Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 22
hirt um að rannsaka málið með fullnægjandi hætti og gefið sér kost á að andmæla ásökunum útgerðarinnar um meint slæleg vinnu- brögð, atriði sem vörðuðu starfsheiður hans, þá hefði hið sanna komið í Ijós og úrskurðurinn væntanlega orðið á annan veg, þ.e.a.s að hann hefði staðið rétt að sviptingu haffærisskírteinisins. Þótt það skipti i sjálfu sér engu máli varðandi niðurstöðu þessa máls, sem hér er til umfjöliunar, þá er freistandi í þessu samhengi að benda hér á eitt atriði. Það verður að teljast einsdæmi miðað við þessa atvikalýsingu varðandi þennan stjórnsýsluúrskurð, að ráðu- neyti sem fellir áfellisdóm í formi úrskurðar vegna starfa starfs- manns innan stjórnsýslunnar, skuli af þessum sama starfsmanni vera sjálft borið sökum um að brjóta nákvæmlega þær sömu reglur stjórnsýslulaga og ráðuneytið byggði áfellisdóm sinn á. Skipið óhaffært Héraðsdómurinn taldi eðlilega að sú ákvörðun þar til bærs aðila að lögum, þ.e. skipaskoðunarmannsins, að svipta skipið haffæri væri gild, þótt ráðuneytið úrskurðaði síðar þá ákvörðun ómerka og ógilda. Það breytti í engu réttarstöðu skipverjanna á þeim tíma, sem ákvörðunin þeirra var tekin um riftun ráðningarsamningsins á grundvelli þess að skipið hafði verið svipt haffærisskírteininu og því ekki lengur haffært. En óneitanlega truflaði þessi stjórnsýsluúr- skurður málið við munnlegan málflutning þessa riftunarmáls. Dómsniðurstaðan Þeir skipverjar sem stóðu að þessum málaferlum voru skipstjór- inn, stýrimaðurinn, yfirvélstjórinn, vélavörðurinn og matsveinninn. Þar sem þessi mál voru sams konar var ákveðið að taka tvö mál fyrir sem prófmál og láta hin bíða á meðan. Af sérstökum ástæðum varð það niðurstaðan að láta reyna á mál stýrimannsins, sem full- trúa hinna yfirmannanna. Hvað skipstjórann snertir, þá varð að taka mál hans sérstaklega fyrir, þar sem réttarstaða skipstjóra er um sumt önnur samkvæmt sjómannalögum, en hjá öðrum skipverjum. Þess vegna var mál hans tekið sérstaklega fyrir og því tvö dóms- mál rekin. Niðurstaða héraðsdóms varð sú að sýkna útgerðina, þrátt fyrir að skipið væri óhaffært og skipstjórinn hefði ekki bætt úr því ástandi, sem hann reyndar átti engin tök á, sem er svo önnur saga. Þrátt fyrir að skilyrðum 19.gr. sjómannalaganna væri fullnægt, sýknaði héraðsdómur útgerðina, en málskostnaður var felldur niður. Það er því Ijóst að það verða því skipverjarnir, er þurfa að hafa fyrir því að áfrýja málunum, sem nú hefur verið gert. Frá upphafi lá fyrir, að hvernig sem málin færu í héraði yrði þeim áfrýjað til Hæstaréttar, enda um mikið grundvallarmál að ræða, sem getur varðað alla sjó- menn. Það skiptir að sjálfsögðu alla sjómenn máli og er algjör for- senda ráðningar þeirra á skip, að skipið sé haffært og því sé haldið haffæru ástandi, þannig að lífi og limum skipverjanna sé ekki stefnt í hættu af þeim sökum. Rök héraðsdóms Hér á eftir verður kafað ofan f rök þau sem héraðsdómurinn virð- ist byggja á. Eins og áður gat byggist riftunarheimild 19. gr. sjó- mannalaganna á tveimur þáttum. Annars vegar því, að viðkomandi skip sé ekki haffært og hins vegar því, að skipstjórinn hafi ekki bætt úr því ástandi. í þessu tilviki var skipið óhaffært og skipstjórinn bætti ekki úr því. Þrátt fyrir að bæði þessi skilyrði laganna hafi verið fyrir hendi, þá taldi héraðsdómurinn það ekki nóg til þess að riftun ráðningarsamnings væri heimil. Héraðsdómurinn byggir á því að skipið hafi verðið óhaffært, þar sem skipið hafði verið svipt haffærisskírteininu og skipverjarnir af þeim sökum getað byggt riftun sína á ráðningarsamningnum á þeirri ákvörðun, eins og áður gat. Ljóst er, að skipið var einnig óhaf- fært af efnislegum ástæðum, skv. fullyrðingum skipstjórans og stýri- mannsins fyrir héraðsdómnum, eins og kemur fram berum orðum í bréfi Siglingastofnunarinnar um ástand skipsins. Þótt fyrir liggi að skipið hafi verið óhaffært, þarf að hyggja að hinu skilyrði 19. gr. sjómannalaganna, þ.e. að skipstjórinn hafi ekki bætt úr ástandinu. Það sem lögin eiga við með þessu er, að þótt skip sé óhaffært t.d. orðið ofhlaðið, haffærisskírteinið gleymdist í landi eða rennur út úti í sjó, annar gúmmíbátanna orðinn skemmd- ur o.s.frv. o.s.frv., þá geta skipverjarnir ekki um leið rift ráðningu sinni, þegar skipið kemur að landi, heldur verður eðlilega að gefa skipstjóranum kost á að bæta úr þessum ágöllum eða öllu heldur útgerðarmanninum. Um þetta geta menn verið almennt sammála, enda getur alltaf eitthvað komið upp á, sem þarf að laga strax og er ekki viðurhlutamikið að framkvæma á staðnum. Hvar draga eigi lín- una almennt í þessum efnum getur oft verið álitamál. Tímasetningin Það eina sem eftir er í þessu sambandi, er að huga að tímasetn- ingunni. Hvað langan tíma hefur skipstjórinn skv. 19. gr. sjómanna- laga til að reyna að bæta úr óhaffærni skipsins. Um þetta snérist niðurstaða héraðsdómsins fyrst og fremst, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Sjómannalögin ætla skipstjóranum skamman tíma til að bæta úr óhaffærni fiskiskips, áður en skipið heldur aftur til veiða. Það er að sjálfsögðu forsenda að skipstjórinn hafi vitneskju um ágallann og þá einnig að hann eða útgerðarmaðurinn eigi þess einhvern kost að koma skipinu í haffært stand án tafar. Eigi skipstjórinn þess ekki kost að bæta úr eða útgerðin gerir ekkert til þess að gera skipið haffært, eins og þessu tilviki, er riftun heimil skv. 19.gr. sjómanna- laga. í norskum dómi, sem fjallaði um sams konar tilvik, var við það miðað að skipið, sem var fiskiskip líka kæmist til veiða, en vertíð var að hefjast. Þar sem ekki var hægt að gera við skipið, nema taka það í slipp með tilheyrandi tímatöf frá veiðum, var dæmt að skipverjunum hefði verið heimilt að rifta ráðningu sinni vegna brost- inna forsendna, þar sem skipið var óhaffært og fyrirsjáanlegt að skipið kæmist ekki til veiða á næstunni. í þessum norska dómi kemur fram, að skipverjarnir riftu ekki ráðningu sinni fyrr en Ijóst varð, að ekki væri hægt að gera við skipið við bryggju, heldur yrði að taka það í slipp til þess að koma því í haffært stand, eins og í þessu máli, sem hér er til umfjöllunar. Aðalástæða þess, að þetta norska skip var óhaffært og þurfti slipp- töku var, að leki var með öxli skipsins. Skipverjunum var talið heim- ilt að rifta ráðningu sinni, þar sem skipið taldist ekki haffært, en ná- kvæmlega sömu ákvæði sjómannalaga gildi þar líka. Þessi norski dómur er í öllum aðalatriðum eins og það mál, sem hér er fjallað um. Að því leyti er hann góður til samanburðar við þetta mál, þótt dómsniðurstaðan yrði þó önnur. Rök héraðsdóms í héraðsdóminum í máli stýrimannsins segir um þennan þáttinn, sem er jafnframt kjarninn í niðurstöðu dómsins. „ í ákvæðinu (19. gr.) er þó gerður sá fyrirvari að skipstjóri bæti eigi úr og verður af þessu að draga þá ályktun, að skipverja sé ekki rétt að krefjast um- svifalaust lausnar úr skiprúmi, enda sé ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að bæta úr óhaffærni skipsins áður en því verði haldið til sjós á ný.“ Síðar segir í dómnum. „Áður en til þess kæmi að skip- inu yrði siglt til slipptöku var það svipt haffærisskírteini, eins og ofan greinir. Fyrirvaralaus riftun á þeim grundvelli var þó ekki heimil, með vísan til þess að ætla varð skipstjóra tóm til að bæta úr því. Varð enda raunin sú að heimild fékkst hjá Siglingastofnun til að sigia skipinu til fyrirhugaðrar slipptöku, þótt ekki muni hafa orðið af henni.“ Hvað þýðir að fá „tóm“ til? Kjarni niðurstöðu héraðsdómsins liggur í þessum undirstrikuðu orðum, sem segja, að áður en heimilt er að rifta ráðningarsamningi vegna óhaffærni skips, verður að gefa skipstjóra „tóm“ til að bæta 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.