Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 16
A miðbaug. Kokkurinn í gerfi Poseidon. Þegar leitað var eftir því að ég færi sem skipstjóri á Sveini Jóns- syni KE 9 til Suður-Afríku var ekki laust við að ég hugsaði: Er það þess virði að eyða björtustu og bestu dögum árins í það að fara mánaðarsiglinu til Suður-Afríku og kollvarpa öllum áætlunum um sumarfrí, ferðalög og svo framvegis. Ég er viss um að þessari hugsun skaut niður hjá öllum okkar sem fóru í þessa siglingu, en auk mín fóru í umrædda ferð Frímann Jónsson vélstjóri (bróðir und- irritaðs), Júlíus V. Guðnason stýrimaður og Georg Þorvaldsson kokkur. Að mörgu var að hyggja því bæði var að skipið hafði legið við bryggju í nokkra mánuði og enginn af okkur sem þessa ferð fórum höfðum verið á skipinu áður. Ganga þurfti frá skoðun á skipinu fyrir haffæri, koma fyrir tækjum og einnig þurfti að yfirfara vélar og kæla og ýmislegt annað. Einnig fóru tveir Suður Afrikubúar með okkur en þeir voru sendir af kaupendum skipsins. Það voru Cristopher S. Basson, sem ráðin hafði verið sem skipstjóri í S-Afriku og Cavin G. Wichman, sem ráðinn hafði verið sem vélstjóri.Þeir komu til lands- ins þann 15. júni eða sama dag og skipið fór úr slipp á Akranesi. Við reyndum að gera þeim dvölina eins eftirminnilega og okkur var framast unnt og fórum við Georg ásamt eiginkonum okkar með þá á Þingvöll, Geysi og Gullfoss þann 17. júni og varð sú ferð þeim minnistæð. Höfðu þeir á orði að þeim hefði ekki getað dreymt um að eiga nokkru sinni eftir að upplifa það sem fyrir augu bar þennan dag. Þeir sögðu okkur eftir að hafa hringt heim, að enginn hefði trú- að því að bjart væri á nóttunni. Stefnan sett á Kanaríeyjar Brottför hafði verið ákveðin á miðnætti þann 17. og vorum við mættir ásamt fjölskyldum upp úr kl 23. Einnig komu forráðamenn fyrirtækisisns, þ.e HB H/F Akranesi, til að kveðja okkur. Klukkan 0030 var sleppt og sigldum við út úr Akraneshöfn í blíðuveðri, spegilsléttum sjó og stafalogni sem síðar kom á daginn að var besta veðrið sem við fengum alla ferðina. Siglingin var hafin og stefnan var sett fyrir Garðskaga. Þegar komið var suður fyrir Reykjanes var stefnan sett á Kanríeyjar og framundan var um 6300 sml sigling til Cape Town með viðkomu í Las Palmas og Walvis Bay i Namibiu. Við skiptum vöktum í brúnni þannig að ég stóð morgun- og kvöldvaktina frá 8-12, Christopher stóð 12-4 og Júlíus 4-8. Vél- stjórarnir ætluðu að standa 6 tíma vaktir en það varð nú ekki raunin fyrr en eftir að við fórum frá Kanarí því það var mikil vinna hjá þeim við að koma hlutum í það horf að þeir þyrftu sem minnst að sinna öðru en reglubundnu eftirliti þegar hitinn færi að aukast. Það reynd- ist hárrétt ákvörðun því þegar líða tók á varð ansi heitt í vélarrúm- inu þegar sjávarhitinn var kominn í 29°. Siglingin til Kanarí gekk vel en veðrið var nú ekki uppá það allra besta og þegar við vorum að sigla yfir Hatton Rockall svæðið var SA og SV 6-8 vindstig og leið- inda sjólag. Hélst sá kaldi alveg niður fyrir írland en þá skifti yfir í N og NV átt. Kopar og saltfiskur Eftir tvo daga fóru menn að kvarta undan magakveisu og slapp- leika. Eftir mikil heilabrot um ástæður þessa fannst skýringin. Það 16 - Sjómannablaöið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.