Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 44
Rætt við Jafet S. Ólafsson verðbréfamiðlara um nauðsyn sparnaðar og helstu leiðir til að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þegar eftirlaunaaldri er náð Jafet S. Ólafsson: Það er sláandi hvað sú kynslóð sem nú er að komast á eftirlaunaaldur býr við slæm kjör. r Aundanförnum fjórum til fimm árum hefur orðið grundvallarbreyt- ing á viðhorfi fólks til sparnaðar. Stærsta ástæðan fyrir því er sú að fólk hefur verið að gera sér grein fyrir því að menn gera ekk- ert minni kröfur til þess að hafa peninga umleikis eftir að komið er á eftirlaunaaldur. Einnig stefnir fólk að því að geta hætt að vínna fyrr en mæður okkar og feður gerðu. Þá er gjarnan horft til 65 ára ald- urs eða jafnvel fyrr. En til þess að svo megi verða þarf að vera búið að byggja upp ákveðinn sparnað svo menn geti lifað áhyggju- lausu ævikvöldi. Það er mjög sláandi með þá kynslóð sem er að komast á lífeyrisaldur núna að þeirra kjör eru mjög slæm. Ég hef til að nefna dæmi úr bankageiranum af því ég starfaði sem útibússtjóri í mörg ár. Menn voru þokkalega launaðir þar en launin byggðust dálítið upp á því að menn voru með mikla yfirvinnu og bílastyrki sem ekki fékkst greiddur lífeyrir af. Svo við tökum ein- falt dæmi af manni sem hafði 300 þúsund krónur í mánaðarlaun þegar hann hætti störfum þá hafði verið greitt til lífeyris af 150 þús- und krónum mest alla starfsævi hans, ef við tökum þetta sem fram- reiknaða tölu. Hann er þá kannski með kringum 110 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur og fallið frá 300 þúsundum er mjög mikið. Því segjum við að fólk verði að byggja upp sinn eigin lífeyri. Það getur ekki treyst á að lífeyrissjóðsgreiðslur tryggi því þau góðu laun sem það hefur í dag segir Jafet S. Ólafsson". -Og hvernig á að byggja upp eigin Iffeyri? „Það eru nokkrar aðferðir til þess að gera það á skipulagðan hátt. í fyrsta lagi að greiða viðbótarlífeyrissparnað, þessi tvö prósent sem við hvetjum alla til að gera. Ennfremur að búa sér til sinn eigin verðbréfasjóð á skipulagðan hátt. Leggja til hliðar einhverja á- kveðna fjárhæð í hverjum mánuði sem þá er varið til verðbréfa- kaupa. Þar hvetjum við fólk fyrst og fremst að setja ekki öll eggin í sömu körfuna, heldur sé þetta sambland af innlendum og erlendum hlutabréfum og ríkistryggðum bréfum. Við getum tekið húsbréf sem dæmi. Það sé gott að eiga húsbréf sem eru til 25 ára og þau eru alltaf markaðsvara. Ef við tökum hlutabréfin þá sýnir meðaltal síð- ustu 40 ára í Bandaríkjunum að meðalávöxtun hlutabréfa er um 12% á ári meðan almenn ríkisskuldabréf hafa gefið mönnum um 5% ávöxtun. Þrátt fyrir áhættur og sveiflur sem fylgja hlutabréfum þá er ávöxtun þeirra almennt mun betri heldur en af bankainni- stæðum og ríkistryggðum skuldabréfum. En íslendingar er gjarnir á að stökkva dálítið til í þessum fjárfestingum. Menn heyra af ein- hverju fyrirtæki sem er talið mjög gott og setja kannski alltof mikið 44 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.