Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Page 22
Steindór Andersen formaður á Iðunni og formaður í Iðunni Steindór á tónleikum með Sigur Rós sem haldnir voru á Gauki á Stöng. Með honum á mynd- inni er Jónsi, söngvari sveitarinnar. Fyrir um tíu árum var Steindór Andersen sjómaður að leita að heimildum um nafnið Eleseus en það sama nafn bar gamall trillu- karl sem Steindór réri með um tíma. Þessi leit bar hann áfram til rímnakveðskapar og kvæðamanna. Síðastliðin tvö ár hefur Stein- dór verið formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Ásynjan Iðunn, kona Braga og sú sem gætti eplanna fyrir æsina, kemur víðar við sögu í lífi Steindórs því hann á eina dótt- ur með því nafni og hefur átt þrjár trillur sem allar hafa verið nefndar Iðunn. „Það var röð tilviljana sem varð til að ég kynntist kvæðamannafélaginu. Fyrir mörg- um árum var ég til sjós með manni ættuðum úr Arnarfirði sem skírður var Eleseus. Ég vildi kanna hvernig þetta nafn var tilkomið en þóttist vita að það ætti sér stoð í biblíunni. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi,“ segir Steindór þegar hann rekur aðdragandann að formennskunni í kvæðamannafélaginu. Eftir að hafa spurt nokkra presta án þess að fá svör sneri Steindór sér til Þóris Kr. Þórðarssonar prófessors í guðfræði við H.I. Hann gat leitt hann áfram til kvæðis Einars í Eydölum sem ort var árið 1627 þegar Tyrkir hrelldu land- ann og hnepptu í þrældóm. Kvæði Einars er dróttkveðið og fjallar um Eleseus sem reynd- ar er sá hinn sami og Elísa spámaður. Staf- setning nafnsins fer eftir biblíuþýðingum. Skömmu síðar rakst Steindór á nafnið Eles- eus í riti Rímnafélagsins, Rímnatali,sem hann hafði Iöngu áður eignast, fyrir tilviljun. Þar er vísað til rímna af Eleseusi spámanni sem ortar voru af Guðmundi Erlendssyni, presti á Felli í Sléttuhlíð. Þær rímur var að- eins hægt að finna í handriti á Landsbókasafni.Þangað fór Steindór. Maður hvíslaði að mér „Til að geta ráðið í letur rímnahandrita er afskaplega notadrjúgt að kunna einhver skil á bragfræði. Reglur bragfræðinnar, rím og stuðlasetning, leiða mann einhvernvegin í gegnum þetta á þægilegan hátt. Maður nokkur, hvíslaði því að mér, að sumir segðu lítið varið í að lesa rímur, það þyrfti að heyra þær kveðnar. Ég hafði heyrt kvæðamannafé- lög nefnd, og þurfti ekki að leita langt, því nágranni minn er formaður Kvæðamannafé- lags Hafnarfjarðar. Ég gekk í félagið en síðar í Kvæðamannafélagið Iðunni og er nú í báð- um félögum,“ segir Steindór. En hvað er það sem Steindór fann í kvæða- 22 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.