Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 26
Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn: Júlíus K. Björnsson sálfræðingur Lengi hefur verið Ijóst að vaktavinna hefur veruleg áhrif á líðan manna og jafnvel heilsufar. Það er þó tiltölulega stutt síðan Ijóst varð í hverju þessi áhrif liggja og hvaða atriði það eru sem hafa mest áhrif. Vitað er að máli skiptir hvernig vinnan er skipulögð, hvernig vaktir skiptast á og jafnframt að ýmsir aðrir þættir en vinnu- fyrirkomulagið sjálft hafa áhrif, svo sem eðli viðkomandi starfa, á- samt aldri og heilsufari einstaklings. Hér á eftir verður fjallað f mjög stuttu máli um megináhrif vakta- vinnu á svefn, líðan og heilsu starfsmanna, og verður lögð áhersla á niðurstöður rannsókna, sem hafa almennt gildi varðandi skipulag vaktavinnu af ýmsu tagi. Þessar niðurstöður verða tengdar stað- reyndum um svefn og dægursveiflur, en flestir eru nú sammála um að samspilið á milli vinnufyrirkomulags, svefns og dægursveiflu er mikilvægast þegar áhrif vaktavinnu eru skoðuð. Svefn og dægursveiflur Veigamesti þátturinn hvað varðar áhrif vaktavinnu á andlega og líkamlega líðan manna, er hvort einstaklingurinn nær að sofa a.m.k. hluta af svefni sínum á venjulegum svefntíma, þ.e. á nóttunni. Svefn- inn er ákaflega reglulegt fyrirbæri og stjórnast að verulegu leyti af fyrri vöku og tíma sólarhrings. Þannig eru líkur á svefni auknar ef lengi hefur verið vakað og einnig eru auknar líkur á svefni á ákveðn- um tímum sólarhrings, þegar líkamshiti er lægstur og önnur starf- semi í lágmarki. Svefninn skiptist í ákveðin svefnstig, sem eru á- kvörðuð út frá heilarafriti og hefur hann nánast sömu uppbyggingu og form hjá öllum sem sofa eðlilega og ótruflaðir. Hver nótt skiptist þannig á milli hinna fimm svefnstiga, þar sem um 1% næturinnar er á svefnstigi 1, sem er léttasti svefninn, um 50% á svefnstigi 2, um 20% á svefnstigum 3 og 4 og um 25% í svokölluðum draumsvefni, eða REM-svefni (1). Álitið er að REM-svefn og djúpsvefn (svefnstig 3 og 4), séu mikil- vægustu svefnstigin, enda kemur í Ijós að ef þau eru stytt t.d. eina nótt, verður aukning á þeim næstu nótt eða nætur (2). Þannig má einnig sjá hjá þeim sem sofa að jafnaði of Iftið, talsverða aukningu á djúpsvefni og jafnvel þannig að svefn þrengi sér inn í vöku að degi til (3; 4). Ef svefnskorturinn er mikill getur viðkomandi jafnvel sofið og/eða sofnað óafvitandi. Þannig getur svefnskortur valdið verulegri hættu þar sem menn stunda störf þar sem líf og heilsa sjálfra þeirra og/eða annarra er í húfi (5; 6). í Ijós hefur komið að við síbreytilega vaktavinnu, þar sem unnið er á mismunandi tímum, er sérstaklega mikil hætta á því að svefnskortur hafi þær afleiðingar að þreyta og syfja hlaðist upp (7; 8) með þeim afleiðingum að einstaklingurinn verður þreyttur og syfjað- ur, á erfitt með einbeitingu og athygli og sofnar jafnvel óafvitandi og kannski án þess að vita af því að hann hafi sofið. Þetta síðast- nefnda er eðlilegt, vegna þess að einstaklingurinn tekur ekki eftir því að hann hafi sofnað nema svefninn vari að minnsta kosti í tvær til þrjár mlnútur. Styttri svefn fer oftast fram hjá mönnum, en er engu 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.