það verður að leggja á það 26 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.