Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 26
Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn: Júlíus K. Björnsson sálfræðingur Lengi hefur verið Ijóst að vaktavinna hefur veruleg áhrif á líðan manna og jafnvel heilsufar. Það er þó tiltölulega stutt síðan Ijóst varð í hverju þessi áhrif liggja og hvaða atriði það eru sem hafa mest áhrif. Vitað er að máli skiptir hvernig vinnan er skipulögð, hvernig vaktir skiptast á og jafnframt að ýmsir aðrir þættir en vinnu- fyrirkomulagið sjálft hafa áhrif, svo sem eðli viðkomandi starfa, á- samt aldri og heilsufari einstaklings. Hér á eftir verður fjallað f mjög stuttu máli um megináhrif vakta- vinnu á svefn, líðan og heilsu starfsmanna, og verður lögð áhersla á niðurstöður rannsókna, sem hafa almennt gildi varðandi skipulag vaktavinnu af ýmsu tagi. Þessar niðurstöður verða tengdar stað- reyndum um svefn og dægursveiflur, en flestir eru nú sammála um að samspilið á milli vinnufyrirkomulags, svefns og dægursveiflu er mikilvægast þegar áhrif vaktavinnu eru skoðuð. Svefn og dægursveiflur Veigamesti þátturinn hvað varðar áhrif vaktavinnu á andlega og líkamlega líðan manna, er hvort einstaklingurinn nær að sofa a.m.k. hluta af svefni sínum á venjulegum svefntíma, þ.e. á nóttunni. Svefn- inn er ákaflega reglulegt fyrirbæri og stjórnast að verulegu leyti af fyrri vöku og tíma sólarhrings. Þannig eru líkur á svefni auknar ef lengi hefur verið vakað og einnig eru auknar líkur á svefni á ákveðn- um tímum sólarhrings, þegar líkamshiti er lægstur og önnur starf- semi í lágmarki. Svefninn skiptist í ákveðin svefnstig, sem eru á- kvörðuð út frá heilarafriti og hefur hann nánast sömu uppbyggingu og form hjá öllum sem sofa eðlilega og ótruflaðir. Hver nótt skiptist þannig á milli hinna fimm svefnstiga, þar sem um 1% næturinnar er á svefnstigi 1, sem er léttasti svefninn, um 50% á svefnstigi 2, um 20% á svefnstigum 3 og 4 og um 25% í svokölluðum draumsvefni, eða REM-svefni (1). Álitið er að REM-svefn og djúpsvefn (svefnstig 3 og 4), séu mikil- vægustu svefnstigin, enda kemur í Ijós að ef þau eru stytt t.d. eina nótt, verður aukning á þeim næstu nótt eða nætur (2). Þannig má einnig sjá hjá þeim sem sofa að jafnaði of Iftið, talsverða aukningu á djúpsvefni og jafnvel þannig að svefn þrengi sér inn í vöku að degi til (3; 4). Ef svefnskorturinn er mikill getur viðkomandi jafnvel sofið og/eða sofnað óafvitandi. Þannig getur svefnskortur valdið verulegri hættu þar sem menn stunda störf þar sem líf og heilsa sjálfra þeirra og/eða annarra er í húfi (5; 6). í Ijós hefur komið að við síbreytilega vaktavinnu, þar sem unnið er á mismunandi tímum, er sérstaklega mikil hætta á því að svefnskortur hafi þær afleiðingar að þreyta og syfja hlaðist upp (7; 8) með þeim afleiðingum að einstaklingurinn verður þreyttur og syfjað- ur, á erfitt með einbeitingu og athygli og sofnar jafnvel óafvitandi og kannski án þess að vita af því að hann hafi sofið. Þetta síðast- nefnda er eðlilegt, vegna þess að einstaklingurinn tekur ekki eftir því að hann hafi sofnað nema svefninn vari að minnsta kosti í tvær til þrjár mlnútur. Styttri svefn fer oftast fram hjá mönnum, en er engu 26 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.