Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Qupperneq 9
Gestur Gunnarsson tœknifrœðingur og fyrrverandi sjómaður skrifar
Islenska fiskveiðilögsag-
an er u.þ.b. 700000
ferkílómetrar, ársvinnsla
kolefnis með því mesta
sem er á móður jörð,
u.þ.b. 200 grömm á fer-
metra. Þótt landið sé
norðarlega er sjávarhiti
heppilegur fyrir ýmsa
fiska. Þekktastur og vin-
sælastur er þorskurinn.
Vinsældirnar eru svo
miklar að ríkisstjórn lýð-
veldisins er með heilmik-
inn her í vinnu til að
passa þennan vin sinn. I
þessum her eru m.a. fiski-
fræðingar, skipverjar rannsóknarskipa,
varðskipsmenn, fiskistofuþjónar og
veiðieftirlitsmenn auk fjölda sjálfboða-
liða. Nýlega hefir Jón Kristjánsson
fiskifræðingur bent á það að fyrrum
forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, hr.
Jón Jónsson fiskifræðingur, hafi haft
rangt við við úrvinnslu gagna. Þessu vil
ég mótmæla. Þar sem fjallað er um
vísindamenn verðurn við að nota við-
urkennd vinnubrögð vísindanna. Marg-
ar kenningar hafa verið settar fram, um
mannlega eiginleika. Þýski læknir-
inn Kretchmer, er talinn hafa sett frarn
það, sem einna næst kemst raunveru-
leikanum. Megindrætti mannlegra eig-
inleika taldi Kretchmer vera eftirfar-
andi:
Kleyfliugar: Ráðsnillingar. Vísinda-
menn. Spámenn fullir andagiftar og
hreintrúaðir hugsjónamenn, sem neyta
allra ráða til að útbreiða kenningar sín-
ar. Líkami: Grannur og hávaxinn.
Hringhugar: Þeir eru þægilegir og að-
laðandi í framkomu, ágætir veitinga-
menn. Þeir eru hagsýnir, en lítið gefnir
fyrir fræðilegar bollaleggingar og kenn-
ingar. Líkarni: Lágur og feitlaginn.
Kretchmer taldi upp fleiri atriði, en
hér eru nefnd.
Fyrst var bara einn fiskifræðingur, sá
fékk að fljóta með ýmsum fiskiskipum
og hafði bara kokkinn nreð sér, þetta
gekk prýðilega, nægur fiskur fyrir alla.
Svo urðu fiskifræðingarnir tveir. Þeir
skiftu hafinu á milli sín annar sá um
sjóinn frá Reykjanesi, vestur og norður
að Langanesi. Hinn var með allt á sinni
könnu sem var frá Reykjanesi austur
um að Langanesi. Nú voru íslendingar
farnir að græða á fiskiríinu og gátu
fengið sér fleiri fræðinga.
JónJónsson kemur til
starfa árið 1946 eftir erf-
ið námsár í Noregi.
Stjórnendur af kynslóð
Jóns þurftu að laka við
vaxandi starfsemi ungs
lýðveldis án þess að hafa
fengið til þess sérstaka
þjálfun. Má þess vegna
reikna með því að tírni
þessara stjórnenda hafi
farið í að funda með fjár-
veiiinganefnd, skamma
skúringakonur, kaupa
málningu, semja um ný-
framkvæmdir, viðhald, á-
ætlanagerð, starfsmannamál og sætta ólík
sjónarmið fræðimanna. Tími til fræða-
iðkana hefir því oft verið takmarkaður.
Ef einhver ætlar að framleiða eitthvað
þarf tvennt að vera á hreinu:
A. Markaður.
B. Hráefni.
Islenskir togaramenn komusl íljótt að
því, að ef mörg skip lönduðu samtímis,
í Grimsby eða Hull þá féll markaður-
inn. Þetta lögmál er enn í fullu gildi.
Kjúklingaframleiðendur auglýsa fram-
leiðslu sína ötullega og neytandi nútím-
ans er fljólur að gleyma.
Ef of rnikið berst að, byrja vandæðin,
borga þarf verkafólki yfirtíð, frysti-
geymslur fyllast, rafmagns reikningar
hækka og skipulag raskast. Fyrirtæki fara
á hausinn og hagfræðingar Byggða-
stofnunar fá hausverk í miðri viku.
Til þess að láta þetta dæmi ganga
upp, var stofnað einskonar hollvinafé-
lag fiskanna. Einhverjir sófasósíalistar
bjuggu til fiskihagfræði og fundu það
út að hámarka mætti hagnað með
stýrðri takmörkun hráefnis. Útkoman
varð aflamarkskerfi.
Stjórnarskrá lýðveldisins ísland hefir
að geyma reglur um leyfilega hegðun
s. k. stjórnmálamanna. Ein greinin er
t. d. um eignarrétt, önnur um atvinnu-
frelsi. Þessar greinar hafa þetta að
geyma:
72. gr. Eignarrétturinn er friðhelg-
ur. Engan má skylda til að láta af hendi
eign sína nema almenningsþörf krefji.
Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt
verð fyrir.
75. gr. Öllum er frjálst að stunda þá
atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má
má þó setja skorður með lögum, enda
krefjist almannahagsmunir þess.
Ef almannahagsmunir krefjast þess,
að atvinnulíf heilu landsfjórðungana er
lagt í rúst þá skal fullt verð greitt fyrir
allar eignir og röskun á högum íbúana.
Hverjar eru svo þessar eignir?
Ræktað land, ibúðarhús, atvinnuhús,
skólahús, samkomuhús, fráveitur, göt-
ur, vatnsveitur, rafmagnsveitur, verk-
menning glatast. Börn og unglingar
hrekjast milli landshluta og festa í
versta falli rætur á Litla-Hrauni.
Veiðarfœrarannsóknir
Enginn sérfræðingur
í fullu starfi
Enginn sérfræðingur er í fullu starfi hjá Hafrannsóknarstofnuninni við veiðar-
færarannsóknir. Meginástæðan er sú að sérfræðingur stofnunarinnar á þessu
sviði lést um aldur fram fyrir um þremur árum og þrátt fyrir margháttaðar til-
raunir hefur ekki ennþá tekist að ráða sérfræðing í hans stað.
Þetta kernur fram í svari sjávárútvegsráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá
Svanfríði Jónasdóttur. Ráðherra sagði ennfremur að á seinasta ári hafi Hafrann-
sóknarstolnunin auglýst styrk til framhaldsnáms á þessu sviði og styrkþeginn
hafið framhaldsnám í Bergen sl. haust. Sá kemur væntanlega til starfa hjá stofn-
uninni eftir um það bil ár.
Gestur Gunnarsson
Sjómannablaðið Víkingur - 9