Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 14
Magnús Orn og kona hans, Elín Osk Þórisdóttir, fóru saman í útskriftarferð stýrimannsins síðast liðið vor. Hér eru þau stödd í New York
þar sem allt er í stærra lagi, líka kókglösin.
Magnús Örn Einarsson frá Eyrarbakka lauk skipstjórnarprófi 3.
stig frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík síðast iiðið vor með
hæstu einkunn þeirra sem útskrifuðust. Hann hlaut
Farmannabikarinn sem og glæsileg verðlaun fyrir hæstu einkunn í
siglingafræði í gegnum öll námsstig skólans. Einnig fékk hann
viðurkenningarskjal og bókaverðlaun. Magnús Örn er nú stýrimaður
á varðskipinu Ægi og Sjómannablaðið Víkingur gerði honum stutta
heimsókn á vaktina þegar Ægir var í höfn ekki alls fyrir löngu.
„Ég vissi svo sem ekki hvernig mér myndi ganga þegar ég
byrjaði í Stýrimannaskólanum. Það var orðið langt síðan að ég
hafði verið í skóla, fór aðeins í menntaskóla á sínum tíma en hafði
ekki sérstakan áhuga á námi þá. En þetta gekk vel frá byrjun.
Raunar ætlaði ég í upphafi að láta nægja að taka 1. stigið, en
auðvitað er maður heftur með því að taka bara það. Námið gekk
hins vegar mjög vel svo ég hélt áfram og var efstur í gegnum öll sti-
gin. Eftir að ég lauk 2. stigi fór ég að leysa af hjá Gæslunni í fyrra-
sumar og leist vel á það og tók 3. stigið líka," segir Magnús þegar
hann er spurður um hinn góða árangur í Stýrimannskólanum.
-Hvernig fannst þér skólinn, hvað viðkemur kennslu, tækjum og
öðru slíku?
„Skólahúsnæðið sjálft er búið að vera í niðurníðslu áratugum
saman en nú er unnið við að skipta um þakið sem var orðið
hriplekt. Ef það gerði góða dembu flaut um alla ganga. Námsefnið
er gott að mörgu leyti en það er alltof lítið af tölvukennslu. Þeir sem
hafa ekkert grunnnám á tölvur fá ekkert út úr þeirri kennslu,
alla vega eins og þetta var þegar ég var í skólanum. Þetta er
miður því nú byggist allt á tölvum og þekkingu á þeim. En
skólinn er að ganga í gegnum breytingar og verið að lengja
námið. Það verður til þess að erfitt verður að fá menn sem
eru úti á sjó í skóiann. Fjölskyldumenn sjá ekki fram á að þeir
hafi efni á að sitja svona lengi á skólabekk, enda eru þetta
mest krakkar sem hafa lítið verið á sjó sem koma inn í
skóiann. Það hlýtur að verða að koma á fjarkennslu fyrir sjó-
menn sem vilja mennta sig frekar."
-Hvenær byrjaðir þú á sjónum?
„Mig minnir að ég hafi fyrst farið á sjóinn 1988 á drag-
nótabát frá Þorlákshöfn, þá orðinn 23 ára. Ég var búinn að
bíða eftir þessu plássi og síðan var allt í einu hringt og mér
sagt að mæta. Mér fannst vera kolvitlaust veður og haugasjór,
i
14 - Sjómannablaðið Víkingur