Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 39
leyfilegan hámarksafla á næsta fiskiveiðiári. Þar gerir forstjóri Sam-
herja meðal annars að umtalsefni orð forseta FFSÍ um ákvörðun
ráðherra og segir á einum stað: „Þá eru ummæli hans um brottkast
afla mjög alvarleg. Það er lögbrot að henda afla og honum ber
skylda til að upplýsa hverjir eru þarna að verki.“
Þegar Mbl. greinir frá athugun Fiskistofu fimm dögum seinna er
leitað álits sjávarútvegsráðherra. Flann segir meðal annars að allir
hagsmunaaðilar hafi sagt við sig að herða þyrfti eftirlit með brott-
kasti afla og hann hafi ákveðið að gerð verði athugun á veiðislóð-
inni. Eftirlit með brottkasti verði aukið, enda trufli brottkast þau gögn
sem Hafrannsóknarstofnun hafi til úrvinnslu. Ráðherra segir að allir
aðilar verði að taka höndum saman um að koma í veg fyrir brott-
kast afla. Guðjón A. Kristjánsson tekur í sama streng og segir mikil-
vægt að upplýsingar um brottkast komi upp á yfirborðið.
Viðbrögð hagsmunaaðila
í Mbl. 23. júní er rætt við hagsmunaaðila um brottkastmálið. Grét-
ar Mar Jónsson forseti FFSÍ segir niðurstöðu Fiskistofu ekki koma
á óvart. „Brottkastið er það sem maður hefur vitað til margra ára,
komið oft inná og bent á, að það er einn af þeim fylgfiskum núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfis sem menn hafa raunverulega stungið í
sandinn og haldið að allt væri í lagi.“ Ennfremur segir Grétar Mar:
„Leikreglurnar verða að vera þannig að menn sjái sér ekki hag í því
að henda fiski í sjóinn, hvaða leiðir sem eru notaðar og hvaða fisk-
veiðistjórnunarkerfi sem er.“
Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambandsins segir m.a. í
Mbl. að ekkert sé til varnar annað en stóraukið eftirlit og bætir við:
„Ég hef verið að reyna að leggja áherslu á að framsal veiðiheimilda
væri stór þáttur í brottkasti en fengið lítinn hljómgrunn. Það þarf
engan hagfræðing eða viðskiptafræðing til að segja mér það, að sá
maður sem kaupir veiðiheimild fyrir 110 krónur kemur ekki með afla
að landi sem hann fær minna fyrir.“ Helgi Laxdal formaður Vél-
stjórafélagsins segir í Mbl. að niðurstöður Fiskistofu séu í samræmi
við það sem hann hafi heyrt annars staðar. „Skip með heilsársveiði-
rétt eru ekki að kasta en það er ákveðinn áhættuhópur í þessu og
það eru bátar með lítinn veiðirétt og bátar með sérveiðiheimildir
sem eiga kannski ekki fyrir aflanum." Helgi segir að auðvitað þurfi
að rannsaka þetta og komast að niðurstöðu.
í blaðinu er haft eftir Friðriki Arngrímssyni framkvæmdastjóra LÍU
að gögn Fiskistofu séu sláandi en fráleitt lýsandi fyrir almennt á-
stand. „Við erum hins vegar fylgandi því að gripið verði til aðgerða
gegn brottkasti þar sem það viðgengst og það eru allir hagsmuna-
aðilar sammála um það,“ segir Friðrik meðal annars.
Morgunblaðið ræðir einnig við nokkra skipstjóra. Sigurður Har-
aldsson á Björgúlfi EA segist geta fullyrt að ekki sé hent jafnmiklu
af fiski á togurunum nú og áður var. „Líklega er brottkastið aðallega
stundað hjá þeim sem þurfa að kaupa eða leigja kvóta," segir Sig-
urður og kennir fiskiveiðstjórnunarkerfinu um. Sigurður Marinósson
á Báru ÍS og formaður Landssambands kvótalítilla skipa þvertekur
hins vegar fyrir að brottkast sé bundið við skip sem þurfi að kaupa
eða leigja aflaheimiidir. Hins vegar telur hann að brottkast sé stund-
að í meira mæli en áður enda hvetji núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfi til þess. „Kerfið býður uppá brottkast, við verðum að viður-
kenna það,“ segir Sigurður.
í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um málið og minnt á að blaðið
hafi árið 1995 fengið nokkra blaðamenn sína til að ræða brottkast
fisks við sjómenn í flestum landshlutum. Stór hluti þeirra hafi óskað
nafnleyndar. Helstu niðurstöður þeirra viðtala hafi verið þau að
flestir viðmælendurnir höfðu sjálfir tekið þátt í því að kasta fiski út-
byrðis, sumir í stórum stíl og nefnt fjölda tilvika. Líkur á að fiski væri
hent virtust af viðtölunum vera minni, ef skipin voru kvótasterk, en
ef um kvótalítil skip var að ræða.
Valsinn stiginn
Umræðan fyrstu dagana eftir að upplýsingar Fiskistofu lágu fyrir
var þó bara forleikur að brottkastvalsinum sem brátt var stiginn með
mikilli sveiflu. Skipstjórar nær 30 frystitogara sendu sjávarútvegs-
ráðherra áskorun um að fram færi opinber ransókn á brottkasti afla
hjá öllum skipaflokkum og ennfremur eftir veiðarfærum. Eins og vik-
ið er að hér í upphafi komu sjómenn fram í fjölmiðlum og sögðu frá
brottkasti. Fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni upplýsti að
hann hefði á sínum tíma skrifað Þorsteini Rálssyni þáverandi sjáv-
arútvegsráðherra bréf og lýst yfir áhyggjum af brottkasti en ekki
verið virtur svars. Umræðan um brottkastið verður ekki frekar rakin
hér enda má segja að fátt eitt nýtt hafi komið fram. Þó kom upp nýr
vinkill þegar fiskverkandi af Suðurnesjum brá sér í dansinn og upp-
lýsti að hann hefði tekið við afla sem menn flökuðu um borð og
köstuðu í poka fremur en að kasta honum í sjóinn. Þessum fiski var
landað framhjá vikt og seldur dýrum dómum úr landi. Fiskverkand-
inn kvaðst segja frá þessu til að benda á hve stjórnkerfi fiskveiða
væri vitlaust og bjarga verðmætum, enda hafi afurðirnar verið seld-
ar fyrir 60 - 80 milljónir króna. Fiskverkandinn gengur nú undir nafn-
inu Hrói Höttur.
Nefndir og starfshópar
Sjávarútvegsráðherra lét málið til sín taka í byrjun júlí og ákvað
að láta meta raunverulegt umfang brottkasts og að gripið verði til
viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir það. Til þessa verks skip-
aði hann sérstaka verkefnisstjórn og er um ræða það sem kalla má
stofnananefnd. Formaður er skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneyt-
inu og aðrir eru fulltrúar Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunarinnar,
Landhelgisgæslu og annar fulltrúi skipaður af ráðherra án tilnefn-
ingar. Þá fann ráðherra einnig nefnd sem var skipuð í fyrrasumar
og ætlað það verkefni að kanna mismun á starfstöðu landvinnslu
og sjóvinnslu. Að höfðu samráði við ráðherra hefur nefndin, sem
Gunnar I. Birgisson alþm. stýrir, samið við Gallup um könnun á um-
fangi og ástæðum brottkasts. Þá ákvað ráðherra að Fiskistofa réði
þegar fimm eftirlitsmenn til viðbótar og aðra fimm í upphafi næsta
árs ef þörf þykir. Einnig óskaði ráðherra eftir því að umgengnis-
nefnd um auðlindir sjávar, sem Sævar Gunnarsson stýrir, leggi sér-
staka áherslu á brottkastið.
Loks er þess að geta að sjávarútvegsráðherra skipaði starfshóp
sem á að taka til athugunar hvort eftirlitsmyndavélar geti komið í
stað eftirlitsmanna um borð í fiskiskipum. Þótti þá ýmsum stungin
tólg. Formaður hópsins er framkvæmdastjóri LÍÚ.-SG ■
Öryggishandbók
sjómanna
ÍSLENSKA BÓKAÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Sjómennska
og siglingafræði - Öryggishandbók sjómanna og er þetta þriðja
útgáfa bókarinnar. Bókin er að stofni til þýdd úr norsku en ís-
lensku efni bætt við. Ritstjóri bókarinnar er Örlygur Hálfdánar-
son, sem er kunnur fyrir áhuga á öryggismálum sjómanna. Um-
són með þýðingu hafði Vilmundur Víðir Sigurðsson.
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna ritar
formála að bókinni og segir þar í upphafi:
„í þriðja sinn er ráðist í útgáfu á Sjómennsku og siglingafræði
- öryggishandbók sjómanna, bók sem ætti að vera til í öllum
skipum og á heimilum sjómanna. Hér er á ferðinni handbók sem
enginn sjómaður á að láta framhjá sér fara því hún býr yfir ó-
grynni fróðleiks og upplýsinga sem hver sá sem á sjó fer, hvort
heldur er vegna atvinnu eða skemmtunar, hefur not fyrir. Hand-
bókin er einnig mjög góð fyrir alla þá sem hyggjast hefja sjó-
mennsku í fyrsta sinn þar sem hún útskýrir á einfaldan hátt
grundvallaratriði sjómennsku. ■
Sjómannablaðið Víkingur - 39