Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 45
af peningum á einn stað. Stundum gengur þetta upp og menn hagnast vel, en það er verið að taka óþarfa áhættu með því að veðja á einn hest. Ég líki þessu oft við það, að allir vita að það eru 36 tölur á rúllettuborði. Ef þú setur á eina tölu og hún kemur upp færðu hana 36 falt til baka. En líkurnar eru miklu minni heldur en ef þú settir á allar jöfnu tölurnar eða fjórðu hverja tölu. Ákveðin áhættudreifing er því mjög mikilvæg. Við hvetjum fólk mjög til að fjárfesta líka í er- lendum hlutabréfasjóðum, til dæmis dollara- tryggðum eða í evrunni í dag. Evran er mjög lág núna og hefur iækkað um 25% gagnvart dollar síðan henni var komið á. Þeir sem hafa fjárfest í dollar eiga miklu fleiri krónur núna en hefðu þeir fjárfest í evrunni. En nú er búist við að þetta geti farið að snúast við og tími kominn til að fjárfesta í evru. Mesti vaxtabroddur í hluta- bréfamörkuðum erlendis gæti verið á Norður- löndum og í Þýskalandi." Frá hálfri milljón króna Þegar hér er komið vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort ekki þurfi að hafa talsvert fé handbært til að hefja kaup á hlutabréfum. Margir reyna að nurla saman inn á bankareikn- ing til þess að eiga einhvern varasjóð og telja sig hvorki hafa nægilegt fé né þekkingu til að fara út í hlutabréfakaup. Jafet er inntur álits á þessu. „Við segjum að allar upphæðir frá fimm hund- ruð þúsund krónum sé hægt að fara með í skipulögð verðbréfakaup. Menn geta þá byrjað að byggja upp sinn eigin verðbréfasjóð, sumt þá kannski til skamms tíma en annað til lengri tíma. Það er aldrei of seint að byrja á þessu. Það hafa verið ákveðin þvinguð hlutabréfakaup hér í nokkur ár sem er skattaafslátturinn. Hjón geta keypt hlutabréf á markaðsvirði 260 þús- und og fengið þá ákveðinn skattafrádrátt og margir hafa gert það í þau sjö ár sem þetta hef- ur gilt. Þarna er bæði ákveðinn þvingaður skipulagður sparnaður og skattaafsláttur veittur. Fólk hagnaðist á þessu, sérstaklega á fyrstu ár- unum þegar gengið á íslandsbanka var kringum 2 og gengið á Eimskip um 4. Fólk hefur fengið ágætis hagnað af þessum bréfum. Varðandi spurninguna um þekkingu til að stunda viðskipti með hlutabréf þá minni ég á orð sem einhver fróður maður sagði: Þú átt að ► Ryðfríir stálbarkar Barhasuða Guðmundar ehf. Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 554 1661 • Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 fyrir Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum SJÁVARMÁL Má bjóða þér nýtt, frjálst og óháð tímarit fyrir aila sem koma á einhvern hátt að sjávarútvegi og siglingum SJÁVARMÁL FRÍTT Gjörningar ehf bjóða þér að fá blaðið sent heim til þín tvisvar á ári. Þú greiðir aðeins sendingarkostnaðinn, kr. 150,oo á blað, með Euro eða Visa. Hringdu núna 5881993 & 588 8885 Gjörningar ehf Kleppsmýrarvegi 8 V 104 Reykjavík Sjómannablaðið Víkingur - 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.