Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 47
kaupa verðbréf lágu verði og selja þau á háu verði! En hvenær bréfin er há og hvenær lág er stóra spurningin á þessum markaði.Til þess eru verðbréfafyrirtækin að reyna að svara þeirri spurningu hvenær hagstætt er að kaupa og hvenær er hag- stætt að selja. En það er gallinn við okkur ís- lendinga að við erum svona skúffufjárfestar. Kaupum einhver hlutabréf og eigum þau en gleymum að oft getur verið hag- kvæmt að selja bréf, sérstaklega bréf sem hafa hækkað mikið í verði og innleysa þá hagnað sem fer til að kaupa annað í stað- inn. Einnig ef bréf hafa lækkað í verði og fólk er óánægt með fjár- festinguna er betra selja þó að það sé gert með tapi og kaupa önn- ur bréf sem líkleg eru til að hækka og vinna þar með upp tapið.“ Lítil en STORmerkile brother p-touch 1250 Enn og aftur kemur Brother á óvart með nýrri merkivél. Hún er skemmtilega nýtískuleg en samt er allt þetta gamla góða enn til staðar að viðbættum fjölda nýjunga. ► íslenskir stafir ► 5 leturstærðir ► 9 mismundandi leturútlit ► 6, 9 og 12 mm prentborðar ► Prentar í tvær línur ► Prentborðar í mörgum litum ► Rammar, borðar og tákn merkivél Rafport Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102._____________________________________ Umboðsmenn: Volti ehf., Vatnagörðum 10. Raftækjav. Skúla Þórssonar, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Bókabúð Keflavíkur. Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Straumur, Isafirði. (skraft, Akureyri. Öryggi ehf., Húsavík. Geisli, Vestmannaeyjum. Árvirkinn hf., Selfossi. * Meðan birgðir endast. Harðarhólmi Niðurleggjarar fyrir allar stærðir netabáta Ryðfríir og soðnir á samskeitum • Slitfletir endurnýjanlegir Hlífðargúmí á rúllum • Danfoss rótor með hraðastilli • Stiglaus loki fyrir notkun • Olíumagn 15 til 20 lítrar Tilbúnir til notkunar /VETASALA/V Skútuvagi 12-L • Sími 5GB 1B13 • Fax 5GB 1BE4 Mikilvægt að setja sér markmið -Svo við komum aftur að eftirlaunaaldrinum. Þarf fólk að gera á- ætlun um hvað það vill hafa miklar tekjur á mánuði eftir 20 - 40 ár og taka mið af því í sínum sparnaði? „Ég held að það sé mjög skynsamlegt að fólk setji sér eitt- hvað markmið um að það ætli að hafa ákveðna fjármuni til um- ráða við ákveðinn aldur, til dæmis 65 ára. Ég segi oft við fólk sem hefur efnast ágætlega að það eigi að njóta sinna fjármuna og enginn viti sína ævina fyrr en öll er. Það er of seint að ætla að gera eitthvað fyrir sjálfan sig þegar heilsan er brostin. Menn eiga taka tíma í að njóta þessara eftirlaunaára og til þess þarf ákveðna fjármuni svo fólk sé fjárhagslega sjálfstætt. Það er mikilvægast hverjum einstaklingi." -Nú eru margs konar ávöxturnarmöguleikar í boði og getur verið erfitt að ákveða hvaða leiðir skuli fara? „Bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtækin veita fólki ráðgjöf um slíkt. Þar undir er svo ákveðin þjónusta sem er fjárvarsla þar sem þessir aðilar taka að sér að halda utan um verðbréfa- eign einstaklinga og fyrirtækja. Þá er þetta látið í hendur sér- fræðinga og þeirra markmið er að ávaxta verðbréfasafnið sem best. Það hefur orðið gífurleg breyting á öllu þessu upplýsinga- flæði. Það má til dæmis nefna að Morgunblaðið stendur sig mjög vel í að gefa fólki greinargóðar upplýsingar um þróun á markaðinum, samanburð á ávöxtun á hlutabréfum, hlutabréfa- sjóðum og hvaða breytingar eru á gengi fyrirtækja á Verðbréfa- þingi á hverjum degi. Fólk hefur því mjög greiðan aðgang að upplýsingum. Þá hefur það aukist mjög mikið að fólk er farið að stunda þessi viðskipti heima hjá sér. Það situr við tölvuna heima og getur gert viðskipti á verðbréfamarkaði hér á landi svo ekki sé talað um erlendis þar sem ákveðin kauphallarfyrir- tæki veita þessa þjónustu. En menn verða að kynna sér mjög vel þær fjárfestingar sem það ætlar út í því miklar sveiflur geta orðið á markaði, sérstaklega erlendis. Ef við segjum að hægt sé að ná 5% ávöxtun á peningum upp í 10%, að ég ekki tali um 15%, þá skiptir það sköpum ef við erum að tala um 20 til 30 ára tímabil. Munur á ávöxtun um 5 til 10% yfir svona langan tíma er dæmi upp á margar milljón- ir ef ekki tugmilljónir króna," sagði Jafet S. Ólafsson.-SG ■ Sjómannablaðið Víkingur - 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.