Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Page 19
fundir. En eins og mönnum er kunnugt er þó nokkuð af ís- lendingum í Namibíu og hittum við þá Víði Sigurðsson sem tekinn er við sjómannafræðslunni í Nambíu og Ásmund og Ei- rík hjá Hampiðjunni. Höfðum við mjög gaman af því að hitta þá og voru þeir hjá okkur nánast fram undir það að við fórum. Einnig fór Eiríkur með Christopher uppá netaverkstæði og gáfu hann og Ásmundur honum upplýsingar um hvernig menn eru að útbúa trollin í Namibíu. Alveg frá því við komum og fram undir það að við fórum stóðu á bryggjunni menn sem vildu fá vinnu. Erfiðlega gekk að koma sumum í skilning um að enga vinnu væri að fá og trúðu þeir hreinlega ekki að ekk- ert væri að gera. Kl. 19.30 um kvöldið fórum við frá W B og síðsti áfanginn beið okkar en okkur fannst hann stuttur eða aðeins rúmar 650 sml. Þegar sunnar dró fór kvikan að aukast og síðasta sólarhringinn var mikill veltingur enda SV 6-7 og ölduhæð uppá 4-6 metra. Það mun vera mjög algengt á þess- um slóðum og sunnan við Góðravonarhöfða, sem þeir kalla Storm factory, að ölduhæð sé dögum saman mjög mikil. Á leiðarenda Við komum síðan á ytri höfnina í Cape Town um kl. 15 sunnudaginn 16. júlí og þurftum við að bíða fyrir utan höfnina í eina klukkustund því mikð var að gera hjá lóðsunum. Lóðs- inn kom um borð í hafnarmynninu því hreyfingin var það mikil að þeir vildu ekki koma um borð utan við höfnina. Upp að bryggju vorum við komnir kl. 16.30 og fylltist skipið af fólki, eig- endunum og fjölskyldum þeirra. Fegnir vorum við að hafa lokið þessu verkefni og hafa loks fast land undir fótum. Við stoppuðum síðan í Cape Town fram á föstudag þann 21. júlí og á þeim tíma vorum við keyrðir út og suður af eigendum skipsins þ.á.m út á Cape Þoint og einnig fórum við uppá Borðfjallið (Table mountain) sem er ein- kennistákn borgarinnar og var það magnað að koma á þessa staði. Leið þessi vika eiginlega alltof fljótt því það var margt að sjá og skoða . Á þessum ferðum okkar sáum við ótrúlegt ríki- dæmi enda S-Afríka mjög auðug, af nánast öllu. Þeir stjórna demantaverðinu í heiminum, af gulli eiga þeir nóg, olíu, auðug fiskimið og svo framvegis. Einnig sáum við bárujárnskofahverfi þar sem mjög fátækt fólk býr. Sögðu þeir okkur reyndar að það væru ekki verstu hverfin heldur gömlu svertingjahverfin. Ekki er hægt að skilja við S-Afríku án þess að minnast á verðlagið en það er hreint með ólíkindum miðað við íslenskan mælikvarða. Nægir að segja frá því að síðasta kvöldið buðum við íslendingarnir eigendunum og og áhöfninni út að borða og voru þetta samtals 15 manns. Snæddur var góður matur með forrétt og eftirrétt og drykkjum, bjór, rauðvíni og hvítvíni, kaffi og koníak eins og hver gat í sig látið. Hljóðaði reikningurinn uppá tæpar 13.000 kr íslenskar fyrir stórveislu sem stóð frá kl. 20 til miðnættis. Á föstudeginum var okkur boðið í hádegismat og síðan ekið út á flugvöll og kvöddum við þetta fólk, bæði þá sem sigldu með okkur og eigendur skipsins með söknuði og eigum örugglega eftir að fara aftur til S Afriku sem ferðamenn og heimsækja þá. Við komum síðan tii London á laugurdagsmorgni kl 0900 eftir 12,5 klst f|ug frá Cape Town. Helginni eyddum við svo í London með eiginkonum okkar en þær komu út á föstudegin- um. Til íslands komum við síðan á mánudeginum þann 24 júlí. Ég held ég geti sagt það með sanni að enginn okkar hefði vilj- að sleppa þessari lífsreynslu og á þessi ferð eftir að verða of- arlega í huga okkar og þá ekki síst fyrir þær sakir að hafa kynnast því fólki sem við kynntumst í ferðinn. Sérstaklega þeim sem sigldu með okkur en það reyndust vera úrvalsmenn í alla staði og eftir mánaðarkynni komumst við að því, að það er ekki mikill munur á því hvað fólk er að hugsa um og hvaða væntingar það gerir til lífsins, burtséð frá litarhætti og búsetu. ■ Lagt af stað heim á leið. Frá vinstri: Eiríkur, Chris, Júlli, Frímann, Cunter, Georg og Georg. ITUR dælur til sjós og lands » SOLU- QG MARKAÐSDEILD ■ VARAHLUTAÞJÓNUSTA ♦ GÁMAVIÐGERÐIR OG SMIÐJA -KORNGÖRÐUM6 PUMPS ITUR □ uruservice Denso olíuverk, FLEX-HONE slípibúnaður, Geislinger tengi, Loftpressur, Lucas CAV þjónusta, Plasttappar, Skipsgluggar, Stanadyne olíuverk.Tempress þrýsti- og hitamælar, og TURBO UK varahlutir. FRAMTAK VSJtíSSS VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA Drangahrauni l-lb Hafnar f j örður Sími: 565 2556 • Fax: 565 2956 Netfang: info@franitak.is Heimasíða: http://www.framtak.is Sjómannablaðið Víkingur - 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.