Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 8
Við skolaslitin. Fremstir sitja 3. stigs skipstjórnarnemar. Frá vinstri: Bjarki Guðnason, Benedikt Már Jóhannsson, Heiðar Páll Halldórsson, Guðlaugur Ólafsson, Einar Skaftason, Magnús Örn Einarsson, Stefán Pétursson og Sveinþór Eiríksson. Skólaslit Stýrimannaskólans ■ Reykjavík Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitiö í 109. skipti þann 19. maí síðast liðinn. Á skólaárinu voru gefin út 59 próf- skírteini til 53 einstaklinga, en sex nemendur sem luku skip- stjórnarprófi 1. stigs luku sem undanfara 30 rúmlesta prófi á haustönn. Útgáfa skipstjórnarprófa skiptist þannig að 28 luku 30 rúmlesta réttindum, sjö luku skipstjórnarprófi 1. stigs réttin- dum, 15 luku skipstjórnarprófi 2. stigs og níu luku skip- stjórnarprófi 3. stigs - farmannaprófi. Nær allir sem luku 2. stigi luku prófunum á upptökuprófum í september og sátu í skólanum síðast liðið skólaár. Breyting á námskipan skip- stjórnarnámsins stendur nú yfir og er fjöldi nemenda í skip- stjórnarnámi nú í sögulegu lágmarki. Breytt í áfanganám Nýskipan skipstjórnarnámsins hófst við Stýrimannaskólann haustið 1998. Náminu var breytt úr blönduðu áfanga- og bekkjarnámi í áfan- ganán og lengist um eitt og hálft skólaár samkvæmt drögum að námsskrá sem hefur nýlega verið send til menntamálaráðuneytisins. Námið hefst í sjávarútvegsbraut, sem er samtals 68 einingar. Almennar námsgreinar brautarinnar eða 46 er unnt að taka í öllum framhaldsskólum landsins. Sérgreinar brautarinnar, þar á meðal 30 rúmlesta réttindanámið, 168 kennslus- tundir, eru samtals 22 einingar og eru undanfarar skipstjórnarnám- sins á efri stigum. Inntökuskilyrði í Stýrimannaskólann er grunnskólapróf eins og í aðra skóla á framhaldsskólastigi og er ekki krafist siglingatíma eins og áður var. Atvinnuréttindi fást þó ekki fyrr en lagður er fram lögskráður siglingatími, fullgilt heilbrigðisvottorð og viðkomandi verður að standast kröfur um sjón og heyrn skip- stjórnarmanna, sérstaklega þó kröfur um óskert litskyggni. Nefnd sem hefur unnið að tillögum á grundvelli þeirrar nýskipunar námsins, sem menntamálaráðuneytið ákvað í mars 1997 hefur nýlega skilað af sér skýrslu til menntamálaráðuneytisins um brautar- og áfangalýsingar fagnámsins. Þar er lagt til að skip- stjórnarnámið verði að lokinni sjávarútvegsbraut 106 einingar og unnt verði að Ijúka því á fimm önnum. Viðurkenningar og verðlaun Farmannadeildin- skipstjórnarnám 3. stigs var rekin samkvæmt eldra námsfyrirkomulagi og er þar reiknuð meðaleinkunn nemenda. Hæstu einkunnir fengu Magnús Örn Einarsson Eyrarbakka 8,81 1. einkunn, Bjarki Guðnason Vestmannaeyjum 8,47 1. einkunn og Einar Skaftason Selfossi 8,08 1. einkunn. Við skólaslitin voru veitt hefðbundin verðlaun og hlaut Magnús Örn farandverðlaun Eimskipafélagsins, Farmannabikarinn. Magnús fékk einnig hin glæsilegu verðlaun fyrir hæstu einkunn i siglin- gafræði í gegnum öll námsstig Stýrimannaskólans, áletrað arm- bandsúr af bestu gerð. Verðlaunin eru úr Verðlaunasjóði Guðmundar 8 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.