Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 48
Lífeyrissjóður sjómanna
Samið við Kaupþing um
rekstur séreignardeildar
Arni Guðmundsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, Sigurður Ein-
arsson forstjóri Kaupþings og Konráð Alfreðsson stjórnarformaður Lífeyris-
sjóðs sjómanna að lokinni undirskrift samstarfssamnings um rekstur séreign-
ardeildar sjóðsins.
Lífeyrissjóður sjómanna hefur gert samstarfssamning
við við Kaupþing um rekstur séreignardeildar sjóðsins.
Með samningi þessum er Lífeyrissjóður sjómanna að
nýta sér þekkingu og reynslu Kaupþings til að efla sér-
eignardeild sjóðsins. Fyrirtækið hefur langa reynslu í
rekstri séreignarsjóða, starfsfólk þess býr yfir sérþekk-
ingu á þessu sviði auk þess sem það hefur yfir að ráða
þeim tæknibúnaði sem til þarf. Samstarfinu verður þannig
háttað að Kaupþing mun annast móttöku iðgjalda, skrán-
ingu og ávöxtun fjármuna séreignardeildarinnar, en upp-
lýsingar, ráðgjöf og bein tengsl við sjóðfélagana verður
jöfnum höndum hjá lífeyrissjóðnum og Kaupþingi. Félag-
ar í séreignardeild geta því hvort heldur sem er snúið sér
til sjóðsins eða samstarfsaðilans út af sínum málum.
í samningi Lífeyrissjóðs sjómanna og Kaupþings er
meðal ananrs fjallað um uppbyggingu á verðbréfaeign
sjóðsins samkvæmt fjárfestingarstefnu sem stjórn Lífeyr-
issjóðs sjómanna markar hverju sinni. Kaupþing sér
einnig um markaðs- og kynningarmál fyrir hönd sjóðsins.
Öll þjónusta Kaupþings við sjóðfélaga verður í nafni Lífeyrissjóðs
sjómanna. Sjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins og
nema eignir hans rúmum 40 milljörðum króna.
Konráð Alfreðsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs sjómanna, Árni
Guðmundsson framkvæmdastjóri sjóðsins og Sigurður Einarsson
forstjóri Kaupþings undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Kaup-
þings í Armúla 13 þann 7. september síðast liðinn. Viðstaddir undir-
ritunina voru auk þeirra, Tryggvi Tryggvason sjóðsstjóri hjá Lífeyris-
sjóði sjómanna, Hafliði Kristjánsson forstöðumaður sölu- og mark-
aðssviðs Kaupþings, Ingólfur Helgason forstöðumaður markaðsvið-
skipta og Vilhjálmur Vilhjálmsson forstöðumaður eignarstýringar-
sviðs. ■
Sér eignarspar naðu r
er mikilvœg viðbót
Greiðsla iðgjalda til samtryggingar stendur undir þeim lágmarks-
lífeyri sem öllum ber að tryggja sér í formi ellilífeyris til æviloka,
auk trygginga til að verja sjóðfélagana og fjölskyldur þeirra gegn
tekjumissi við örorku eða fráfall. Þessar grunntryggingar eru mikil-
vægar þegar haft er í huga að slys og áföll gera ekki boð á undan
sér. Góð örorku- og makatrygging, auk ævilangs Iffeyris eru því
nauðsynlegar grunntryggingar. Greiðsla til séreignarsparnaðar er
hins vegar mikilvæg viðbót fyrir þá sem vilja auka lífeyrissparnað
sinn. Með því móti geta þeir tryggt sér meiri sveigjanleika við starfs-
lok eða haft rýmri fjárráð fyrst eftir að lífeyrisaldri er náð.
Auknar heimildir til séreignarsparnaðar
Með breytingum á lögum um tekju- og eignaskatt og lögum um
tryggingagjald er heimild launþega til lífeyrssparnaðar aukin í 4,4%
í stað 2,2%. Með breytingunni geta launþegar greitt allt að 4% í
séreignarsjóð áður en skattur er reiknaður á laun og fá þar að auki
0,4% mótframlag frá ríkinu. Mótframlag ríkisins er 10% af framlagi
launþegans, þannig að sá sem greiðir 2% viðbótarframlag fær
0,2%> mótframlag og sá sem greiðir 4%> fær 0,4%> mótframlag.
Þá hafa mörg stéttarfélög samið um hærra mótframlag atvinnu-
rekenda í séreignarsjóð, algengast er að mótframlagið sé í fyrstu
1%> en hækki í 2%> á árinu 2002. Þegar slíkir samningar hafa að
fullu tekið gildi getur sparnaður í séreignarsjóð numið allt að 6,4%>
af heildarlaunum (4%> frá launþega + 2%> frá launagreiðanda +
0,4%> frá ríkinu).
Að teknu tilliti til þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skatta-
lögum og þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið í kjarasamningum
varðandi hærra mótframlag atvinnurekenda er Ijóst að greiðsla í
séreignarsjóð er örugglega eitt hagstæðasta sparnaðarform sem
völ er á. Með því að greiða viðbótargjald til séreignarsjóðs fær
launþegi mótframlag frá ríkinu og atvinnurekenda ef um það hefur
verið samið, sem hann missir af ef hann greiðir ekki viðbótargjald til
séreignarsjóðs. Að auki greiðist hvorki fjármagnstekjuskattur né
eignaskattur af viðbótarlífeyrissparnaði og falli rétthafi frá erfist inn-
eign hans að fullu og án erfðafjárskatts ef inneignin rennur til maka
eða barna. ■
48 - Sjómannablaðið Víkingur