Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 41
ingu en þekkist hjá flestum fyrirtækjum í landi. Útgerð og á- höfn nýtir sér Netið sem upplýsingaveitu og samskiptatæki, fær ódýrt símasamband um Netið, nýtir sér tölvupóst og alla fjarskiptatækni um Netið til öryggis, afþreyingar og sparnað- ar. Þá er unnt að greina bilanir og þjónusta skipin um Netið sem getur sparað útgerðinni stórfé og tíma, auk þess sem búnaður um borð getur verið sítengdur útgerðinni og skipin tengd upplýsingakerfi útgerðar. Prófanir við erfiðar aðstæður Tilgangurinn með uppsetningu Nethnattar Tæknivals um borð í Mánafossi er að sögn Bergsteins Hjörleifssonar ráð- gjafa hjáTæknivali að sýna að það sé raunhæfur möguleiki að útvega sjófarendum þá miklu bandbreidd við Netið sem gervihnattatenging felur í sér. Ómar Örn Ólafsson, tæknilegur ráðgjafi Tæknivals tekur í sama streng og segir: „Markmiðið er að fá reynslu við erfiðar aðstæður. Mánafoss er strandferðaskip og hentar vel vegna þess hve oft er komið að landi og skipið er í stærðarflokk sem við stílum á. Ekki spillir að þetta er skip með mjög háa brú sem þýðir að það reynir mikið á stöðugleika sendis vegna hreyfinga skipsins á siglingu." -Hvað gerist næst í þessum málum? „Núna þegar prófunum er að Ijúka munum snúa okkur að mark- aðssetningu og sölu, við munum einbeita okkur að togaraflotanum og millilandaskipum, erlendir markaðir eru svo í skoðun," segir Ómar Örn. ■ Globalstar komið í notkun á öllu Atlantshafi Nýtt farsímakerfi sem bætir öryggi sjómanna Handhafar GSM korta Landssímans geta nú notað kortin í Globalstar samhæfðum símum með úrvali þjónustu svo sem SMS, VIT og fengið einn reikning fyrir venjulega notkun og notk- un á gervihnattasambandi. Símanúmer íslenskra sjómanna sem nýta sér kerfið er bara venjulegt GSM númer. Globalstar far- símakerfi um gervihnetti er komið í gagnið á öllu Atlantshafi og býður upp á ýmsa þjónustu svo sem gagnaflutning, fax, stað- setningarþjónustu og fleira. Jóhann F. Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Martels segir að Globalstar hafi reynst með ágæt- um í prófunum og notkun og segja mætti að með því hafi örygg- ismál sjómanna tekið langstökk inn í nýja öld. Dauðir blettir eða sambandsleysi vegna truflana eða álags sé nánast horfið. Skip- verjar á víkingaskipinu íslendingi voru í sambandi við umheiminn með hjálp Globalstarsíma meðan á siglingunni stóð. Globalstar Atlantic var stofnað árið 1996 og er hluti af Martel ehf. Globalstar Atlantic er rekstraraðili og eigandi Globalstar kerfisins á Grænlandi, íslandi og í Færeyjum. Að auki annast Globalstar Atlantic með samstarfsaðilum þjónustu við sjávarút- veg í Noregi og Danmörku og olíuiðnaðinn í Norðursjó. Einnig ber það ábyrgð á þjónustu utan 200 mílna marka í Norður-Atl- antshafi allt suður að Azoreyjum. Globalstar er GSM samhæft en tengingin í gegnum gervi- hnettina byggir á nýjustu aðferðum í rásanýtingu, það er CDMA, sem ESB hefur m.a. ákveðið að verði grunnurinn að næstu kyn- slóð farsímatækni. Á síðasta ári var gengið frá samkomulagi milli Globalstar Atl- antic og ísmar sem opnaði ísmar beinan aðgang að sölu búnað- ar og þjónustu við Globalstar gervihnattakerfið. ■ wi SJOMANNABLAÐIÐ IKIM Áskriftarsíminn er 562 9933 Landssimi Islands Háhraðatenging við skip f ársbyrjun 2002 Meðal nýjunga sem eru á döfinni hjá Landssíma íslands, til að gera fjarskipti við fiskiskip á hafi úti fullkomnari, er þjónusta sem nefnd er Inmarsat-GAN. Ólafur Stephensen forstöðumaður upp- lýsinga hjá Símanum segir skammstöfunina GAN standa fyrir Global Area Network. Sumir kalla þetta kerfi M4, en það stendur fyrir Mini M Multi Media og M4 var framleiðslunafnið þegar verið var að þróa þetta kerfi. Sú þjónusta sem hér um ræðir er einkum ætluð til gagnaflutn- inga og er hraðinn 64 kílóbitar á sekúndu. Þetta er nánast fram- hald af mini-M kerfinu og hefur til dæmis orðið mjög vinsælt meðal fréttamanna sem nú geta sent videomyndir og annað með tæki sem vegur aðeins um tvö kíló. Sérhönnuð tæki fyrir skip eru hins vegar ekki komin á markað. Þróunarvinna fyrir slík tæki er í gangi, kölluð Inmarsat-F og þau munu væntanleg á markaðinn í ársbyrjun 2002. Helsta vandamálið mun vera að hanna loftnet sem geta haldið stefnunni á gervihnöttinn þrátt fyrir hreyfingu skipsins. ■ Ný jarðstöð íslandssima Horft til skipaflotans Íslandssími hefur sett upp nýja og stóra jarðstöð og sótt um leyfi til að endurvarpa sjónvarpsefni og til gagnaflutninga milli staða og til skipa. Ekki lá fyrir þegar þetta er skrifað hvenær farið verð- ur að starfrækja stöðina sem kostaði um 70 milljónir króna. Að sögn forráðamanna Íslandssíma er meðal annars horft til skipa- fiotans þegar litið er á þá möguleika sem jarðstöðin býður uppá. „í byrjun er þessi stöð hugsuð sem varaleið okkar út úr land- inu en eftir er að taka ákvarðanir um hvenær við förum að nýta aðra möguleika sem stöðin gefur okkur en þeir eru miklir. Fyrir okkur er tiltölulega ódýrt að senda efni um stöðina en endabún- aður skipanna kostar hins vegar nokkuð. Tæknileg vandamál eru engin en við eigum eftir að kanna markaðinn. Þetta skýrist allt áður en langt um líður,“ sagði Snorri Pétur Eggertsson hjá Islandssíma í samtali við blaðið. ■ Sjómannablaðið Víkingur - 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.