Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 32
Willard var skipstjóri á Grindvíkingi í liðlega 20 ár. manna eins og annarra stétta. Willard telur að það hljóti að vera hægt og bætir við: „Skipin eru að breytast og þá er kannski eðlilegt að samningar þurfi að taka einhverjum breytingum með hliðsjón af því. Það fer enginn út á sjó nema hafa helmingi meira uppúr því en vera í landi. Þetta er bara staðreynd. Það kemur í Ijós að það er erfitt að manna loðnuskipin þegar afurðarverðið lækkar svona allt í einu. Um skeið var verðið uppúr skýjunum og menn kepptu um pláss en þegar verðið dettur niður um helming er þetta fljótt að breytast. Þó að fiskiríið sé gott þá er það ekki nóg. Það er orðið miklu meira af alls konar vinnu í landi en áður var. Hér áður fyrr var gantast með það að draumur sjómanns sem vildi hætta á sjó væri að eignast vörubíl. Ég er hræddur um að það sé ekki þannig lengur. Svo mega menn ekki vera of lengi á sjó ef þeir ætla að eiga möguleika á vinnu I landi. Ég held að allir sem voru með mér í Stýrimannaskólanum séu löngu komnir í land. Nú gengur allt út á tölvur. Ég fór á nám- skeið því nú þurfa allir að fara á fjarskiptanámskeíð samkvæmt nýj- um reglum. Annars tapa þeir réttindunum. Ég sagðist ekkert kunna á tölvur en þeir sögðu að menn sem fæddir væru fyrri hluta aldar- innar fengju sérmeðferð. Væru teknir mýkri höndum en hinir.“ -Þú minntist á það áðan að þú værir þakklátur fyrir það að engin alvarleg slys hafa orðið um borð hjá þér. Það hefur lengi verið um- ræða um öryggismál sjómanna, en hafa sjómenn verið þar nógu vel á verði? „Ég get sagt þér það að menn á mínum aldri hafa ekki verið að pæla mikið í þessu. Yngri mennirnir eru hins vegar miklu meira vak- andi yfir öllu sem viðkemur öryggismálum. Það hefur greinilega mikið að segja að fara í Slysavarnarskóla sjómanna. Við gömlu skarfarnir hugsum sem svo að það komi ekkert fyrir hjá mér. Hugs- unarhátturinn er öðru vísi hjá þeim yngri, sem betur fer og greini- legt að skólinn skilar sínu hlutverki vel.“ Af einhverjum ástæðum fórum við svo að tala um fótbolta. Ég hafði spurt Willard hvort hann færi í lax í frfum en hann neitaði þvi eindregið. Kvaðst hafa veitt einn lax um dagana og það væri nóg. Hann hefði hins vegar ferðast dálítið. „Svo hef ég hef feikilega gaman af fótbolta og hef fylgt mínum mönnum I Grindavík mikið, keyrt svolítið fyrir þá og svona. Við höf- um reynt að styðja við bakið á liðinu með einum og öðrum hætti og ég skal segja þér...“ Ég sá að skipstjórinn var allur að færast í aukana og óttaðist að nú væri í uppsiglingu langur fyrirlestur um ágæti knattspyrnumanna í Grindavík, sem vissulega hafa staðið vel fyrir sínu. En reynslan hefur kennt mér að ef viðmælendur ná að setja á tölur um fótbolta reynist oft erfitt að ná þeim inn á aðrar brautir. Því flýtti ég mér að leiða talið að öðru og spurði Willard hvort hann hefði nýlega farið í heimsókn norður í Grímsey. „Nei, það er orðið nokkuð um liðið, en við fórum alltaf af og til. Móðir mín er flutt þaðan og býr hér í Grindavík hjá systur minni, en ég á tvo bræður í Grímsey og mikið af skyldmönnum. Fyrst þegar ég man eftir voru þar um eitt hundrað íbúar. Pabbi átti fjórar systur sem allar voru giftar og áttu mörg börn svo eins þú getur ímyndað þér var þarna talsverður skyldleiki. Síðustu árin sem ég var að koma þangað heim, áður en ég fluttist þaðan alfarið, var verið að byggja flugvöll á eynni og höfnina. En samt fækkaði íbúum stöðugt og þarna voru um 70 manns þegar ég flutti að heiman. Pabbi var með stóra fjölskyldu og ef hann hefði flutt burtu gæti verið að þarna hefði farið eins og í Flatey, þaðan sem allir fluttu þótt lífsskilyrði væru ekki síður góð þar. En ég held að það hafi haft sitt að segja að bræður mínir fóru að gera út á net og Grímseyingar lærðu að lifa með kvótanum þannig að þeir gera það bara gott í dag.“ Hitti strákana mína á stórhátíðum Við stóðum upp frá kaffinu og rúlluðum niður að höfn. Þar lágu * stór og glæsileg skip og Willard rifjar upp þær miklu breytingar sem hafa orðið á flotanum síðan hann byrjaði til sjós. „Þetta er allt annað líf um borð heldur en var. Þegar ég var á vetrarvertíð komum við oft að seint á kvöldin og maður vildi helst ekki fara heim því það stal frá manni svefni. Fyrst voru ekki helgar- frí eða neitt. Og í þessum trébátum var alltaf slagsvatnsfýla sem hvarf svo með stálbátunum. Maður fann kannski ekki þessa lykt fyrr en báturinn fór að hreyfast, en þá lagðist hún yfir allt. Við lyktuðum langar leiðir þegar við komum í land þótt við fyndum ekki lykina sjálfir, vorum orðnir samdauna þessu. Ég áttaði mig hreinlega ekki á því hvers konar líf það var sem ég lifði í raun og veru. Þegar ég var með Grímseying vorum við á vertíð og síðan var farið á síld og sótt til Jan Mayen og í Norðursjóinn svo maður var aldrei heima. Síðan var ég í fríi eina tvo mánuði meðan skipið var í slipp. Þá átt- aði ég mig á því hvernig þetta var í landi. Menn hættu að vinna klukkan fimm á föstudögum og áttu frí fram á mánudag. Þá fór ég að hugsa um hvers konar líf þetta væri eiginlega á sjónum. Við hjónin eignuðust þrjú börn. Ég hitti strákana mína varla nema á stórhátíðum, en var farin að vera meira heima eftir að dóttirin kom. Maður var eins og gestur á heimilinu. Þegar stoppað var um pásk- ana óskaði maður helst eftir því sofa. Þegar maður kemur loks heim vill maður helst bara vera heima, en hugsar ekki út í það, að konan er búin að vera heima langtímum saman yfir börnunum og langaði kannski til að fara eitthvað." -Sérðu eftir því að hafa gert sjómennsku að ævistarfi? „Nei, það geri ég ekki. Það er gaman að hafa fengið að lifa allar þessar breytingar og framfarir frá því ég byrjaði að róa á árabát og setti upp segl ef var byr. Þá var gaman að sigla. Ég efast um að nokkur kynslóð eigi eftir að lífa meiri breytingar. En lengi vel breytt- ist lítið og allt var gert eins og áður. Svo fóru til dæmis að koma blóðgunarkör og menn hættu að standa hálfbognir. Þegar ég kom til Vestmannaeyja var ég búinn að vera á netabátum héðan áður en ég fór á skólann. Vestmannaeyingar töldu sig vera í fararbroddi í netaveiðum en þetta var eins og að koma mörg ár aftur í tímann. ^ Þeir drógu þetta allt aftur á rassgat og þröngt í göngunum í stað / þess að vera með þetta á dekki. í Grindavík höfðum við verið með dreka og keðjur sem var miklu meðfærilegra en grjótið sem Vest- mannaeyingar voru með. Þegar ég var að segja þeim hvernig þetta 1 væri í Grindavík hlógu þeir að þessum strákhálfvita sem ætlaði að fara kenna Vestmannaeyingum til verka. En vertíðarbátunum hefur fækkað mikið sem er slæmt því þessi skip koma með besta aflann að landi. Mér finnst það hættuleg þróun ef þetta er allt að fara í ein- hverjar smátrillur. Það verður að vera eitthvað á milli þeirra og togaranna," sagði Willard Fiske Ólason. Við röltum um bryggjurnar í sólinni. Hann bendir stoltur á Grindvíkinginn þar sem hann liggur utan á öðru skipi og greinilegt að Grindvíkingur á mikið í honum. „Nú verða tímamót þegar Fiskanes sameinast Þorbirni og Valdi- mar og þá er rétt að draga sig í hlé og láta nýja menn taka við. Þetta er búinn að vera góður tími þótt ekki hafi alltaf verið jólin. Nú ætla ég að njóta lífsins í landi meðan mér endist líf og heilsa," segir Willard þegar við kveðjumst.- SG ■ 32 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.