Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 33
eftir Hilmar Snorrason skipstjóra
Súpersnekkjur
Þaö getur verið tímabært að fara i skoðunarferð um svokallaðar
súpersnekkjur (megayacht) því hafi einhver lesanda Víkingsins á-
huga á að eignast eina slíka eða leigja sér til dagsferðar er rétt að
fara að leggja smávegis fyrir. Nýlega var birtur listi yfir 100 stærstu
súpersnekkjur heims en við höfum gjarnan séð einhverjar þeirra
bregða fyrir í Hollywood kvikmyndum eða frá kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Á listanum er margt forvitnilegt að sjá og verður nokkurra
þeirra áhugaverðustu getið hér. Á undan nafni snekkjunnar er
númer hennar á listanum.
Stásstofa eða hvað? Um borð ístærstu snekkju heims Savarona.
1 Savarona
Þessi snekkja er 124 metra löng eða heldur lengri en skip Sam-
skipa, Arnarfell og Helgafell, svo einhver viðmiðun sé tekin. Það
hefur heyrst að þar sem snekkjan hefur legið í höfn hafa karimenn
reynt að telja ungar og myndarlegar konur trú um að þeir séu eig-
endur að snekkjunni og á það líklega að lokka meyjarnar upp í
rúm. Fatahönnuðurinn Valentino leigði snekkjuna til að skemmta
30 nánum vinum sínum, þar á meðal leikaranum Hugh Grant, ofur-
fyrirsætunni Claudiu Schiffer og Búlgaríuprinsessu, en dagleigan
var litlar 3,2 milljónir IKR. Skipið hefur 39 baðherbergi, kvikmynda-
hús, diskótek, tyrkneskt bað og gufubað sem er hlaðið yfir 300
tonnum af marmara.
2 Alexander
Eigandi hennar er Grikki að nafni John Latsis og á hann einungis
níu snekkjur og er þessi að sjálfsögðu sú stærsta og mest notaða
snekkjan. Lengd hennar er 121 metri eða sama lengd og kaup-
skipin sem nefnd voru til samanburðar hér á undan. Síðastliðið
sumar eyddu Karl Bretaprins og Camilla Þarker Bowle tíma sínum
saman þar um borð en þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kalli not-
færði sér snekkjuna því seinni brúðkaupsferð hans og Díönu mis-
heppnaðist algjörlega þar átta árum fyrr. Hægt er nú loksins að fá
þessa snekkju leigða en hún er heldur dýrari en Savarona en dag-
urinn kostar 8 milljónir IKR.
3 Atlantis II
Það þykir svo fréttnæmt ef þessi snekkja lætur úr höfn að vand-
lega er fylgst með henni enda er sjaldan farið langt. Hún sigldi ein-
ungis tvo daga í jólavikunni á síðasta ári og íbúar í Monaco, þar
sem skipið liggur að jafnaði, fagna ákaft þegar þeir heyra véiar
hennar gangsettar. Hún er í eigu barna skipakóngsins Niarchos
heitins en snekkjan er 115 metra löng.
4 Lady Moura
Til hvers að fara á baðströnd þegar þú getur verið með baðströnd-
ina um borð í skipi. Lady Moura er sú eina í heiminum sem er útbúin
baðströnd og það með alvöru sandi. Hún gengur litlar 20 mílur og
eru sögusagnir um að hún hafi kostað 8 milljarða IKR. Hún er reynd-
ar vel á undan sinni samtíð þótt smíðuð árið 1991 því björgunarbátar,
léttabátar og venjulegur búnaður sem ávallt er sjáanlegur á skipum
hefur verið komið hagalega fyrir þannig að ekki sjáist til hans því
þessi búnaður er felldur inn og eru lúgur eða hurðar sem hylja bún-
aðinn. Það er aðeins 80 manna áhöfn á snekkjunni sem er í eigu
byggingaverktakans Nasser í Saudi Arabíu.
5 Christina O
Þetta er eflaust ein þekktasta snekkja í heimi en hún var í eigu
Onassis skipakóngsins en hún hefur legið ónotuð í áratug. Um
þessar mundir er verið að hefja miklar breytingar og viðgerðir á skip-
inu sem er 99 metra löng og löngum verið stolt grikkja en hún er nú
í eigu ónefnds Grikkja eftir mikið hneyksli þegar breti reyndi að
kaupa skipið á uppboði með fölskum tékka. Sundlaug skipsins er
goðsögn því botninum er lyft upp og þá er laugin orðin að dansgólfi.
6 Limitless
Þessi bláa snekkja er í eigu Leslie Werner sem er stjórnarformað-
ur í mörgum bandarískum verslunarrisum eins og nærfataverslunun-
um Victoria’s Secret en hann fékk aðeins 3,3 milljónir dollara í bón-
us á síðasta ári til viðbótar við 1,2 milljónirnar sem hann fékk í laun.
7 Evergreen
Þetta er stærsta snekkja sem smíðuð hefur verið í Japan og er í
eigu skipafélagsins Evergreen og er hún ætluð til að skemmta stór-
um hópum viðskiptavina skipafélagsins. Hægt er að halda kokteil-
veislur fyrir allt að 200 manna hópa en þá er þyrluþilfarið og báta-
þilfarið breytt til þess. Snekkjan er fimm þilfara og eru þar ráð-
stefnusalir með fullkomnasta búnaði sem völ er á og það sem vek-
ur mesta athygli er karaoke salur sem komið hefur verið fyrir um
borð. Klefar eru fyrir 26 farþega í 14 svítum en ef þið eigið ein-
hverja aura afgangs þá er Evergreen til sölu en sú kvöð hvílir á söl-
unni að hún lendi ekki í höndum á bandarískum kaupanda.
Snekkjan er 92 metra löng eða fjórum metrum styttri en skip Eim-
skipafélagsins, Mánafoss.
22 Giant
Það eru þrjú ár síðan þessu skipi var breytt í súpersnekkju en
áður var það dráttarbátur. Þetta mun vera eina snekkjan sem er
klössuð til siglinga
í ís. Hún er nokk-
uð vel útbúin en
um borð eru fimm
stórir og öflugir
skemmtibátar,
þyrla, Bens og
tveir jeppar.
Anna Ivanovna skipstjóri í fullum einkennis-
fatnaði á 90 ára afmælisdaginn sinn.
26 Katana
Eigandi þessa
snekkju er Larry
Ellison forstjóri ►
Sjómannablaðiö Víkingur - 33