Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Page 48
Örsaga eftir einn af lesendum Sjómannablaðsins Víkings Hann var ekki orðinn átján ára, hafði aldrei verið að heim- an lengur en þrjá daga í senn, það er að frátöldu sumrinu sem hann var í sveit og fjórum vikum á sumardvalaheimili þegar hann var sex ára. Hann hafði semsagt ekki mikla reynslu í að vera í burt frá mömmu sinni. Enda var hann háður henni, en svo er víst títt um unga drengi á hans reki. Þetta er sagt hér vegna þess að hann hafði ráð- ið sig til sjós og báturinn var gerður út frá ver- stöð sem var nokkur hundruð kílómetrum frá hans heima- högum. Það var mikið tilstand á heimilinu og mamma keppt- ist við að pakka niður farangri. Hún gætti þess að taka til allt það hlýja sem hann átti og ef satt skal segja lét hún það ekki duga. Þá daga sem hún hafði til kepptist hún við að prjóna leista, vettlinga með tveimur þumlum og eina frábæra lopapeysu. Brottfaradagurinn var runn- inn upp. Mamma ók honum meira en mamma, svo var allavega að sjá, þrátt fyrir að hann reyndi allt hvað hann gat til að enginn yrði þess var, en mömmu var nokk sama þó einhver sæi tár á hennar vöngum. Rútan rann af stað, hann sat og hugsaði í fyrsta sinn af al- vöru að nú tæki eitthvað óvíst við, hann yrði nokkuð einn þó svo tíu menn ættu að vera á bátnum. Hann hét sér því að láta ekki hugfallast, ákvað að verða sterkur og alls ekki láta mömmu vita ef honum litist ekki nógu vel á allt það nýja sem hann átti eftir að kynnast. Númer eitt, tvö og þrjú var að vera sterkur, hraustur, vera karlmaður. Hann var kominn í ver- stöðina og hann hóf að koma sérfyrir í verbúðinni. Honum var vísað á koju sem átti að vera hans til vorsins. Svo mikið vissi hann að aðra koju fengi hann um borð í bátnum. Enda hafði mamma passað upp á að rútustöðinni og hjálpaði honum með sjópokann, sem var nýkeyptur, og annan far- angur. Þegar þau kvöddust grétu bæði, hin unga hetja grét 48 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.