Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Side 17
Bjarni Gunnar Sveínsson viðskiptafræðingur er einn af fjórtán nemendum á 30 tonna námskeiðum hjá Stýrimannaskólanum. Hann var á sjó á námsárun- um og líkaði alltaf vel. Þekking mín var á Sjóminjasafninu Þekking Bjarna Gunnars Sveins- sonar viðskiptafræöings á sjó- mennsku var svo gömul að hann getur aðeins rifjað hana upp á Sjóminjasafninu. Honum leiddist að vera hálfgerður safngripur og skellti sér á námskeið. „Ég var til sjós í ellefu sum- ur á námsárum mínum frá 1963 til 1973. Ég hafði lengi ætlað að læra eitthvað í sjó- mannsfræðunum en lét ekki verða af því fyrr en nú,“ segir Bjarni Gunnar Sveinsson við- skiptafræðingur í samtali við Sjómannablaðið Víking. Ekki ætlar hann þó að söðla um frá viðskiptafræðinni yfir í sjó- mennskuna. „Hugsanlega mun ég sigla I sumarfríinu mínu erlendis eða draga ýsu í soðið,“ segir hann og brosir út í annað. ,,Ég á mér samt ekki draum um að eignast trillu í framtíð- inni en hver veit.“ Bjarni var á síldveiðiskipum allan sinn sjómannsferil. Hann segir að tekjurnar hafi verið góðar í þá daga, sérstaklega fyrir skólapilt. Á þessum tíma fékk hann nasasjón í sjó- mannsfræðum af áhöfn síld- arbátanna en hann segir að margt hafi breyst á þessum áratugum. „Breytingar hafa verið svo hraðar í tækjakosti um borð í skipum að mín gamla kunn- átta var löngu úrelt. Ég kom á dögunum á Sjóminjasafnið og þar rifjaðist upp fyrir mér minn ferill á sjó. Það má segja að kunnátta mín hafi verið kominn á safn. Maður verður svolítið gamall við það en hér hef ég tækifæri til að yngja mig upp,“ segir hann hlæj- andi og lítur á unga skólafé- laga sína. ■ Sjómannablaðið Víkingur 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.