Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 50
Maðurinn var búinn að liggja milli heims
og helju mánuðum saman og eiginkonan
hafði setið við rúmstokkinn alla daga. Einn
daginn virtist brá aðeins af honum. Hann
opnaði augun og benti henni að koma nær.
Sagði svo með augun full af tárum:
-Veistu hvað. Þú hefur verið hjá mér gegn-
um alla erfiðleika. Þegar ég var rekinn úr
vinnunni varst þú til staðar að styðja mig.
Þegar fyrirtæki mitt fór á hausinn varst þú
til staðar. Þegar ég varð fyrir byssuskoti
varst þú við hlið mér. Þegar við misstum
húsið varstu áfram kyrr hjá mér. Þegar
heilsan bilaði stóðst þú enn við hlið mér.
Veistu hvað ég er að hugsa?
-Hvað ertu að hugsa elskan?, spurði hún
og fann hlýja strauma fara um sig.
-Ég held að þú sért óheillakráka.
Hópur kvenna var að spila golf á sólrík-
um iaugardagsmorgni. Eftir teighögg frá
einni þeirra sjá þær sér til skelfingar að kúl-
an stefnir beint á hóp manna sem eru að
leika á næstu braut. Kúlan hittir einn mann-
anna og hann felur þegar báðar hendur í
skauti sér, fellur til jarðar og veltist þar um,
greinilega sárþjáður.
Konan þýtur þegar í stað til mannsins og
biður hann margfaldiega afsökunar.
„Leyfðu mér að hjálpa þór,“ segir hún síð-
an. „Ég er sjúkraþjálfari og ég veit að ég get
linað sársaukann ef þú leyfir mér það.“
„Ummph, óóóh nneiii, það verður allt í
lagi með mig. Þetta líður frá eftir nokkrar
mínútur,“ svaraði maðurinn andstuttur, enn í
hnipri með lúkurnar í klofinu.
En konan lét sig ekki og að lokum féllst
hann á að lofa henni að hjálpa sér. Hún tók
blíðlega um hendur hans og lét þær niður
með síðum hans, losaði um buxurnar,
smeygði hendinni inn fyrir og byrjaði að
nudda hann. Síðan spyr hún hvernig hon-
um líki þetta.
Hann svarar: „Þetta er frábært, en mér er
enn jafn skratti illt í þumalputtanum."
Á sínum tíma starfaði Haraldur hagyrðingur
Hjálmarsson frá Kambi í Útvegsbankanum.
Haraldur var gieðimaður og eitt sinn er
hann lenti á kendiríi varð honum það á að
skrifa ótæpilega út úr tékkheftinu.
Næsta morgun staulaðist Haraldur til
vinnu og voru heilsan og samviskan ekki
upp á sitt besta hjá honum. Fyrsti maðurinn
sem hann mætti var Adolf Björnsson starfs-
mannastjóri. Adolf var strangur og alvarleg-
ur á svip er hann sagði:
-Þetta er Ijótt með Tékkana.
-Já, ekki er það nógu gott, svaraði Harald-
ur, flóttalegur á svip.
-Nógu gott! Þetta er bara alveg hræðilegt,
sagði Adolf.
-Já, kannski má segja það.
-Við ætlum að hafa mínútu þögn í hádeginu
til að mótmæla þessu, sagði Adolf.
Þá þótti Haraldi full langt gengið og sagði:
-Nei, heyrðu mig nú, Adolf. Er ekki einum of
mikið gert úr nokkrum skitnum tékkum?
Þegar þeir höfðu rætt málið frekar kom í
Ijós að hér var um misskilning að ræða. Ad-
olf hafði verið að tala um innrás Sovét-
manna í Tékkóslóvakíu sem gerð hafði ver-
ið þá um morguninn, en sá atburður hafði
farið framhjá Haraldi.
Kona ein á besta aldrei ók fáfarinn sveita-
veg seint að kvöldi. Skyndilega kom upp bil-
un í bílnum og ekki varð lengra farið. Konan
hóf að ganga eftir veginum og eftir um kíló-
metersgöngu sá hún heim að sveitabæ og
steðjaði þangað. Hún barði að dyrum og út
komu tveir ungir menn.
„Getum við hjálpað þér fröken?“
„Bíllinn minn bilaði niðri á vegi. Getið þið
hringt í næsta þorp fyrir mig og fengið drátt-
arbíl til að draga bílinn á verkstæði?"
„Það er búið að loka öllu í þorpinu svona
seint. En við bræðurnir getum dregið bílinn
hingað heim með dráttarvélinni og þú getur
fengið að gista hjá okkur.“
Konan samþykkti þetta og bræðurnir drógu
bílinn heim að bænum.
Þegar ganga átti til náða stundu þeir bræð-
ur því upp að aðeins eitt rúm væri í kotinu
svo hún yrði að lúra þar hjá þeim. Konan sá
að ekki var völ á öðru og þau fóru öll að
fækka fötum. Svo segir konan:
„Þið eigið verjur, er það ekki?“
„Verjur? Hvað er það?“
„Þið vitið, smokkar."
„Til hvers eru þeir?“
„Til að koma í veg fyrir að ég verði ófrísk."
„Við erum fáfróðir sveitamenn og vitum
ekkert um svoleiðis hluti."
„Jæja, það vill svo til að fyrir tilviljun er ég
með tvo smokka í veskinu. Hérna, setjið þá
á ykkur."
Þeir gera sem hún segir og síðan eyða þau
nóttinni saman og fór vel á með þeim.
Næsta morgun hringja bræðurnir á dráttar-
bíl sem kemur og sækir bílinn og konuna.
Mánuði síðar sátu þeir á bæjarhellunni og
horfðu á sólarlagið. Þá segir annar upp úr
þurru:
„Manstu eftir konunni sem gisti hjá okkur
fyrir nokkrum vikum?“
„Já, ég gleymi henni seint."
„Skiptir það þig nokkru máli þótt hún verði
ófrísk?"
„Nehei.“
„Gott. Þá skulum við bara taka þetta af okk-
ur.“
Hafnfirðingur kom inn í herbergi ásamt
kunningja sínum og varð þá að orði:
-Mikið er dimmt hér inni. Hér hlýtur að hafa
verið slökkt lengi. ■
50 - Sjómannablaðið Víkingur