Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Qupperneq 10
Vöruflutningar milli staða innanlands hafa í sívaxandi mœli fœrst yfir á vegakerfið sem hefur ýmsa annmarka í för með sér Samkeppnisstaða land- og sjóflutninga Með þvi að hœtta flutningum á sementi með Skeiðfaxa hœkkar jöfnunarkostnaður úr 300 í 960 hrónur á hvert tonn og þann kostnað verða neytendur að greiða. Að undanförnu hefur spurningin um jafna samkeppnisstöðu milli land- og sjóflutninga gerst æ áleitnari hjá þeim sem starfa í þessum greinum. Þegar fjall- að er um sjóflutninga í þessu samhengi er átt við vöruflutninga á milli hafna hér á landi. Hlutfall strandflutninga af heildarflutn- ingum frá Reykjavík hefur dregist tölu- vert saman á umliðnum árum. Þannig voru t.d. olíuflutningar með skipum frá Reykjavík um 50% af heildarolíuflutningi árið 1983. Hins vegar var þetta hlutfall liðlega 20% árið 2000. í ýmsum vörum voru flutningar með skipum frá Reykja- vík um 35% árið 1981, en hafði fallið niður í 15% árið 2000. Samkvæmt þess- ari þróun hafa landflutningar aukið bæði magn og hlutdeild sína í heildarvöru- flutningi á kostnað strandflutninga. En er þessi þróun að öllu leyti eðlileg og ó- hjákvæmileg? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað í stuttum pistli sem þessum. En aftur á móti má velta upp einstökum atriðum sem skipta miklu máli í sam- keppnisskilyrðum land- og sjóflutninga. Þar koma stjórnnvöld inn í myndina sem beita sköttum og gjaldtökum, auk þess að leggja til vegi og hafnir og ýmsa þjón- ustu sem tilgreindar atvinnugreinar nota. Niðurgreiddir landflutningar Á ársfundi Hafnarsambands sveitafé- laga sem haldinn var í október síðast- liðnum, kynnti Axel Hall, sérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla íslands, úl- tekt sem stofnunin er að gera um sam- keppnisstöðu land- og sjóflutninga. Reiknað er með að skýrsla um úttektina liggi fyrir árslok 2001. í kynningu Axels kom meðal annars fram að vísbendingar benda til þess að landflutningar séu nið- urgreiddir og sjóflutningar væru um- svifameiri ef hagrænn kostnaður réði ferðinni. Þetta stafar einna helst af því að þau gjöld sem eru lögð á landflutn- inga í formi þungaskatts endurspegla ekki þann kostnað sem slíkir flutningar valda á vegakerfi landsins. M.ö.o. virðist samfélagið bera meiri kostnað en sem nemur þeim sértekjum sem það fær frá aðilum sem reka vöruflutningabifreiðir. Þetta ójafnvægi milli gjalda og tekna hins opinbera vegna landflutninga orsakast aðallega vegna þess að þungaskatturinn hækkar línulega í hlutfalli á móti þyngd bifreiðar. Hins vegar er slit á vegum ó- línulegur og er vaxandi eftir öxulþunga bifreiðar. Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að bifreið sem vegur 2 tonn í öxul- þunga slítur vegum 16 sinnum meira en bifreið með eins tonna öxulþunga. Samkeppni skekkist Niðurgreiðslu á kostnaði landflutninga vegna slit á vegum getur leitt að öðru ó- breyttu til of mikilla þungaflutninga á vegum samanborið við aðra flutninga- möguleika. Slíkt viðbótarálag á vegakerfi landsins eykur að sama skapi hættu á umferðarslysum, aukinni mengun og umferðateppum. Til upplýsingar má geta þess að Evrópusambandið mun taka upp gjaldtöku í samgöngum og flutningum í samræmi við samfélagslegan kostnað samgangna, sem leiði lil að hagkvæm- ustu flutningahættir nái að þróast og auka hlutdeild sína í greininni. Fyrir utan niðurgreiðslu til landílutn- inga í formi lágs þungaskatts, nýtur þessi grein einnig niðurgreiðslu í formi styrkja úr flutningajöfnunarsjóði vegna flutninga á sementi. í þessu sambandi er vísað í heimasíðu Félags íslenskra skipstjórnar- manna, officer.is, þar sem gerð er grein fyrir samanburði á jöfnun flutnings- kostnaðar á sementi með þungaflutn- ingabifreiðum og Skeiðfaxa. í fáum orð- um sagt mun ákvörðun Sementsverk- smiðjunnar um að hætta flulningum á sementi með Skeiðfaxa nema á sumrin, leiða til þess að jöfnunarkostnaður hækkar úr 300 í 960 krónur á hvert tonn. Þessi aukni kostnaður leggst á út- söluverð sements sem neytendur greiða síðan. Samkvæmt framangreindu er full á- stæða fyrir stjórnvöld að fara vel í saumana hvað snertir samkeppnisstöðu land- og sjóflutninga. Það er ekki hlut- verk hins opinbera að skekkja sam- keppnina. Þvert á móti að búa þannig um hnútana að hagkvæmasta niðurstaða fáist i sérhverjum rekstri Iandslýð til hag- sældar. Benedikt Valsson tók saman. 10 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.