Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Page 30
Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands skrifar: Veiðar á nýjum Hversu oft hafa ekki heyrst úrtöluraddir þegar skipstjórnar- menn hafa viljað auka veiðar á lítt könnuðum svæðum og að þeirra á- liti á vannýttum veiði- svæðum eða fiskstofn- um. Sem betur fer eru einnig til útgerðar- menn sem hafa vilja til þess að sækja á ný mið. A síðastliðnum 20 árum er hægt að nefna fjölmargt sem Far- manna- og fiskimannasamband íslands hef- ur hvatt til að yrði kannað og að veiðar á sumum fisktegundum hafnar sem við höfum of lítið sinnt. Vtt) ÞURFUM AÐ VEITA STYRKI Það er mjög dýrt að standa fyrir tilrauna- veiðum og vissulega væri þörf á því að út- gerðir sem taka þá áhættu sem fýlgir útgerð á lítt þekktum svæðum fengju til þess fjárstyrk svo hægt sé að hafda úti slíkum veiðum í 2 til 3 mánuði samfellt. Þannig fæst marktæk veiðireynsla og þekking á nýjum miðum. Nú bendir flest til þess að við eflum veiðar á kolmunna og förum úr því skrefi að vera í til- raunum í það að fara að nota jafn kraftmikil skip og frændur okkar Færeyingar og Norð- menn hafa notað með góðum árangri. Við vorum seinir að taka við okkur á kolmunna- veiðum þrátt fyrir ábendingar skipstjórnar- manna í mörg ár. Enn skemmra erum við komnir áleiðis í makrílveiðum. Raunar svo að við erum á elleftu stundu að tryggja okkur veiðirétt í makríl. Oft var hvatt til þess af FFSÍ að reyna gulllaxveiðar við litlar undir- tektir. Það viðhorf er nú breytt en markaður fýrir gulllax afurðir er lítill eins og nú er kom- ið málum. Mikil reynsla er þó komin af því að veiða gulllaxinn. Vannýtt grálúða Línuveiðar á vannýttum grálúðustofni við Reykjaneshrygginn voru komnar af stað en liggja nú niðri vegna þess misskilnings að því er virðist að á öllu hafsvæðinu frá Grænlandi, Islandi og Færeyjum sé aðeins einn grálúðu- stofn. Þarna tel ég að sé á ferðinni vanþekk- ing á grálúðustofninum. Misskilningur sem virðist svipa mjög til þess og því sem haldið var fram áður um þorskstofninn að hann hrygndi aðeins við suðvesturland og aðeins einn þorskstofn. Þegar veiðar á grálúðu hófust að marki hér við land upp úr 1970 var það næsta árvisst að 20 til 30% aflans á Torg- inu í Grænlandssundi var horlúða eða vatns- lúða. Með auknum veiðum á svæðinu og nýtingu stofnsins á þessu svæði hvarf horlúð- an úr aflanum. Samkvæmt því sem veiðist af horlúðu á þessum nýju veiðisvæðum grálúð- unnar norðan Reykjaneshryggsins bendir allt til að um annan hluta grálúðustofnsins sé að ræða. Þarna vantar því að afmarka veiðisvæði utan kvóta líkt og gert er með rækjuveiðar á Dohrnbanka. Þar með fengist aukin reynsla og þekking öllum til góðs. Smugan og Flæmski Þessi tvö svæði hafa gefið góðan afla á stundum. Þau höfðu hins vegar þá sérstöðu að þegar veiðar voru hafnar þar varð fljótt góður afli sem varð til þess að fjöldi skipa fór til veiðanna. Þannig varð fljótt til víðtæk þekking á veiðisvæðum í Smugunni og Flæmingjagrunni sem skipstjórar miðluðu hvor til annars. Vel kortlögð þekking á veiðislóð, sjávarhita, straumum, botnlagi og hegðun stofna á veiðisvæðinu er forsenda þess að áfram verði haldið uppi arðbærum fiskveiðum. Þegar aðeins eitt eða tvö veiði- skip fara til tilraunaveiða á nýrri slóð eða veiðislóð sem íslenskir skipstjórar þekkja ekki af eigin reynslu er það mikið undir heppni komið hvort þá næst góður árangur. Hatton og Rockallsvæðin Aðeins 250 til 300 sjómílur suður og suð- austur af Vestmannaeyjum er veiðislóð sem nú er opið alþjóðlegt svæði. Tvö skip, togar- ar, eru þar við tilraunaveiðar. Það er hagur okkar allra að þeir næðu þar viðunandi afla af verðmætum fiski. Ef vel ætti að vera þyrfti að veita slíkri tilraunastarfsemi fjárstyrk svo halda megi úti veiðum í nokkra mánuði. Stjórnvöld ættu að stofna sjóð eða breyta Guöjón A. Kristjánsson. miðum verkefni Þróunarsjóðs eða Nýsköpunarsjóðs í styrkveitingar vegna tilraunaveiða. I þessu sambandi er enn á ný vitnað til ályktana FFSf sem hvatt hefur með sérstakri ályktun til veiða á djúpum sunnan fslands. Fórnar- kostnaður einstakra útgerða við veiðar á lítið þekktri veiðislóð getur reynst þeim ofviða þrátt fyrir góðan viija og áræði. Sama á við um túnfiskveiðar sem nú eru þó hafnar. Ósanngjarn áróður Því er oft haldið fram nú í umræðu að smábátar og minni vertíðarbátar eigi að fá ennþá meiri hlutdeild í veiðum á okkar mið- um á kostnað togara og stærri fiskiskipa. Sá sem hér skrifar hefur hvatt til þess í gegnum árin að okkar öflugi togarafloti tæki að sér að veiða tegundir á djúpslóð og stækkaði þannig þjóðarkökuna. Það hefur vissulega verið gert á mörgum sviðum með góðum árangri. Má þar benda á úthafskarfaveiðar, úthafsrækju- veiðar, gulllaxveiðar og nú vonandi auknar kolmunnaveiðar stærri fiskiskipa. Ég fullyrði að engin útgerð né sjómenn hafa lagt eins mikið fram til aukinna og nýrra veiða og þjóðartekna og þeir sem á áðurnefndum fiskiskipum starfa eða gera þau út. Forsenda þess að sækja lengra og dýpra er sú að hafa öflug og stór skip. Þetta veit ég að þeir sem á minni skipunum eru skilja manna best. Því þeim eru takmörk sett af náttúrulegum að- stæðum veðri o.fl. að sækja á dýpri mið. Smábátar hafa gert það gott í sínum veiðum á undanförnum árum og er það vel. Þeir þurfa ákveðið frjálsræði til sinna veiða enda setur náttúran þeim oft stíf sóknartakmörk. Ég fullyrði að sjómenn eiga að langmestu leyti sameiginlega hagsmuni. Vonandi leggja þeir sem finna togveiðum allt til foráttu nið- ur þann leiða sið að þá skuli reka burt af veiðislóð. Oft hef ég heyrt sagt af mikilli van- þekkingu að flotvarpa væri skaðræðisveiðar- færi. Ég fullyrði að ekkert veiðarfæri gefur betri möguleika á að skammta sér rétt afla- magn í hverju togi en flotvarpa búin nútíma tækni aflanema og höfuðlínusónar. Sjómenn eiga að vinna saman að rétti sín- um til veiða. Virðum verk annarra. ■ 30 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.