Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 28
utan vinnutíma sem karlarnir tá. Jafnframt hefur reynslan sýnt að
sumar konur sofa verr í kringum tíðir og að sjálfsögðu er mjög al-
gengt að konur fái talsverðar svefntruflanir á meðgöngu. Einnig eru
svefntruflanir hjá konum verulega auknar í kringum tíðahvörf. Því er
Ijóst að taka þarf tillit til þessara sérstöku tilvika þegar um konur í
vaktavinnu er að ræða, og þurfa vaktakerfi helst að vera sveigjan-
leg þannig að þegar og ef tímabundin vandkvæði koma upp, sé
hægt að bregðast við þeim á viðeigandi hátt með breyttum vinnu-
tíma.
Þó virðist vera til lítill hópur manna sem lagast vel að síbreytileg-
um vinnutima, en flest bendir þó til þess að slík vinnutilhögun verði
sífellt erfiðari fyrir fólk þegar það eldist, hún sé erfiðari fyrir þá sem
þurfa langan svefn og þá sem eru að eðlisfari árrisulir og kvöld-
svæfir (morgunhanar). Þó er hægt að finna leiðir til þess að bæta
líðan og svefn vaktavinnumanna, en slíkt þarf þá að gera í tengsl-
um við þreytingar á vinnufyrirkomulagi og miðast við skipulag og
eðli þeirra verka sem vinna á (13; 14; 15)
Félagslegar aðstæður og andlegt ástand
Reynslan sýnir að vaktavinna hentar verr þeim sem eru að eðlis-
fari kvíðnir og hafa tilhneygingu til að hafa áhyggjur. Hún hentar
einnig verr þeim sem sem hafa neikvæð viðhorf til hennar (16) og
hún getur átt þátt í að valda depurð og kvíða í nokkrum mæli (17).
Félagslegar aðstæður vaktavinnufólks skipta líka verulegu máli,
varðandi aðlögun að síbreytilegu vinnufyrirkomulagi, þar sem komið
hefur í Ijós að á meðal vaktavinnumanna eiga sér stað félagsleg
samskipti við færra fólk en tíðkast meðal annarra og oft verða sam-
skiptin verri en meðal þeirra sem vinna dagvinnu. Þetta fólk hefur
einfaldlega ekki tækifæri til þess að hitta aðra, til dæmis ættingja og
vini, í sama mæli og aðrir. Samskiptin innan kjarnafjölskyldunnar
hafa einnig tilhneygingu til að versna og getur vaktavinnan leitt til
þess að hlutverkaskipting innan fjölskyldunnar breytist eða riðlist.
Sá sem stundar vaktavinnu á ekki frí á sama tíma og aðrir í fjöl-
skyldunni, sér jafnvel ekki eigin börn dögum saman nema sofandi,
getur kannski ekki tekið þátt í tómstundum fjölskyldunnar nema að
takmörkuðu leyti og oft veldur þetta allt saman ákveðinni streitu í
samskiptum á milli foreldra og barna og á milli maka. Kynlíf verður
oft tilviljanakennt eða líður á annan hátt fyrir hinn síbreytilega
vinnutíma. Einnig hafa rannsóknir sýnt að viðhorf maka vaktavinnu-
manns verða oft afar neikvæð gagnvart þessu vinnufyrirkomulagi,
og telja makar oft að þar sé að leita rótanna að þeim erfiðleikum
sem verða í hjónabandi og fjölskyldulífi (18).
Því miður skapast oft vítahringur sem erfitt getur reynst að rjúfa,
a.m.k. ef vaktavinnumaðurinn og fjölskylda hans eru ekki vel á verði
gagnvart hættunum. (19; 20).
Heilsa
Áhrif vaktavinnu á heilsufar, bæði líkamlegt og andlegt, hafa verið
talsvert rannsökuð. Sumar rannsóknir sýna aukna tíðni áfengissýki
á meðal vaktavinnumanna og flestar sýna mjög aukna tíðni svefn-
truflana og svefnlyfjanotkunar. Einnig hafa menn fundið aukna tíðni
meltingarvandamála ýmisskonar sem eflaust eru fyrst og fremst
streitutengd einkenni og sumir hafa jafnvel haldið fram kenningum
um aukna tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Þó eru niðurstöður nokk-
uð mótsagnakenndar varðandi síðasttalda atriðið (21). Ljóst er að til
viðbótar við þá streituvalda, sem vinnan í sjálfri sér eða verkefnin
skapa, getur vinnufyrirkomulag, þar sem upp hleðst þreyta og syfja,
valdið mjög auknu álagi og sýna rannsóknir aukningu á hormóninu
cortisoli, ásamt aukningu í almennri lífeðlislegri örvun hjá vakta-
vinnumönnum á erfiðum vöktum. (22)
Skipuiag vaktavinnunnar
Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða áhrif mis-
munandi skipulag síbreytilegrar vaktavinnu hefur. Menn hafa gert
tilraunir þar sem reynt hefur verið að stytta og lengja vinnutarnir,
þar sem athugað hefur verið hvernig best sé að skipta af einni vakt
yfir á aðra og hvaða áhrif frítími hefur á frammistöðu manna í vinnu
og almenna líðan þeirra.
Samanburður á 8 og 12 tima vöktum hefur verið undir smásjánni
og eru niðurstöður ekki einhlítar. Nokkrar rannsóknir gefa til kynna
að 12 tíma vaktir séu mun vinsælli meðal starfsmanna, sérstaklega
vegna hina löngu fría sem þeim fylgja, og bendir margt til þess að
andleg og líkamleg heilsa starfsmanna geti batnað við slíkt fyrir-
komulag (23; 24). Þó er rétt að taka fram að hér er um samanburð
að ræða, þar sem hópur manna var færður af 8 tíma vöktum á 12
tíma vaktir, en 8 tíma síbreytilegar vaktir eru það fyrirkomulag sem
verst hefur reynst. Því er samanburður af þessu tagi 12 tíma vökt-
unum í hag. Taka ber fram að einnig hefur komið í Ijós að slysatíðni
og líkur á mistökum aukast mjög verulega þegar komið er fram yfir
8 klukkustundir á 12 tíma vinnudegi, sérstaklega ef 12 tíma vaktin
er að næturlagi. Líkur á mistökum og óhöppum breytast þannig lítið
fyrstu 8 tímana, en taka síðan stökk upp á við eftir því sem lengra
Ifður. Við val á 12 tíma vöktum þarf að taka tillit til kosta þeirra og
galla og vega og meta hvort er mikilvægara, almenn ánægja starfs-
manna með vinnufyrirkomulagið eða aukin hætta á mistökum.
Menn hafa borið saman mismunandi skipulag 8 stunda vakta
með tilliti til þess hvernig skiptingar á milli vakta fara fram og komið
hefur í Ijós að versta líðanin tengist því að skipta um vaktir á móti
klukkunni, þ.e. fara t.d. af kvöldvakt yfir á morgunvakt, eða af næt-
urvakt yfir á kvöldvakt. (19) . Því eru nú flestir sammála um að
skiptingar eigi helst að fara fram með klukkunni, þ.e. ef breyta á um
vinnutíma sé heilladrýgst að seinka honum, þannig verði svefn með
skásta móti og líkurnar á langvarandi svefnskorti og vandkvæðum
minnki.
Eins og áður er komið fram tekur það líkamsklukkuna um 5-7
daga að laga sig algerlega að nýjum svefn- og vökutíma. Því er á-
kaflega óheppilegt að skipta um vinnutíma á viku fresti eins og al-
gengt mun vera. Það leiðir til þess að svefn- og vökutakturinn er sí-
fellt að breytast og nær aldrei að stöðvast. Þetta getur leitt til svefn-
vandamála sem geta orðið varanleg og verulegt vandamál sem
þarfnast meðferðar. Mun skárra er að skipta örar um vaktir, þannig
að dægursveiflan nái ekki að breytast að neinu marki. Þetta er
mögulegt í vaktakerfum þar sem næturvaktir eru verulega færri en
dag- eða kvöldvaktir, en erfiðara þar sem næturvaktirnar eru jafn-
margar.
Þetta hefur verið rannsakað, og fylgst hefur verið með heilsu, og
líðan starfsmanna, einnig svefni þeirra, og hefur komið í Ijós að í
flestum tilfellum eru örar skiptingar mun skárri og falla starfsmönn-
um betur í geð. (10). Með því móti er komið í veg fyrir að dægur-
sveifla einstaklingsins raskist verulega, en þó er þetta háð því að
ekki séu margar næturvaktir í röð og því að einstaklingurinn standi
vörð um svefntíma sinn, þannig að ekki verði um skrið á dægur-
sveiflunni að ræða.
Vaktafyrirkomulagið sjálft getur því leitt til þess að svefn og hvíld
skerðist og það getur leitt til minnkaðrar getu, athygli og árverkni í
vinnu, syfja og þreyta hlaðast upp í hverri vinnutörn, ef hvíld er ekki
næg og svefn of stuttur, og jafnframt geta skapast vandræði ef ekki
næst að bæta upp í vaktafríi þann svefnskort sem síðasta vakta-
törn hlóð upp. Þegar um er að ræða mikla aukavinnu, eins og
stundum vill verða, verða ofangreind atriði enn alvarlegri og þá
verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinna upp tapið. Þá hlýtur eitt-
hvað undan að láta, heilsan brestur eða í vinnunni eru gerð mistök
sem ekki verða aftur tekin.
Það verður því að gera þá kröfu til vaktavinnumanna, a.m.k.
þeirra sem vaka yfir heilsu og öryggi annarra, að þeir fái ekki að-
eins eðlilega hvíld á milli vakta, heldur einnig að þeir noti þau frí
sem þeir fá til þess að hvíla sig, bæta sér upp svefn ef þurfa þykir
og vari sig á hverskyns atferli sem vinnur gegn því að þeir geti
sinnt störfum sínum af fullri athygli og með fullum afköstum.
28 - Sjómannablaðið Víkingur