Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 36
Eimskip
Umfangsmiklar
breytingar á
flutningakerfi og skipakosti
Eimskip hefur ákveðið að gera umfangsmiklar breytingar á flutn-
ingakerfi félagsins í Evrópusiglingum, sem koma til fram-
kvæmda i október. Skipakostur félagsins verður endurnýjaður í
tengslum við þessar breytingar og tekin verða í notkun stærstu og
fullkomnustu skip, sem félagið hefur verið með í rekstri. Markmið
þessara breytinga er að auka hagkvæmni í rekstri siglingakerfisins
og styrkja samkeppnishæfni félagsins með öflugri og afkastameiri
skipakosti. Tvö ný og hraðskreið skip munu leysa fjögur skip af
hólmi í Evrópusiglingum á sama tíma og flutningageta mun þar
aukast til að mæta aukinni flutningaþörf undanfarinna missera.
Undanfarin ár hefur félagið rekið sex skip í siglingum til Evrópu-
hafna, sem hafa verið með flutningsgetu frá 400 og upp í 1.000
gámaeiningar. Tvö skip hafa siglt á „Suðurleið" til Bretlands og
Hoilands með viðkomu í Vestmannaeyjum, tvö hafa siglt á „Norður-
leið“ til Færeyja, Þýskalands og Skandinavíuhafna og tvö á
„Strandleið“ til Færeyja, Bretlands og Hollands með viðkomu á
Eskifirði.
Tvö ný stór skip
Eimskip mun taka í notkun tvö nýleg systurskip með 1.457
gámaeininga burðargetu og munu þau leysa fjögur skip af hólmi,
þar af þrjú leiguskip. Fyrra skipið, Goðafoss, kom til landsins 12.
september. Það er sjötti Goðafossinn í eigu félagsins frá upphafi.
Skipstjóri er Engilbert Engilbertsson. Siglingakerfi félagsins breytist
þannig, að í stað sex skipa á siglingaleiðum til Evrópu, munu fjögur
skip annast alla gámaflutninga félagsins til og frá höfnum á megin-
landi Evrópu og í Skandinavíu. Þrátt fyrir fækkun skipa mun flutn-
ingsgeta félagsins aukast nokkuð í siglingum milli íslands og Evr-
ópu. Nýju skipin munu verða á nýrri siglingaleið félagsins. Viðkomu-
hafnir verða í Reykjavík, á Grundartanga og Eskifirði hér á landi og
erlendis í Færeyjum, Hollandi, Þýskalandi og í Danmörku, Svíþjóð
og Noregi. Áætlun skipa á „Suðurleið", sem sinnt hefur álflutningun-
um frá Straumsvík, ásamt útflutningi frá íslandi og innflutningi frá
Immingham og Rotterdam, verður óbreytt.
Eitt skip verður áfram í vikulegum strandflutningum við ísland og
ekki eru fyrirhugaðar sérstakar breytingar á hálfsmánaðarlegum
Ameríkusiglingum tveggja skipa félagsins.
Lang stærstu skipin í rekstri félagsins
Hin nýju skip eru smíðuð í Örskov Værft í Danmörku árið 1995.
Burðargeta hvors skips er 1.457 gámaeiningar, sem er nálægt 50%
meiri burðargeta en í Brúarfossi, sem er nú stærsta skip í rekstri fé-
lagsins. Lengd skipanna er 165,6 metrar og breidd 27,2 metrar.
Skipin geta tekið á þilfari 11 gáma í breiddina í stað 9 á Brúarfossi
og verður Jakinn, gámakrani félagsins í Sundahöfn lengdur til að
geta náð til allra gáma skipsins. Skipin henta vel til að sinna fjöl-
þættum flutningaþörfum viðskiptavina félagsins, hvort sem er í inn-
flutningi eða útflutningi. Skipin eru t.d. með um 400 frystigáma-
tengla og á ýmsan hátt sérhönnuð til frystigámaflutninga og er
hægt að fylgjast með hitastigi og ástandi frystigáma úr stjórnbrú
skipsins. Skipin eru einnig sérstaklega hönnuð með það í huga að
geta flutt hágáma í lestum skipanna, en notkun slíkra gáma hefur
verið að aukast á undanförnum árum. Á skipunum eru tveir 40
tonna kranar, sem gerir lestun og losun skipanna mögulega, þar
sem ekki eru kranar í landi.
Skipin rista 8,95 metra fulllestuð, sem er nokkuð meira en djúp-
rista núverandi skipa. Þrátt fyrir það komast þau auðveldlega að
bryggju í Reykjavík og á öðrum þeim höfnum, sem siglt verður til
hér á landi og erlendis.
Aðalvél skipanna er MAN B&W með um 21.000 hestöfl sem skil-
ar skipunum áfram með 20 sjómílna hraða á klukkustund. Til sam-
anburðar þá eru hraðskreiðustu skip félagsins nú með um 17 sjó-
mílna ganghraða. Gert er ráð fyrir að 14 manna áhöfn verði á
hvoru skipi, en auk þess verður aðstaða fyrir a.m.k. 6 farþega.
Á skipunum verða íslenskar áhafnir og þeim verða gefin fossa-
nöfn.
Eimskip hefur tryggt sér kauprétt á hinum nýju skipum og er
kaupverð þeirra beggja um 3,5 milljarðar króna. Ekki hefur verið
gengið endanlega frá fjármögnun skipanna, en gert er ráð fyrir, að
þau verði fjármögnuð með leigukaupasamningi í stað beinna
kaupa.
Þremur ieiguskipum skilað og eitt selt
í tengslum við þessar breytingar verður leiguskipunum Thor
Lone, Hanse Duo og Hansewall skilað úr leigu og Brúarfoss verður
settur á sölulista. Selfoss og Lagarfoss verða í siglingum til Imming-
ham og Rotterdam á „Suðurleið" og Bakkafoss og Goðafoss í Am-
eríkusiglingum. Mánafoss verður áfram í strandsiglingum.
Þessar umfangsmiklu breytingar á siglingakerfi og skipastól fé-
lagsins hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma og eru liður í að
auka flutningsgetu og hagkvæmni í rekstri og taka í notkun yngri og
fullkomnari skip. Eftir þessar breytingar fækkar skipum félagsins,
sem eru í föstum áætlunarsiglingum úr 9 í 7, þar sem fjögur verða í
Evrópusiglingum, tvö í Ameríkusiglingum og eitt í strandsiglingum.l
Skip á skrá
Siglingastofnun heldur skipaskrá lögum samkvæmt. Þann 1. jan-
úar á þessu ári voru alls 2.412 skip á skrá, þar af voru 1014 þil-
farsskip og hafði þeim fjölgað um 59 frá fyrra ári. Skráðir opnir
vélbátar voru 1.398 og hafði þeim fjölgað um tvo. Breytingar á
skipaskrá, það er eigendaskipti, breytingar á umdæmisnúmer-
um, heimahöfn og fleira, áttu sér stað i 460 tilvikum á síðasta ári
samanborið við 500 breytingar árið 1998. Nýskráningar voru alls
121 og afskráningar 60. ■
36 - Sjómannablaðiö Víkingur