Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Page 32
Sæbjörg VE Þetta var fyrsti bátur Hilmars. ur upp á sker í Hornvíkinni við Hornafjörð. „Þetta Ieit mjög illa út sökum veðurs. Það var lán í óláni að báturinn Iendir á hagstæðum stað svo að mannbjörg varð. Ef þeir hefðu verið austar eða vestar, hefði ekki þurft að spyrja um mannskapinn.“ Eftir þetta er farið að skoða málin og þá kemur í ljós að samkvæmt lögum og reglugerðum var ekki hægt að neita þeim um heimild til að láta byggja annað skip. „Við vorum að spá í að byggja skip sem var ná- kvæmlega eins og Jón Finnson og vera í samfloti með Gísla Jóhann- essyni sem átti hann. Meðeigandi minn Theodór var mjög áfjáður í að fara þessa leið. Ég var ekki eins hlynntur því. Þetta endaði með því að við hættum alveg í útgerð. Þá var kvótakerfið komið á og kvótinn okk- ar sem var mest í loðnu, en þó nokkur hundruð þorskígildi, datt dauður niður og höfum aldrei fengið neitt út á það. Ég held að það séu ekki nema tvö skip í flotanum sem hafa lent í svipuðum málum eftir að kvótakerfið var komið á. í dag hefði þetta ekki gerst, því nóg- ir hefðu verið til þess að kaupa kvótann.“ Ein af Sæbjörgunum. Hilmar segir að eftir þetta hafi hann eitthvað verið að gutla á sjó. „Ég var með báta fyrir aðra einhvern tíma, en svo hætti ég á sjó og ræð mig sem starfsmann Utvegsbændafélags Vestmannaeyja og var for- maður þess í níu ár og starfa þar enn, þó ekki sé ég formaður.“ Hver voru helstu mál sem brunnu á útgerðarmönnum á þessum árum og hvernig líst þér á stöðuna í dag? „Ég er nú þeirrar skoðunar að fiskveiðunum verðum við að stjórna einhvern veginn. Skipin eru orðin það öflug og tækninni fleygt mikið fram, jafnt í veiðarfærum og fiskileitartækjum. Ef ekki væri eitthvert stjórntæki til þess að fylgjast með veiðunum sæi maður fram á auðn á miðunum í kringum landið. Ég segi eins og er að það sé ekki hægt að gera það á hagkvæmari hátt en með aflamarkskerfinu, eins og er í dag. Það má segja að það sé alvarlegt mál þetta kvótabrask, þó er það nú þannig að ef að ekkert framsal væri leyft þá yrði þetta mjög erfitt hjá mörgum. Ég er hins vegar ekki hlynntur því að það verði örfáar stór- útgerðir á landinu og einyrkjarnir detti út.“ Yantar þig áreiðanlega þjónustu? SKIPAVIÐGERÐIR Dísilsstillingar Plötusmíði Þjónusta okkar miðar að því að þú þurfir að koma sem sjaldnast! Spilviögarðir VélaviðgBrðir Slippaðstaða Rennismíði Vökvakerfi • Grandagarði 18 • 101 Reykjavík •Símar552 8922- 552 8535 • Fax 562 1740 Tækniþjónusta VÉLAVERKSTÆÐI

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.