Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Síða 22
Kvótalögin hafa áunnið sér almenna fyrirlitningu Mérfinnst málefni eiga að ráða mciru en flokksbönd, sérstaklega þegar flokkar standa ekki við það sem stendur í stefnuskrám þeirra, segir Marhús Möller. Víða í þjóðfélaginu er deilt um núverandi fiski- veiðistjórnunarkerfi og sýnist sitt hverjum. Kol- hrún Bergþórsdóttir blaðamaður kynnti sér hvers vegna miðaldra hagfrœðingi í góðum stól í Seðlabankanum er svo umhugað um breytingar á kerfinu að hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokkn- um eftir að sjónarmið hans fóru halloka á landsfundi flokksins Pú ert kominn af rótgrónu sjálfstœðis- fólki. Drakkstu kannski í þig stefnuna með móðurmjólkinni? “Ekkert sérstaklega. Ég hef að vísu ver- ið pólitískur frá þvl ég man eftir mér, en það var ekki mikið talað um stjórnmál heima. Föðurafi minn, Jakob, var að vísu þingmaður og ráðherra og einn af stofn- enduin Sjálfstæðisflokksins, en ég man mjög óljóst eftir honurn. Pabbi, Baldur Möller, var hins vegar mjög grandvar embættismaður og taldi ekki við hæfi að vera í stjórnmálaflokki. Ég held hann hafi verið lýðræðissinni af bestu gerð og gert stífan greinarmun á fræðslu og inn- rætingu og borið mikla virðingu fyrir skoðanafrelsi fólks, jafnvel sona sinna. Ég veit samt að pabbi var einn af stofn- endurn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskólanum. Þegar ég lenti þar i formennsku spurði ég hann út i það. Þá sagði hann mér að Jóhann Haf- stein hefði stofnað félagið sem mótvægi við nasista og kommúnista, sem voru mjög duglegir í áróðri í Háskólanum á þeim tíma. Jóhann hefur sjálfsagt í og með munstrað pabba af því að hann var þekktur skákmaður og hlaupari. En þó það væri engin pólitisk innræting heima var fylgst með öllum fréttum og einhvern pata hef ég sjálfsagt haft af því að á því heimili kysi fólk Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað var það minn flokkur allan tímann. Ég gekk samt ekki í hann fyrr en eftir að ég flutti suður í Garðabæ 1988, var til dæmis aldrei í Heimdalli þótt ég væri Reykvíkingur. Það var svo sem ekki ásetningur, kom bara aldrei upp, enda nóg að gera þegar maður er ungur.” Dó enginn af minni eldamennsku Par sem þetta viðlal birtist í Sjómanna- blaðinu Víkingi hlýt ég að spyrja þig hvort þú hafir verið til sjós? “Ég hef reyndar komist á sjó, svona rétt aðeins. Sumarið eftir að ég kláraði stærðfræðipróf í Háskólanum var ég í sex vikur á bát á Patrekstfirði. Ég var búinn að ráða mig í kennslu um haustið og ætl- aði að slappa af urn sumarið, - en ég kunni það eiginlega ekki, hafði aldrei verið í reiðileysi áður. Þess vegna rangl- aði ég upp á vinnumiðlun stúdenta og spurði hvort ekki væri eitthvað að hafa. Það eina sem til var, var pláss á bát á Pal- reksfirði. Ég var búinn að vera að þrasa 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.