Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 27
að síður svefn með tilheyrandi meðvitundarleysi og skorti á við-
brögðum við umhverfisáreitum. Ef slíkt gerist þar sem menn þurfa á
stöðugri athygli og árvekni að halda skapast að sjálfsögðu hættuá-
stand.
Rannsóknir sýna að þetta gerist hjá þeim sem starfa við að vakta
tæki og vélar, hjá lestarstjórum á fullri ferð sem bera ábyrgð á mörg
hundruð farþegum og jafnvel hjá flugmönnum í flugi, svo ekki sé
minnst á ökumenn sem eru einir á ferð, sérstaklega að næturlagi. í
öllum slíkum tilvikum getur óafvitandi svefn, jafnvel þótt hann standi
aðeins í örskamma stund, haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
í líkamanum er svokölluð líkamsklukka sem stýrir því hvenær
menn vaka og hvenær þeir sofa. Þessi klukka stjórnast að verulegu
leyti af reglubundnum birtubreytingum, sem hafa áhrif á framleiðslu
hormónsins melatóníns, en það myndast.' svokölluðum heilaköngli í
heilanum og á mikinn þátt í að stýra svefni og vöku. Þannig verða
reglubundnar breytingar á líkamlegri og andlegri starfsemi mannsins
á hverjum sólarhring. Hæfni manna til þess að leysa af hendi verk
sín, árvekni þeirra, athygli og einbeiting er að talsverðu leyti háð
tíma sólarhrings. Þekktar eru ýmsar breytingar á líkamsstarfseminni,
svo sem breytingar á hitastigi og ýmsum hormónum sem eru háðar
tíma sólarhrings, og einnig eru þekkt vandamál því samfara að
reyna að sofa og vaka á öðrum tímum en líkamsklukkan segir til
um. Kunnasta dæmið um slíkt er hin svokallaða „þotuveiki" (jet-lag)
sem er fyrst og fremst erfiðleikar við að sofna og vakna eftir langar
flugferðir, oftast yfir mörg tímabelti, sérstaklega ef flogið er í austur.
Einnig kemur fyrir, einkum á meðal ungs fólks, að líkamsklukkan
seinkar sér verulega og því fylgja erfiðleikar við að sofna að kvöldi
og við að vakna að morgni. Sumt vaktavinnufólk upplifir jafnframt á-
móta vandræði, þegar það þarf að skipta um vinnutíma/vaktir.
Flestir hafa líkamsklukku sem gengur með um það bil 25 klukku-
stunda takti, þannig að við 24 stunda sólarhring fer alltaf fram á-
kveðin tilfærsla. Þó er talsverður einstaklingsmunur hér á, eins og
vikið verður að síðar, þannig að sumir hafa styttri dægursveiflu og
aðrir lengri. Þetta hefur áhrif á getuna til þess að lagast að breyti-
legum vinnu- og svefntíma.
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa stutta dægursveiflu og
eru yfirleitt kvöldsvæfir og árrisulir eiga oft í erfiðleikum með sí-
breytilegan vinnutíma og vaktir. Þeir sem hafa langa dægursveiflu
og geta auðveldlega vakað lengi á kvöldin og sofið fram eftir á
morgnana ráða hins vegar betur við breytilegar vaktir og skiptingar
á milli þeirra.
Áhrif vaktavinnu
Margar rannsóknir sýna að vaktavinnufólk fær allt að 7 klst. styttri
svefn á viku en aðrir, einnig að allt að 20% þess hóps kvartar um
slæman svefn og að margir kvarta jafnframt um einbeitingarörðug-
leika og þreytu. Því er Ijóst að rekja má algengustu erfiðleikana
tengda vaktavinnu til tveggja meginþátta, annarsvegar þess að
verða að vaka og vinna þegar líkamsklukkan segir að viðkomandi
eigi að sofa og hinsvegar þess að sofa þegar líkamsklukkan segir
að hann eigi að vaka. Oft er erfitt að sofa á daginn vegna truflandi
áreita, svo sem hávaða, og einnig vegna þess að líkaminn er ekki
stilltur inn á svefn, nokkuð sem leiðir til styttri svefns og léttari en
að næturlagi.
Vaktavinnan hefur þess vegna oft í för með sér, að svefn og hvíld
skerðist og þar með minnkar vinnuhæfnin en syfja og þreyta hleðst
upp í hverri vaktatörn. Oft reynist erfitt að bæta þetta allt uþþ í
stuttu fríi á milli vaktatarna, sérstaklega ef um er að ræða miklar
skiþtingar á milli t.d. dag-, kvöld- og næturvakta og ef hvíldartími er
skertur, t.d. vegna aukavinnu. Vitað er að líkamsklukkan er á bilinu
5-7 daga að endurstillast alveg og því er ekki raunhæft að búast
við að hægt sé að venja sig fljótt við vinnu á nóttunni. Reyndar
benda nýjustu rannsóknir til þess að hjá allflestum eigi sér alls ekki
stað nein veruleg eða alger aðlögun að næturvinnu og hjá sumum
einstaklingum er aðlögunin jafnvel engin eða mjög lítil. (9)
Einstaklingsmunur
Rannsóknir sýna talsverðan einstaklingsmun í aðlögun að vakta-
vinnu eða sibreytilegum vinnutíma (10). Ljóst er að vinnuskiþulagið
sjálft skiptir hér mestu máli, en aldur, kyn, persónuleikaþættir, lengd
dægursveiflu, félagslegar aðstæður og viðhorf til vaktavinnunnar
skipta einnig verulegu máli. Almennt virðist aðlögun að vaktavinnu
verða erfiðari þegar fólk eldist og sérstaklega virðast erfiðleikarnir
aukast þegar fólk er komið yfir fimmtugt (11; 12). Jafnframt virðist
skipta máli hversu lengi einstaklingurinn hefur unnið breytilega
vaktavinnu, þar sem menn virðast ekki venjast þessu fyrirkomulagi,
heldur virðast erfiðleikarnir aukast eftir því sem lengur er unnið á
þennan hátt. Margir vaktavinnumenn gefast því uþp eftir nokkur ár,
skipta jafnvel um vinnu og fara ef til vill í vaktavinnu aftur síðar á
ævinni og a.m.k. í upphafi þolað þetta fyrirkomulag þokkalega. Því
er Ijóst að hér er um samspil að ræða á milli aldurs og reynslu, þar
sem mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að reynslan er hér ekki
til góðs, heldur þvert á móti (12).
Rannsóknir hafa einnig sýnt, að yfirleitt eiga konur erfiðara með
að venjast vaktavinnu en karlar og þær finna til meiri svefntruflana
og þreytu en þeir. Hugsanlega má rekja hluta þessa munar til lífeðl-
islegs mismunar karla og kvenna, en líklegast er þó að félagsleg
staða og hlutverk kvenna í nútímasamfélagi ráði hér mestu um.
Konur þurfa oftast að sinna heimili og börnum í mun meira mæli en
karlar, þrátt fyrir fulla vinnu, og ná því ekki þeirri hvíld og svefni ►
Sjómannablaðið Víkingur - 27