Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 62
Oliufélagið hf. ESSO með fjölbreytt úrval rekstrarvara
Voruhus ESSO einfaldar
innkaup og lækkar kostnað
Hvar geta fiskverkendur, verktakar og
verkstæði nálgast eitt mesta úrval lands-
ins á rekstrarvörum á einum og sama stað
þar sem þjónustan byggist á mikilli þekkingu
og langri reynslu? Svarið er einfaldlega
VÖRUHÚS ESSO. Þetta er að minnsta kosti
niðurstaðan þegar menn hafa kynnt sér það
vöruúrval sem þar er í boði og sú þjónusta
sem veitt er. Örn Þór Úlfsson er sölustjóri
sjávarútvegs hjá Olíufélaginu og öllum hnút-
ur kunnugur, með 10 ára reynslu á þessu
sviði.
„Fyrir u.þ.þ. tveimur árum ákvað Olíufélag-
ið að leggja meiri áherslu á sölu rekstrar-
vara til sjávarútvegsins, verktaka og verk-
stæða. í framhaldi af því eða fyrir ári síðan
keypti Olíufélagið svo Vöruhús íslenskra
sjávarafurða sem var stærst fyrirtækja í sölu
rekstrarvara til sjávarútvegs. Sú þekking
sem þar var fyrir fluttist hingað með Stefáni
Herbertssyni sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði.
Vöruhúsið er sérsvið innan Olíufélagsins sem fellur vel að þörfum
viðskiptavina félagsins sem að stórum
hluta tilheyra sjávarútveginum, verktök-
um og verkstæðum. Rekstur Vöruhússins
eykur hagkvæmni í innkaupum sem skii-
ar sér í betra verði til viðskiptavina okk-
ar,“ sagði Örn Þór í samtali við blaðið.
„Stundum verður vart við þann mis-
skilning að við séum að selja á hærra
verði en innlendir birgjar. Svo er alls ekki.
Stefna Vöruhúss ESSO er að selja á
sama verðlistaverði og innlendir birgjar.
Við lifum eingöngu á þeim afslætti sem
við fáum frá okkar innlendu birgjum á-
samt því að vera sjálfir í beinum innflutn-
ingi sem gerir okkur kleift að bjóða mjög
hagstætt verð. Hvað varðar dreifingu vör-
unnar til viðskiptavina þá tel ég hiklaust
að Olíufélagið sé með öflugasta dreifi-
kerfi sem völ er á fyrir landsbyggðina.
Með því að nýta það ásamt því að senda
vörurnar beint frá Reykjavík kemst varan
fljótt og örugglega til móttakanda" sagði
Örn Þór ennfremur.
Om Þór Ulfsson sölustjóri sjávarútvegs.
pöntun og móttöku
Þór Úlfsson.
er á hjá okkur. Þar má nefna allan hlífðar-
fatnað, skófatnað, hreinlætispappír, flugu-
bana, hreinsiefni, handverkfæri og áhöld og
þannig mætti lengi telja. Sömuleiðis bjóðum
við alls kyns íblöndunarefni fyrir matvæla-
framleiðendur, svo sem salt og ýmis íblönd-
unarefni fyrir fiskvinnslufyrirtæki og fleira.
Við bjóðum fyrirtækjum að koma til okkar í
svokallaða Al-lausn þar sem við bjóðum á-
kveðinn afslátt af hinum ýmsu vöruflokkum
gegn því að viðskiptavinurinn kaupi allar
þær rekstrarvörur og vinnufatnað sem þarf í
Vöruhúsi Esso. Hagræðingin við að versla
við okkur er fólgin í því að verðið er það
sama og hjá innlendum birgjum og mikill
sparnaður felst í því að taka þetta allt á ein-
um stað í stað þess að skipta við fjölmarga
sölustaði með tilheyrandi kostnaði. Flutn-
ingsgjöld eru lægri þar sem vörurnar koma í
einni sendingu og mikill tímasparnaður við
vörunnar og færri færslur í bókhaldi," sagði Örn
UQRIJHUS-
v______Einfaldari innkaup__
Góðar ástæður
hvers vegna þú sparar
á því að versla hjá okkur!
Sömu listaverð hjá Vöruhúsi ESSO og hjá
innlendum birgjum eða lægra
Eitt símtal og þú færð allar rekstrarvörur á
einum stað
Lægri flutningsgjöld þar sem að varan kemur í
stærri sendingum
Mikið vöruúrval
Það kom fram í máli Arnar að vöruúr-
valið er mikið og fjölbreytt og hann nefndi
að Vöruhús Esso selur rekstrarvörur
flestra innlendra framleiðenda auk eigin
innflutnings.
„Fiskvinnslufyriræki getur til dæmis
fengið allar þær rekstrarvörur sem þörf
Mikill tímasparnaður þegar pantað er og við
móttöku vörunnar. Færri færslur í bókhaldi
Eitt mesta rekstrarvöruval landsins fyrir
matvælavinnslur og sjávarútveg
Sími: 560-3300
Skjákaup ESSO
Vöruhús Esso er tæknilega mjög full-
komið og það hefur nú tekið í notkun það
sem nefnt er Skjákaup ESSO og gerir
mönnum kleift að gera öll sín innkaup á
vefnum.
„Menn fara inn á www.esso.is og fara
þar inn á Skjákaup ESSO og sækja um
að gerast viðskiptavinur á Netinu. Við
sendum umsóknina til baka ásamt lykil-
orði og í framhaldi af því getur viðkom-
andi flett í Vörulista eftir vöruflokkum eða
fundið vörur eftir vöruheiti o.s.frv. ásamt
því að sjá vöruverð. Þarna getur við-
skiptavinurinn sett upp sinn eigin vöru-
lista. Síðan má skoða eldri pantanir því
upþlýsingar um þær eru alltaf til staðar
og gera þantanir á grundvelli fyrri inn-
kauga eða breyta og bæta við. Við fáum
pöntunina samstundis og afgreiðum
hana. Þetta hefur gífurlegt hagræði í för
með sér og raunar geta menn verslað
með þessu móti á þeim tíma sólarhrings
sem þeim hentar. Ennfremur eru ýmis
sértilboð til notenda Skjákaupa. Þessi
nýjung hefur fengið góðar viðtökur og
ekki vafi á að viðskipti á Skjákaupum
eiga eftir að fara mjög vaxandi. Við að-
stoðum menn við að læra á þetta kerfi,“
sagði Örn Þór Úlfsson sölustjóri. ■
62 - Sjómannablaðið Víkingur