Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 12
Nýsmíði fiskiskipa
Fjöldi skipa í smíðum
í Kína og Chile
Mörg fiskiskip eru nú í smíðum
fyrir íslenskar útgerðir í Kína og
nokkur í Chile. Hér er fyrst og fremst
um nótaskip að ræða með fjölhæfum
möguleikum, en einnig eru að minns-
ta kosti tveir ísfisktogarar í smíðum í
Kína. Annar er fyrir Guðmund
Runólfsson en hinn fyrir Gullberg á
Seyðisfirði. Þetta eru fyrstu ísfisktog-
ararnir sem smíðaðir eru fyrir
íslendinga í mörg ár. Þeir verða af
sambærilegri stærð og Málmey,
aðeins styttri og heldur breiðari. Helgi
Kristjánsson hjá Skipatækni, sem
hannaði togarana, segir að gengið
hafi verið frá samningum um smíðina
fyrir skömmu. Kínverjum sé mikið í
mun að uppfylla allar kröfur sem set-
tar eru um allt er viðkemur smíðinni
og vanda til verka.
Á vegum Skipatækni er í Kína
Stýrimannaskólinn
Kostaboð um
kaup á sjón-
siglingakerfi
Stýrimannaskólinn í Reykjavík hefur fengið mjög hagstætt
tilboð um kaup á svokölluðu sjónsiglingakerfi. Skólinn þarf
að fá um níu milljón króna fjárveitingu til að unnt verði að kaupa
þetta kerfi og er vonast til að fjárlaganefnd sjái til þess að af
kaupunum geti orðið.
Þetta kom fram í samtali blaðsins við Guðjón Ármann
Eyjólfsson skólameistara Stýrimannaskólans. Hann sagði að
tilboðið hefði borist frá þeim aðila sem seldi skólanum siglin-
gasamlíkinn, fiskveiðisamlíkinn og Vélskólanum vélaherminn.
„Ég fékk mjög hagstætt tilboð um sjónsiglingakerfi, meira en
helmingi lægra en áður og kort umhverfis allt ísland fylgir í
kaupbæti. í stuttu máli vinnur þetta kerfi vinnur þannig, að þegar
verið er að sigla í siglingasamlíki þá má sjá land, vita, baujur og
skip framundan og þetta venur menn á það að líta út um glugg-
ann. Við höfum fyrst og fremst æft ratjsársiglingar en þetta yrði
skref framávið," sagði Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari.
Því verður ekki að trúað að óreyndu að fjárveitingavaldið komi
ekki til móts við Stýrimannaskólann í þessu efni og geri honum
mögulegt að festa kaup á þessum búnaði. ■
Útlitsmynd af ísfisktogurunum sem eru í smíðum í Kína.
verið að Ijúka við smíði á skipi fyrir nót og flottroll sem Örn
Erlingsson skipstjóri og útgerðarmaður í Keflavík er eigandi að.
Skip af svipaðri gerð er í smíðum í Chile fyrir Huginn í
Vestmannaeyjum og dæmigerður vertíðarbátur er í smíðum í Chile
fyrir Happa í Keflavík. Þá eru einnig skip í smíðum fyrir ýmsa aðila
á vegum Skipasýnar, Fengs og Ráðgarðs Skiparáðgjöf. Þar af er
eitt olíuskip fyrir Olíudreifingu. ■
Mikil hækkun olíuverðs hefur haft mikil áhrif á launakjör sjó-
manna. Grétar Mar Jónsson forseti FFSÍ segir, að vegna
þessara hækkana fari nú 30% aflaverðmætis framhjá skiptum.
Fyrir einu ári hafi þetta verið 20%. Ennfremur segir Grétar Mar,
að á síðasta ári hafi olíukostnaður flotans hækkað um tvo og
hálfan milljarð króna. Af þeirri upphæð hafi sjómenn borgað
1.600 milljónir og því sé afkoma þeirra verulega tengd olíuverði
Þá telur hann að útgerðir sem afla vel en reka skip sem eyða
lítilli olíu hafi hagnast á hækkandi olíuverði vegna þátttöku sjó-
manna í að borga niður olíuverðið. ■
12 - Sjómarmablaðið Víkingur