Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Side 44
Hrefna á sundi. ið efaðist ekki um réttmæti hvalveiða hér við land. Hins vegar var mat margra að efnahags- legum hagsmunum okkar væri stefnt í hættu ef við héldum áfram hvalveiðum. Andstaða við slíkar veiðar væri mikil í markaðslöndum okkar og því væri ekki hættandi á að halda veiðunum áfram. Menn væntu þess líka að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins yrði aflétt fyrr en síðar. Jafnframt banni við hvalveiðum frá strandstöðvum ákvað ráðið að að endurmeta ákvörðunina eigi síðar en árið 1990 í ljósi nýrra upplýsinga um ástand hvalastofna sem byggðar væru á vlsindalegri ráðgjöf. Skemmst er frá því að segja að þetta hefur ekki gengið eftir. Umræðurnar í Aiþjóða- hvalveiðiráðinu hafa ekki tekið mið af vís- indalegum forsendum. Þrátt fyrir að vísinda- legar forsendur liggi fyrir um að hefja megi veiðar hefur meirihluti aðildarríkjanna þráast við. A ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Reykjavík vorið 1991 var lögð fram tillaga um nýtt stjórnunarkerfi sem vísindanefnd ráðsins hafði samþykkt nær samhljóða. Til- lagan var virt að vettugi og Islendingar sögðu sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu 1992. Þjóðin vill hvalveiðar I greinargerð með þingsályktunartillög- unni er bent á að hér á landi hafi ætíð verið vilji til þess að hefja hvalveiðar að nýju. Þetta hefur komið fram í fjölmörgum skoðana- könnunum þar sem að jafnaði 80-90% landsmanna hafa lýst yfir stuðningi við að hefja hvalveiðar að nýju. Hagsmunasamtök hafa Iangflest lýst yfir afdráttarlausum stuðn- ingi við hvalveiðar. Á Alþingi hefur líka kom- ið fram greinilegur vilji þingmanna til þess að hvalveiðar megi hefjast að nýju. Ekki er um það deilt hér á landi að líffræði- legar forsendur eru til þess að hefja hvalveið- ar hér við land að nýju. Islendingar hafa ver- ið talsmenn sjálfbærrar nýtingar á auðlind- um. Augljóst er að sú hugmyndafræði er full- komlega í samræmi við þá fyrirætlan að veiða hvali eins og aðrar nytjategundir í hafinu kringum landið. Það er réttur og skylda full- valda þjóðar að nýta auðlindina á ábyrgan hátt. Ihlutunarsemi erlendra ríkja og samtaka sem miðar að því að koma í veg fyrir að sá réttur sé nýttur er því afskipti af innanríkis- málum og gengur um leið gegn þeirri hug- myndafræði varðandi auðlindanýtingu sem stjórnvöld hafa verið talsmenn fyrir innan lands og á erlendum vettvangi. VEIÐlþOL Árum saman hefur Hafrannsóknarstofn- unin fjallað um stofnstærð nokkurra hvala- tegunda og veiðiþol. I ritinu Nytjastofnar sjávar 1997/98 fjallar stofnunin um hrefnu-, Iangreyðar- og sandreyðarstofninn. Varðandi hrefnuna er lagt til með vísan til úttektar vís- indanefndar NAMMCO að aflamarkið verði 250 hrefnur á ári. Er þar um að ræða verulega aukningu frá árinu á undan. Um langreyðina segir Hafrannsóknarstofnunin: „Þar sem engin fastmótuð aflaregla gildir fyrir lang- reyðarveiðina við ísland leggur Hafrann- sóknarstofnunin til í varúðarskyni að ekki 44 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.