Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 31
Willard brá sér gjarnan í róður þegar hann fór á fornar slóðir norð- ur í Grímsey. ur og við vorum strax mjög heppnir. Við rérum bæði frá Grindavík og Reykjavík og vorum hæstir yfir Faxaflóann þessa vertíðina. Þetta var þvi ágætis byrjun.Þá var þessi hefðbundna vetrarvertíð, byrjað á línu í janúar og skipt svo yfir á netin um mánaðamótin febrúar - mars. Það fór eftir því hvenær loðnan kom og oft var verið með netin á grunnu vatni.“ -Varstu þar með farinn að heiman? „Já, því síðan var ég á síld á þessu skipi og þar með var þetta orðið samfellt. Þetta hefur verið árið 1956. Það sumar vorum við ráðnir uppá að vera í síldarleit og í rannsóknum.Við vorum með nót og veiddum sjálfir og teknar einhverjar prufur úr aflanum. Okkar hlutur var hins vegar reiknaður sem meðalhlutur af fimm aflahæstu skipunum. Ef ég man rétt var hluturinn 25 þúsund krónur sem var stórfé. Þetta var að vísu endaslepp vertíð en fiskaðist vel meðan á henni stóð. Eftir seinna sumarið á Arnfirðingi fór ég í Stýrimanna- skólann um haustið." -Hvað þótti þér um það nám sem þar var boðið uppá? „Þetta var mjög gamaldags nám og nánast engin tæki til kennsl- unnar. Einn gamall radar og eitt A-Lorantæki í skólanum. Þetta virt- ist mest vera uppá seglskútur, sem þó voru orðnar úreltar þá. Ég fór svo aftur í skólann fyrir tveimur árum og þá var orðin gífurleg bylting varðandi tæki og annað. Eftir skólann fór ég sem stýrimaður á Fjalar frá Vestmannaeyjum. Það var Grímseyingur sem var með hann, Daníel Fiske. Ég var á Fjalari eina vertíð og svo á síld um sumarið. Síðan tók Grindavík við, enda var ég trúlofaður stúlku þaðan. Það sagði mér einn sem hafði trúlofast stúlku úr Grindavík að það hefði aldrei verið hægt að draga kvenmann úr Grindavík út fyrir þorpið! En hvað sem hæft er í því þá höfum við búið hér alla tíð og mér finnst gott að eiga heima í Grindavík. Eftir Sjómanna- skólann fór ég á bát frá Hafnarfirði sem Björgvin Gunnarsson mág- ur minn var skipstjóri á. Þar var ég stýrimaður eina vertíð en síðan fórum við yfir á Hrafn Sveinbjarnarson, 60 tonna bát sem kallaður var litli Hrafninn." Skipstjóri á „barnaheimili“ „Ég var stýrimaður á Hrafninum í tvö eða þrjú ár. Þá kom Hrafn Sveinbjarnarson III. og þá byrjaði ég sem skipstjóri á Hrafni II. en Björgvin tók nýja skipið. Ég þurfti á ráða nýja skipshöfn og þetta voru allt mjög ungir strákar úr Grindavík. Sá sem var að munstra spurði: Er þetta ekki einhver misskilningur. Er ekki verið að munstra á barnaheimili? En þetta voru fínustu strákar. Svo fengum við Björgvin mágur og annar mágur minn, Dagbjartur Einarsson, út- gerð í magann nokkrum árum seinna og keyptum Húsavíkurbátinn Héðinn og nefndum hann Geirfugl. Fjórði maðurinn í fyrirtækinu, Kristján Finnbogason, var vélstjóri. Þannig byrjaði útgerðin hjá okk- ur. Þá vorum við allir um borð, ég stýrimaður og Björgvin skipstjóri. Svo keyptum við loðnuskip sem Björgvin fór á en ég tók við Geir- fuglinum. Síðan keyptum við bát sem nefndum Grfmseying. Ég var á honum þar til lokið var við smíði Grindvíkings árið 1978. Við Björgvin vorum með hann til skiptis til að byrja með þar til hann fór í land. Þetta eru komin yfir 20 ár sem ég hef verið með Grindvíking. En nú er ég hættur og Rúnar Björgvinsson tekinn við. Þetta er orðið nógu langt úthald og vitaskuld gengið á ýmsu. Það hefur ekki alltaf verið logn. Ég er þakklátur fyrir það að það hafa engin alvarleg slys orðið um borð hjá mér. Grindvíkingur er fyrst og fremst loðnuskip en við gerðum hann út á rækju I nokkur ár. Settum frystingu í hann og svo hrognafrystingu og við vorum eina skipið sem frysti loðnu- hrogn, en að vísu var loðnufrysting í eitt ár um borð í Hákoni frá Grindavík. En þegar loðnufrysting var komin í iandi hér sunnan- lands borgaði þetta sig ekki lengur." Kvóti nauðsynlegur Auðvitað fór það svo að talið barst að kvótakerfinu. Willard er sannfærður um að það að koma á kvóta hafi verið bráðnauðsyn- legt, þrátt fyrir alla þá galla sem hann segir vera á núgildandi kerfi. „Við vorum mjög vel settir með kvóta þegar hann var settur á því skipunum hafði gengið vel. Það var meira að segja svo mikill kvóti fyrst að skipin okkar náðu ekki að fiska þann kvóta sem við mátt- um. Þá getur maður séð hvernig ástandið var orðið. Það besta sem hefur komið fyrir þjóðina er kvótinn, með öllum sínum göllum. Ég veit ekki hvar við værum ef kvótinn hefði ekki komið. Það kemur aldrei upp í umræðunni. Með þeirri tækni sem er fyrir hendi hefði verið hægt að drepa allt. Það sem skekkir kerfið mest er hins vegar framsalið. En menn hafa bara ekki komið fram með neitt betra en kvótann." -Menn greinir á um árángur ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar- innar. Hvert er þitt álit? „Yfirleitt hef ég verið nokkuð sáttur við ráðgjöfina. Sérstaklega þar sem ég þekki helst til, það er í loðnu og síld. Hins vegar er ég ákaflega ósáttur við það hvernig búið er að fara með síldarstofninn og mér sýnist menn ætla að eyðileggja hann alveg og jafnvel loðn- una líka. Það gerir þetta flotttroll sem ég er alveg á móti. Að elta sömu torfuna sólarhring eftir sólarhring og jafnvel mánuð eftir mán- uð nær engri átt. Við vorum nær því að eyðileggja síldarstofninn einu sinni. Það er eitt af því sem virðist aldrei hafa komið fram að við vorum að króa síðustu pöddurnar sem við vissum af austan við Ingólfshöfða. Þá leist okkur skipstjórunum ekki á blikuna og höfðum samráð gegnum talstöðina um áskorun til Hafrannsóknarstofnunar- innar að stoppa þetta. Það var strax gert. Svo kom stofninn aftur upp og farið að veiða í reknet. Síðan komu nótaveiðar og menn tóku leyfilegan kvóta í nót. Samt fóru þeir að hleypa þessum flott- trollum að og ef ekki verður tekið á því stefnir í algjört óefni.“ Sjómenn verða að hafa góð laun Við Willard fengum okkur meira kaffi og konfekt og héldum áfram að spjalla um sjóinn og sjómennsku. Það má segja að hann hafi lengi verið báðum megin borðs sem skipstjóri og útgerðarmaður. Ég nefni að nú virðist vera orðið erfitt fyrir sjómenn að ná samning- um við útgerðarmenn um kaup og kjör og ríkið komið til skjalanna með setningu laga. Spyr hvort ekki sé hægt að semja um kjör sjó- y Áhöfnin á Grímseying að störfum. Sjómannablaðið Víkingur - 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.