Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Síða 6
Lítil sem engin hætta er á vandræðum um borð í fiskiskipum vegna tölvuvandans árið 2000 Helst þarf að upp- færa forrit fyrir GPS vegar hafa útgerðarfyrirtækin verið mjög dugleg við að láta kanna tölvur sínar og tæki vegna umræðunnar um þessa hættu á vandræðum," sagði Óskar Axelsson sölustjóri hjá R. Sigmundssyni. Þórhallur Helgason rekstrar- stjóri útgerðar Granda hf sagði að tölvur um borð í skipum Granda væru að vinna á sömu kerfum og hjá fyritækinu í landi. Gerðar hefðu verið ráð- stafanir fyrir löngu til að koma í veg fyrir hugsanlegar truflanir vegna tölvuvandans. „Einu vandamálin sem hafa komið upp hjá okkur út af þessu eru GPS staðsetningar- tækin. Það þarf að uppfæra forritin í þeim. Við erum búnin að fara yfir öll tæki í skipunum og fyrirtækinu yfirleitt og vitum alveg hvar vandamálin liggja," sagði Guðmundur Jónsson hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Hann sagði að búið væri að leggja mikla vinnu í að yfirfara þessi mál. Sú vinna hefði haf- ist í nóvember og því hefði verið lokið í janúar. Þá hefði legið fyrir úttekt á öllum tækni- búnaði fyrirtækisins og því væri ÚA ekkert að vanbúnaði að mæta árinu 2000. Endur- nýja þyrfti forrit í nokkrum vog- um í vinnslunni en að öðru leyti væri um að ræða tæki í brúnni. GPS og tæki sem byggðust á PC tölvum þyrftu að fá upp- færð forrit. ■ „Þetta er hverfandi vandamál á flotanum. Það eru einkum tvær gerðir tækja sem menn huga að. Annars vegar GPS staðsetningartaeki en þar reynir á þetta mál fyrir áramót eða (ágústmánuði. Þá gætu einhverjar eldri gerðir GPS tækja stopp- að ef ekkert væri að gert,“ sagði Ólafur Axelsson. Mikið er rætt og ritað um þann tölvuvanda sem verður þegar árið 2000 gengur í garð. Þá er hætta á að ýmsar tölvur muni, ef ekkert verður að gert, hætta að starfa eða ganga af göflunum þar sem kerfi þeirra er ekki hannað með það í huga að þær geti tekið við ár- tali með þremur núllum. Hér á landi hefur verið skipuð sér- stök nefnd á vegum hins opin- bera vegna þessa vanda og nú er gósentíð fyrir tölvu- snillinga sem bjóða fram aðstoð sína til að koma í veg fyrir neyð- arástand í fyrirtækjum og stofnunum um næstu áramót. En hvernig kemur þessi margumræddi tölvu- vandi við hinn tækni- vædda fiskveiðiflota okkar? Víkingurinn spurðist fyrir um mál- ið. „Þetta er hverfandi vandamál á flotanum. Það eru einkum tvær gerðir tækja sem menn huga að. Ann- ars vegar GPS stað- setningartæki en þar reynir á þetta mál fyrir áramót eða í ágúst- mánuði. Þá gætu ein- hverjar eldri gerðir GPS tækja stoppað ef ekkert væri að gert. En það bjóða allir uppfærslu kerfanna til að koma í veg fyrir vandræði. Siðan eru það tölvuplotterar en þeir eru yfirleitt ekki útsettir fyrir þetta vandamál. En yfirleitt er það svo að menn endurnýja tækin ört á flotanum og allar nýrri gerðir, síðustu tveggja til þriggja ára, eru laus- ar við þetta vandamál. Hins 6 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.