Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 43
Rœtt við Hallgrím Jónsson sparisjóðsstjóra í tilefni þess að 40 ár
eru liðin frá stofnun Sparisjóðs vélstjóra
Hugmyndin að stofnun sparisjóðs-
ins er frá því fyrir seinni heim-
styrjöld en ekkert varð úr framkvæmd á
þeim tíma. l’að var ekki fyrr en 1957 að
Hafliði Hafliðason vélstjóri kom með
þetla mál inn á fund Vélstjórafélagsins
þar sem hann lagði til að vélstjóra kæmu
að stofnun sparisjóðs. í upphafi var hug-
myndin sú að aðrar sléttir sjómanna
yrðu einnig þátttakendur, en samstaða
náðist ekki og því stóðu vélstjórar einir
að þessu. Þrátt fyrir það voru ýmsir af
fyrslu stofnfjáraðilunum úr röðunt ann-
arra stétta sjómanna en vélstóra. Árið
1960 var lögfræðingur fenginn til að
semja samþykktir fyrir sparisjóðinn og
það ár fékkst heimild til að opna spari-
sjóð,” segir Hallgrímur Jónsson spari-
sjóðssljóri um lildrög þess að Sparisjóður
vélstjóra var stofnaður.
„Á þeim tíma voru ekki gerðar þær
eiginfjárkröfur sem gilda í dag þannig að
nánast hver sem vildi gat stofnað spari-
sjóð. En það varð dráttur á því að hægt
yrði að hefja slarfsemi sjóðsins og það
var ekki fyrr en 11. nóvember klukkan
11 árið 1961 sem Sparisjóður vélstjóra
var opnaður að Bárugötu 11. Hann var
þar í smáskonsu sem Vélstjórafélagið
lagði honum til. Skonsan var um 11 fer-
metrar svo talan 11 hefur verið einhver
uppáhaldstala hjá þeirn. Það var ekki
ráðinn sparisjóðsstjóri í upphafi en
Tómas Guðjónsson, sem þá var fram-
kvæmdastjóri Vélstjórafélagsins, tók að
sér gjaldkerastörf og síðla árs 1962 var
farið að ráða menn lil ákveðinna verk-
efna. Húsnæðið var auðvitað lítið og ó-
fullnægjandi en fimm árurn eftir að
Hallgrímurjónsson sparisjóðsstjóri á skrifstofu sinni
sparisjóðurinn tók til starfa var hann bú-
inn að leggja undir sig alla hæð Vél-
stjórafélagsins, en það flutli sig hins veg-
ar um set yfir á Öldugötu. Sparisjóðurinn
var þarna á Bárugötu til 1971 að hann
var fluttur í Hálún 4A, sem nú er Nóatún
17. Þar var hann til 1977 að flutl var
hingað í Borgartúni 18 og fór slarfsemin
fram á 2/3 hluta jarðhæðar hússins en
einnig átti sjóðurinn nokkurt pláss í
kjallara. í dag er sparisjóðurinn auk
kjallara eigandi að jarðhæð og 1. hæð og
hefur hér til afnota urn 2000 fermetrar,”
sagði Hallgrímur ennfremur.
Stórstígar framfarir
Það kom frant hjá Hallgrími að í upp-
hafi hafi vélstjórar verið í meirihluia við-
skiptamanna sjóðsins. Á fyrstu starfsár-
unum var nafnið nokkur hindrun því
rnenn reiknuðu með að ekki væri opið lil
viðskipta við aðra en vélstjóra. Það er
hins vegar löngu liðin tíð og Sparisjóður
vélstjóra í fullri santkeppni urn viðskipti
einstaklinga og rninni fyrirtæka.
Hallgrímur Jónsson er búinn að vera
viðloðandi sparisjóðinn síðan 1962 er
hann var fenginn í aukavinnu á kvöldin
við vaxtaútreikninga. Árið 1965 var hann
Sjóðurinn fjárhags-
lega sterkur og
viðskl
un
Sjómannablaðið Víkingur - 43