Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 6
Konurnar í Hrönn hafa í nær hálfa öld útdeilt jólagjöfum á hverjum jólum Matthildur Kristjánsdóttir formaður Hrannar. Steinnun Arnórsdóttir og Ágústa Ágústsdóttir íjólapakka- nefnd. Jólapakkafundur var haldinn 12. nóv- ember s.l., í Húnabúð hjá Kvenfélag- mu Hrönn. Par voru mættar konur skip- stjórnarmanna í FSK að pakka inn jóla- pökkum til sjómanna sem verða að heiman um jólin. I’eim sið hefur verið haldið frá 1953 en þá var byrjað að gefa jólapakka í skip. Víkingurinn bað Matt- hildi Kristjánsdóttur formann Hrannar að segja lesendum í stuttu máli frá starf- semi Hrannar og þar á meðal jólagjöfum til sjómanna sem eru fjarri heimahöfn á jólum. Kvenfélagið Hrönn var stofnað 12. janúar 1949 á heimili Sigríðar Helgadótt- ur sem varð fyrsti formaður þess. Þar mættu 30 konur sem gerðust stofnfélag- ar. Tildrögin að stofnun félagsins voru þau að nokkrar konur hittust á balli á- samt eiginmönnum sínum sem voru stýrimenn. Þar barst í tal að konurnar ættu að hafa meira samband sín á milli og þarna kviknaði hugmynd að stofnun félags fyrir konurnar og var þá ákveðið að stofna kvenfélag sem hefði þann til- gang að efla vináttu meðal þeirra og styðja Stýrimannafélagið í málefnum þess. I lögum félagsins segir að á hverjum fundi megi taka inn í félagið nýja meðlimi og geta aðeins konur fyrrver- andi eða núverandi meðlima Félags íslenskra skipstjórnar- manna fengið inngöngu. í félaginu i dag eru 115 konur. Á jólafundi í desember 1953 var ákveðið að senda jólapakka í þau verslunarskip sem ekki voru í höfn á jólun- um og var það gert strax. Sendir voru 256 pakkar í tíu skip. Ákveðið var að konur gæfu þrjá pakka hver og síðan gáfu ýms- ar verslanir vörur, svo sem Ellingsen, Slippbúðin Verðandi h/f og Geysir h/f . Síðan þá hafa jólapakkar verið sendir á hverju ári. Konur gefa ennþá 2-3 pakka hver en nú kaupum við það sem upp á vantar . Framan af var þetta fjármagnað með basar og kökusölu en síðustu árin höfum við verið með kaffisölu á kynn- ingardegi Stýrimannaskólans sem hefur gengið mjög vel. Fyrir hver jól útbúum við og sendum jólapakka til allra farmanna á skipurn sem ekki eru í heimahöfn urn jólin. Allir skipverjar fá pakka. Við höldum jafnan einn fund í nóvem- ber þar sem öllum gjöfunum er pakkað inn og má segja að þetta sé svona fyrsti votturinn að jólastemmningu í okkar hópi. Þegar mest var voru sendir 942 jólapakkar i 51 skip. Má nærri geta hversu mikil vinna þetta hefur verið, að útbúa, kaupa og pakka hátt í 1000 jóla- gjöfum og síðan að dreifa þessu um borð í skipin . En fyrir jólin í ár 2001 sendum við 162 pakka í 14 skip. Segir þetta sina sögu um þá breytingu sem orðið hefur í ís- lenskri kaupskipaútgerð. Stundum hefur komið til tals að jólapakkarnir frá okkur væru tima- skekkja í dag þar sem all- ir eiga svo mikið af öllu, en við i Hrönn vitum að þessar gjafir eru vel þegnar hjá sjómönnum. Við höfum fengið hlýjar kveðjur frá skipshöfnum með innilegu þakklæti fyrir hugulsemina. Ég hef sjálf upplifað jólastemmninguna unr borð með eiginmanni mínum og skipshöfn á aðfangadagskvöld. Eftir hátíðarmatinn var safnast saman í borðsalnum og dregið um pakkana. Þetta var sérstaklega eftirminnileg slund og allir voru mjög glaðir meðan á þessu stóð. En besta jólagjöfin á hverju sjómannsheimili er án efa að hafa sjómenn sína heima, heila í höfn, sagði Matthildur Kristjánsdóttir, formaður Hrannar. Olga Björgjónsdótlir ogÁslaug Hansen í jólapakkanefnd. 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.