Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Qupperneq 12
Sigurður Már Jónsson Sœgreifar í bók um ríka íslendinga Tíu ríkustu 20 milljarða Nú fyrir jólin kemur út ýtarleg bók um ríka íslendinga unnin af Sigurði Má Jónssyni blaðamanni á Viðskiptablað- inu. 1 bókinni er fjallað um 200 ríka ís- lendinga og er þar að sjálfsögðu ýtarlegur kafli um sægreifa. Að sögn Sigurðar var erfitt að meta eigur manna í sjávarútvegi enda gífurlega margir sem koma að hon- um og ekki síður eru það margir sem hafa selt sig út úr honum. „Eg held ég hafi þó náð að skoða kvótakóngana á- gætlega og það er ljóst að þar er viða auður. Reyndar sýndist mér ansi margir vera með eignir á bilinu 200 til 400 milljónir en ég setti lágmark við 500 milljónir í hreina eign,” sagði Sigurður Már og bætti við: „Það þarf ekki að hafa mörg orð um þann mikla styr sem staðið hefur um sjávarútveginn síðan kvótakerfið varð að veruleika 1984. Síðan hefur hann tekið stakkaskiptum, fyrst og fremst vegna breyttra atvinnuhátta sem að hluta má rekja til hagræðingarmöguleika kvóta- kerfisins. Óhætt er að fullyrða að sjávar- útvegsfyrirtæki hafi verið i fararbroddi ís- lenskra fyrirtækja á mörgum sviðum. Þau voru fljót að sýna hlutabréfamarkaðinum áhuga og mun djarfari en önnur fyrirtæki við að sækjast eftir skráningu á Verð- bréfaþingi íslands. Um leið hafa sjávarút- vegsfyrirtækin leitað mjög eftir að sam- einast öðrum og hefur samruni fyrirtækja í sjávarútvegi verið meiri og tíðari en i öðrum atvinnugreinum. Þannig hefur sjávarútvegurinn gert sitt til að leita eftir markaðsvæðingu og hagræðingu. Ljóst er hins vegar að lagaákvæði sem hindra að erlendir aðilar megi fjárfesta í sjávarút- vegsfyrirtækjum þrengja kost þeirra.” „Magnús Kristinsson útgerðarmaður er með kunnari útgerðarmönnum landsins. Hann hefur verið áberandi í starfi LIU, einn af helstu hvatamönnum að kaupun- um á enska knattspyrnuliðinu Stoke City og að auki félagi í hinu fræga Hrekkjalómafélagi í Vestmannaeyjum. Undanfarin ár hefur hann unnið að því að stækka og útvíkka útgerðarfélag sitt og stefnir ótrauður með það á hlutabréfa- Samkvæmt rannsóknum Sigurðar eru 10 eftirtaldir ríkustu sægreifarnir, en þess ber að geta að nokkrir þeirra eiga eignir i öðrum félögum en sjávarútvegi. Mikill auður Guðbjargar Mattíasdóttur, ekkju Sigurðar Einarssonar í Vestmanna- eyjum skýrist til að mynda af stórum eignarhlul fjölskyldunnar í Trygginga- miðstöðinni: markað þegar það hefur náð tilskilinni stærð. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn (BH) byggist á gömlum merg. Faðir Magnúsar, Kristinn Pálsson (1926-2000), hóf ungur að stunda sjó og varð um síðir lands- þekktur útgerðarmaður og skipstjóri. Eyjamenn kenndu Kristin við Berg, bát- inn þar sem hann var lengst skipstjóri og útgerðarmaður ásamt Magnúsi Bergssyni tengdaföður sínum og velþekktum bak- ara í Eyjum. Árið 1973 stofnaði Kristinn útgerðarfélagið Berg-Huginn hf. og var lengstum framkvæmdastjóri og síðar stjórnarformaður. Meðstofnandi að þvi félagi var Guðmundur Ingi Guðmunds- son, mágur hans, sem hvarf síðar frá þvi samslarfi og helgaði sig eigin útgerð á loðnubátnum Hugin. Um tíma vann Kristinn einnig með Sævaldi bróður sín- um sem nú rekur útgerðarfélagið Berg ehf. Kristinn kvæntist Þóru Magnúsdótt- ur hjúkrunarfræðingi og eignuðust þau fjögur börn: Magnús, Jónu Dóru hjúkr- unarfræðing, Berg Pál skipstjóra og Birki viðskiptafræðing og landsliðsmarkvörð í knattspyrnu. í gegnum tíðina hefur BH átt hlut- deild í ýmsum sameiningum og er lík- 1. Guðbjörg Matthíasdóttir (ísfélag Vestmanneyja) 7.000 milljónir 2-3. Þorsteinn Már Baldvinsson (Samherji) 2.500 milljónir 2.-3. Kristján Vilhclmsson (Samhcrji) 2.500 milljónir 4. Guðrún Lárusdóttir &Agúst Sigurðsson (Stálskip) 2.000 milljónir 5. Þorsteinn Vilhelmsson (Samherji) 1.600 milljónir 6. Ágúst Einarsson (Grandi/HaO 1.300 milljónir 7.-9. Páll H. Pálsson (Vísir) 1.200 milljónir 7.-9. Árinann Ármannsson (Ingimundur 1.200 milljónir 7.-9. Pélur Slefánsson (Pétur Jónsson) 1.200 milljónir 10. Rakcl Olsen (Sigurður Ágústsson ehf.) 1.100 milljónir Heimild: Ríkir íslendingar. ■MBMBnBMBMBMB Víkingur fékk leyfi til að birta einn kafla úr bók Sigurðar Más og fjallar sá kafli um Magnús Kristinsson útgerðarmann í Vest- mannaeyjum. Sigurður telur að Magnús eigi 800 milljónir króna Hrekkjalómur í útgerð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.