Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 5
Skuggi sjóslysa Enn hafa orðið hörmuleg sjóslys þar sem sjómenn hafa farist við skyldustörf. Viku af desember fórust þrír skip- verjar á dragnótabátnum Svanborgu SH við Öndverðarnes. Sigmaður björgunarþyrlu frá varnarliðinu vann frækilegt afrek þegar hann við afar erfiðar aðstæður bjargaði eina manninum sem kornst lífs af úr þessu hörmulega slysi. Skipverjarnir sem fórust voru allir fjölskyldumenn. Einn lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn, annar eiginkonu og fimm börn og sá þriðji eiginkonu og tvö börn. Missir eftirlifenda er mikill og sendir Sjómannablaðið Víkingur þeim innilegar samúðarkveðjur. Áður hafði einn skipverji af Ófeigi farist og tveir fórust með Unu í Garði. Þegar þetta er skrifað hafa því sex sjómenn horfið í greiparÆgis á þessu ári. Það er mikil blóðtaka í stétt fiskimanna og minnir okkur á að sjómennska er enn sem fyrr hæltulegt starf. Þrátt fyrir stærri skip og betri búnað eru sjómenn 1 meiri hættu við vinnu sína en aðrar stéttir. Skuggi sjóslysa hefur fylgt þjóðinni gegnum aldir. Einskis má láta ófreistað til að auka öryggi sjómanna með hverjum þeim bætti sem að gagni má koma. Slysavarnarskóli sjómanna hefur unnið ómetanlegt starf í þessa veru og samgönguráðherra hefur nýverið hrint af stað átaki í öryggismálum sjómanna. Með því er stefnt að því að slysum til sjós fækki um að minnsta kosti þriðjung fram til ársins 2004 og að sama skapi dragi úr tjóni vegna sjóslysa. Alþingi samþykkti sérstaka fjárveit- ingu til þessa verkefnis og er vonandi að þetta átak ásamt öðrum verkum í þágu slysavarna skili árangri. Um leið og sjóslysin eru hörmuð er jafnframt ástæða til að þakka þeim fjöhnörgu til lands og sjávar sem bregðast jafnan skjótt við þegar slys verða og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma nauðstöddum til hjálpar. Á 40. þingi Farmanna- og Fiskimannasambands íslands var Árni Bjarnason kjörinn forseti sambandsins. Árni er boðinn velkominn og honum óskað heilla í ábyrgðarmiklu starfi. Grétar Mar Jónsson gegndi starfi forseta síðast liðin tvö ár og er honum þakkað fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsmanna og sjómannastéttarinnar í heild. Sambandsþingið samþykkti fjölmargar ályktanir sem birtar eru hér í blaðinu. Sjómannablaðið Víkingur óskar sjómönnum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar. Sæmundur Guðvinsson iltgcfandi: Farmanna- og fiskimannasamhand íslands, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Afgreiðsla og áskrift: sími 562 9933 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvinsson, sími 868 2159, netfang sgg@mmedia,is. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587 4647 Rilncfnd: Benedikt Valsson, Eiríkur Jónsson, Hilmar Snorrason I'orscti FFSÍ: Arni Bjarnason Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson. Uinbrot, filmuvinnsla, prcnlun og bókband: Grafík Aðildarfclög FFSÍ: Félag íslenskra skipstjórnarmanna, Skipstjórafélag Norðlendinga, Félag íslcnskra loftskeytamanna, Fclag bryta, Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Rcykjavík; Bylgjan, ísafirði; Sindri, Neskaupstað; Vcrðandi, Vestamannaeyjum; Vísir, Suðurnesjum. FFSl Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. 12-13 14-19 20-21 22-29 30-34 35-42 43-47 50-51 52-53 54-56 59-70 Efnamenn í útgerð. Sægreifar eru meðal annarra greifa í nýrri bók Sigurðar M. Jóns- sonar um ríka íslendinga Fréttir frá 40. sambandsþingi Farmanna- og fismkimannasambands Islands ásamt álykt- unum og spjalli við nýjan forseta FFSÍ Framtíð skipstjórnarmenntunar eftir Jón Sig- urðsson formann skólanefndar Stýrimanna- skólans Viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Markús Möller hagfræðing sem gagnrýnir harkalega stefnu stjórnarflokkanna varðandi fiskveiði- stjórnun Kafli úr bókinni Á (slandsmiðum árið um kring þar sem m.a. er rætt við Eirík Ragnars- son skipstjóra á Helgu Maríu AK Syndir sæfara nefnist endurminngabók Lúk- asar Kárasonar sem hefur marga fjöruna sopið. Við grípum niður í bókina þar sem segir frá dvöl höfundar í Tansaníu Utan úr heimi í umsjón Hilmars Snorrasonar Gamlar Ijósmyndir úr safni Heiðars Marteins- sonar Frásögn af siglingu skútunnar Capitana frá Ameríku til íslands fyrir 60 árum Sagt frá hinum fræga sjóræningja Henry Morgan Sigling um Netið, fréttir, þjónustuefni og fleira 979102 172315 Sjómannablaðið Víkingur - 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.