Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 20
r # ■ Wé wr4 Í \ 11 i ii P mnmn /iflfflMllll) „Stuttu síðar varð samkomulag milli nokkurra fyrrum yfirmanna á skipinu og útgerðarinnar að sérstakri beiðni útgerðarinnar að þeir sigldu skipinu til Reykjavíkur til siipptöku, eins og úrgerðin fullyrti." Myndin er úr slippnum í Reykjavík en tengist ekki efni greinarinnar. Igildandi sjómannalögum nr. 35/1985 fjalla nokkrar greinar laganna um rétt skipverja til að krefjast lausn- ar úr skiprúmi af þar til greindum ástæðum, þótt þar sé ekki um tæmandi tilvik að ræða, eins og fjölmargir dómar sýna og hér verður ekki nánar farið út í. í 19. gr. sjómannalaganna segir, að skipverji geti krafizt Iausnar úr skiprúmi og bóta í uppsagnarfresti, ef skip það sem hann er skipverji á verður óhaffært og skipstjóri bætir eigi úr því. Um það hvenær skip telst ó- haffært fer eftir ákvæðum 16. gr. laga nr. 35/1993 um eftirlit með skipum, en greinin hljóðar svo: „Skip skal telja óhaffært: 1. Hafi það ekki gilt haffærisskírteini eða önnur jafngild skírteini samkvæmt alþjóðasamþykktum. 2. Liggi það dýpra en hleðslumerki þess leyfa samkvæmt alþjóða- samþykktum eða reglum. 3. Sé bol þess, búnaði, vélum, tækjum eða skipshöfn svo áfátt eða skipið er af öðrum ástæðum svo á sig komið með tilliti til öryggis skipsins og þeirra manna sem skipinu fylgja að telja verður vegna sjóferðar þeirrar er skipið skal fara að hættulegra sé að vera í för- um með það en venjulegt er.“ í 1. tölulið er fjallað um formlegt óhaffærni. Skip sem ekki hefur haffærisskírteini af einhverjum ástæðum, t.d. það runnið út, gleymdist í landi o.s.frv. telst ekki haffært, þótt það geti annars verið í fullkomnu lagi og því efnislega haffært. Oft fer þó formþátturinn og efnisþátturinn saman, þannig að skip er svipt haffærisskírteininu, af þeim ástæðum að það er ekki haffært, þar sem það fullnægir ekki gildandi reglum Siglingamálastofnunar íslands og brýtur jafnframt því í bága við 3. tölulið 16. gr. laganna um eftirlit með skipum. í einum dómi Hæstaréttar hefur reynt á 19 gr. sjó- mannalaganna, en þó ekki beint heldur er í dómnum höfð hliðsjón af meginreglunni, sem felst í 19. gr., en í þessum dómi staðfesti Hæstiréttur réttmæti riftunar ráðningarsamnings stýrimanns á þeim forsendum að skipstjórinn hefði ekki réttindi til skipstjórastarfans. Er greinilegt að Hæstiréttur hefur þarna hliðsjón af 3. tölulið 16. gr. laganna um eftirlit með skipum og taldi skipið óhaffært, með því að öryggi skips og áhafnar sé ekki borgið með réttindalausum skipstjóra. Reynir á 19. gr. Nú nýlega reyndi beint á þetta ákvæði 19. gr. sjómannalaganna fyrir héraðsdómi, sem hér verður greint frá í stórum dráttum. Málavextir eru þeir að skipverjar á línuskipi riftu ráðningu sinni á þeim forsendum, að skipið hefði verið svipt haffærisskírteininu. Þetta átti sér nokkurn aðdraganda, um langan tíma hafði ástand skipsins verið slæmt og farið versnandi. Hafði skipstjórinn og aðrir yfirmenn skipsins kvartað ítrekað við útgerðina og krafizt úrbóta, en án árangurs. Hætt var við slipptöku, sem til stóð að fara til að bæta úr öllum þessum ágöllum vegna fjárhagserfiðleika útgerðarinnar, en róðrum þó haldið áfram. Lak með skrúfuhausnum, skrúfuskiptingin var að verða ónothæf og Ijósavél ónýt, svo eitthvað sé upp talið, en Ijósavélina þurfti til að starta aðalvélinni. Kom oft og iðulega fyrir að Jónas Haraldsson. 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.