Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 30
Út er komin bókin Á íslandsmiðum árið um kring þar sem 55 skipstjórar
segja skoðun sína. Höfundur er Eiríkur St. Eiríksson. í samtali xið blaðið
sagði Eiríkur að frá haustinu 1990 ogfram íjanúar 2001 hafi hann tekið
xiðtöl xið alls um 500 skipstjóra fyrir Fiskifréttir undir yfirskriftinni Karlinn
í brúnni. Það hxarflaði að honum að gefa þessi xiðtöl út í bókarformi en sú
hugmynd fékk ekki hljómgrunn hjá útgefanda Fiskifrétta. Eftir að Eiríkur
hœtti hjá blaðinu í byrjun þessa árs leitaði hann til Skerplu sem tók að sér
útgáfuna. Meðfylgjandi er einn kafli úr bókinni.
Á íslandsmiðum
árið um kring
Skrekkur í mönnum fyrir út-
hafskarfavertíðina
Frystitogarinn Helga María AK kom til
heimahafnar á Akranesi fyrir páskana
með afla að verðmæti tæplega 80 millj-
ónir króna. Togarinn, sem áður hét Har-
aldur Kristjánsson HF, var seldur frá
Hafnarfirði til Akraness í september á sl.
ári. Að sögn skipstjórans, Eiríks Ragnars-
sonar sem einnig var með skipið þegar
það var gert út frá Hafnarfirði, var afla-
verðmætið frá því að Haraldur Böðvars-
son hf. tók við útgerðinni þá komið í um
350 milljónir króna. Kvótastaða skipsins
er sterk og næst verður haldið til veiða á
úthafskarfamiðunum á Reykjaneshryggn-
um.
Við erum að Ijúka við fjögurra vikna
veiðiferð og aflaverðmætið í túrnum ætti
að verða hátt í 80 milljónir króna. Að
þessu sinni höfum við verið að veiðum
undan Suðvesturlandi og aflabrögðin
hafa verið þokkaleg. Við höfum verið að
veiða þorsk, ýsu, ufsa og einnig dálítið af
karfa og heilt yfir er óhætt að segja að
það er minna af þessum fiski á veiðislóð-
inni en var á sama tíma í fyrra, segir Ei-
ríkur en togarinn hefur verið að veiðum
allt frá tólf mílna línunni og út undir 40
til 60 mílur frá landi.
Þorskhrogn að verðmæti þrjár
milljónir kr.
Við byrjuðum veiðiferðina á svæðinu
suður úr Vestmannaeyjum eða á Sneið-
inni sem svo er kölluð. Þar fengum við
mjög stóran og góðan þorsk og aflinn fór
allur í stærsta ílakaflokkinn. Þetta var að-
allega fjögurra til sex kílóa þorskur, alh
hrygningarfiskur, og hann var úttroðinn
af gotu. Við hirðum auðvitað hrognin og
bara 1 þessari veiðiferð er aflaverðmæti
Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri.
hrognanna um þrjár mifljónir króna.
Verðið á hrognunum hefur verið mjög
hátt og það munar svo sannarlega um
þessa aukaafurð, segir Eiríkur en að hans
sögn hefur fiskurinn vestan við Skerin
hins vegar verið frekar smár.
Á Eldeyjarbankanum og Belgableyð-
unni svokölluðu þar suður af hefur
þorskurinn verið frekar smár. Sömuleiðis
hefur karfinn verið í smærra lagi á Mel-
sekknum. Uppistaðan í aflanum þar er
400 lil 700 gramma gullkarfi og hann
nýtist mjög illa í pakkningar. Verðið á
karfanum hefur líka verið svo lágt að það
liggur við að það borgaði sig fyrir útgerð-
ina að leigja kvótann frá sér í stað þess
að eyða honum á þennan fisk. Það eru
reyndar nokkrir frystitogaranna komnir
með karfaflökunarvélar og með því að
flaka karfann um borð hafa þeir fengið
Eiríkur
Ragnarsson
skipstjóri á
Helgu Maríu AK
hærra verð en flakaverðið hefur einnig
lækkað mikið, segir Eiríkur en hann
upplýsir að Melsekkurinn sé um 70 til
80 mílur suðvestur úr Reykjanesinu.
Nafnið hefur vafist fyrir mörgum en
þýskir sjómenn munu hafa átt heiðurinn
af nafngiftinni.
Þjóðverjarnir kölluðu Eldeyna alltaf
Mehlsáck (mjölsekk) vegna þess hvernig
hún er í laginu og þess að hún er hvít að
ofan af fugladriti. Allar veiðar þeirra á
svæðinu miðuðust við Eldeyna og svæð-
ið, sem nú gengur undir nafninu Mel-
sekkur, kölluðu þeir súd-westlich
Mehlsáck. Belgableyðan dregur nafn sitt
hins vegar af því að þar var mikið eftir-
lætissvæði belgísku skipsljóranna.
Aflanum haldið uppi með endur-
bótum á veiðarfærunum
Nú eru úthafskarfaveiðarnar fram und-
an eða réttara sagt veiðar á djúpkarfa og
úthafskarfa úti á Reykjaneshryggnum og
Eiríkur segir að hálfgerður skrekkur sé í
mönnum fyrir vertíðina.
Japanskir kaupendur eru svo sem til-
búnir til þess að kaupa karfann af okkur
en verð á djúpkarfanum er lágt í Japan
og enn lægra verð fæst fyrir úthafskarf-
ann. Ég held að verðið hafi aldrei verið
lægra þau ár sem ég hef stundað þessar
veiðar en Haraldur Kristjánsson HF og
Sjóli HF voru meðal allra fyrstu íslensku
skipanna sem fóru til karfaveiða djúpt
úti á Reykjaneshryggnum. Okkur hefur
tekist að halda uppi viðunandi afla und-
anfarin ár með því að betrumbæta veið-
arfærin. Ef við hefðum notað veiðarfær-
in, sem við notuðum fyrir þremur lil
fjórum árum, á veiðunum í fyrra þá hefð-
um^við alls ekki náð þessum afla, segir
Eiríkur en hann býsl við því að fjöldi
30 - Sjómannablaðið Víkingur