Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 45
Hilmar Snorrason skipstjóri
!lUtan úr
heimi
Hér gefur að líta 4 af 11 skipum Renaissance bundnum við biyggju á
Gíbraltar eftir gjaldþrotið.
Gjaldþrot
Ekki er það svo að öllum fyrirlækjunum í skemmtiferðaiðnað-
inum hafi tekist svo vel til sem varð með samruna P&O og
RCC. Eitt af þeim fyrirtækjum sem ntargir töldu að væri sterkl
á markaði, Renaissance Cruises stóðst ekki þá kreppu sem
hryðjuverkin hrundu af stað en fyrirtækið lokaði hurðum sínum
þann 25. september s.l. Aðeins viku áður hafði útgerðin fengið
afhent síðustu nýsmíði sína í raðsmíði glæstra skemmtiferða-
skipa. Stjórnendur útgerðarinnar sögðu að hryðjuverkin hefði
verið síðasti nagli í kistu útgerðarinnar en hún var sú fimmta
stærsta í heiminum með skipastól upp á 11 skip.
Fangelsaður
Skipstjóri á 45 þúsund tonna búlkskipi, Siete Oceanos, hefur
verið handtekin í Fortaleza í Brasiliu, ákærður fyrir að hafa
haldið laumufarþega hlekkjuðum um borð í skipinu. Við eftirlit
strandgæslu um borð í skipinu fannst 25 ára gamall Nígeríu-
maður í klefa sem liktist fangaklefa og var hann hlekkjaður á
fótum. Að sögn laumufarþegans Guerry Dieprite Isaac Ayan
fannst hann skömmu eftir að skipið lét úr höfn í Nigeríu og á-
sakaði hann skipstjórann og áhöfn um slæma meðferð á sér á
leiðinni til Brasilíu. Ayan verður sendur aftur til Nígeríu meðan
að skipstjóinn, Jerry Serves, fær í staðinn að dvelja í fangelsi í
Brasilíu þar til réttað hefur verið í rnáli hans. Hann getur átt
von á allt að þriggja ára fangelsi fyrir meðferðina á Ayan því þar-
lend yfirvöld líta málið mjög alvarlegum augutn. Á síðustu
tveimur mánuðunt hafa tvö lík af Nígeríumönnum rekið á fjörur
hjá þeim. Er talið að um laumufarþega frá skipum sé um að
ræða.
Nýtt símkerfi sjómanna
ITF hefur stutt fjárhagslega við að koma upp nýju símakerfi
sem kallast CrewLink en það er símafjarskipti í gegnunt In-
marsat gerfihnattakerfið. Hér er um að ræða lággjaldasímkerfi
um þetta annars dýra fjarskiptanel en nrínútuverðið hefur verið
um 700 krónur mínútan sem hefur orðið til þess að þetta kerfi
hefur ekki verið notendavænt fyrir sjómenn. Sjómenn geta
keypt sér símakort sem eru að andvirði 20, 50 og 100 US dollar-
ar og á næsta ári er búisl við að tölvupóstssamband verði einnig
í boði fyrir sjómenn sem sigla unt heimshöfin um lnmarsat kerf-
ið.
Hættulegur varningur
Breskur flutningabílstjóri hefur verið sektaður um 3.500 pund
fyrir að gefa ekki upp að í bíl hans var hættulegur varningur
meðan hann var í flutningi í ferju milli Calais og Dover. Sam-
kvæmt farmbréfum gaf hann upp að í bílnum væri pappírsfarm-
ur og engar merkingar voru um að annað væri í vagninum. Eft-
ir að bílnum var ekið frá borði í Dover var innihald vagnsins
skoðað og komu þá í ljós að 20 mismunandi hættulegur varn-
ingur var í vagninum. Með ferjunni voru 623 farþegar og líta
bresk siglingayfirvöld málið ntjög alvarlegum augum. Auk
sektarinnar var bílstjóranum gert að borga 4.000 pund vegna
þess að hann ógnaði öryggi skipsins og farþega þess. Sem sagt
rúm 1,1 miljón króna hafa runnið úr vasa bílstjórans við það að
hafa ekki gefið upp að hættulegur varningur væri í bíl hans um
borð í ferjunni.
Á einní nóttu tvöfaldaðist skipastóll Fœreyinga með skráningu á þessu
skipi
Tvöföldun skipastólsins
Á einum degi tvöfölduðu Færeyingar skipastól sinn. Með til-
komu á færeyskum siglingafána, sem á að efla færeyskan kaup-
skipastól, var tankskipið Bergina skráð í l'órshöfn og þar með
var fyrsta skipið komið undir þennan nýja siglingafána. Skipið
er aðeins 134 þúsund tonn að stærð en er eins og fyrr segir
fyrsta skipið undir FAS skráningafánans sem gerir kröfu um
20% eignaraðild Færeyinga í skipinu. Að sjálfsögðu fylgja
skattaívilnanir þó aðallega til útgerðar en áhöfnin fær 35% skatt
sem síðan 28% ganga aftur til útgerðar en 7,7% fær landssjóður.
Skráning skipsins er liður í væntingum færeyinga í olíugróða
eftir að olía er fundin á landgrunni þeirra en að sögn útgerðar
verður ekki færeyskur skipstjóri á skipinu en klárt er að það
verður skandinavi. Eru einhverjir íslendingar tilbúnir til að
leita eftir vinnu I Færeyjum?
Farsímar í GMDSS kerfinu
Kólombíski sjóherinn hefur tilkynnt að neyðarfjarskipti við
strendur landsins muni verða látnar fara um farsímakerfi þar
sem ekki eru til staðar strandstöðvar senr ná talstöðvarsambandi
nteð allri strandlengju þeirra. Er þetta liður þeirra til að upp-
fylla þær kröfur, sem gerðar eru á vettvangi Alþjóðasiglinga-
stofnunarinnar IMO, um neyðarfjarskipti GMDSS. Skipurn hef-
ur verið úthlutað sérstöku neyðarnúmeri, 146, sem hægt er að
hringja í úr farsímum og fá þau þá samband við Siglingaum-
ferðastofnun í Barranquilla. Farsímanet þeirra er talin hafa
góða útbreiðslu og ná allt að 12 mílum á haf út en þetta á
reyndar einungis að vera til bráðabirgða þar sem á næsta ári á
að bjóða út uppsetningu á 14 strandstöðvum þar í landi.
Tölvukerfi lirynur
Mikil skclfing greip um sig hjá North Sea Terminal í Bremer-
Sjómannablaðið Víkingur - 45