Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 50
Stœrsta safn Ijósmynda sem sýna sjómenn að
yfir hálfa öld er í eigu einstaklings
Örfáar svipmyndir úr einstæðu
safni Heiðars Marteinssonar
störfum og ncer
íbúð Heiðars Marteinssonar að Skelja-
granda í Reykjavík er svo að segja undir-
lögð af safni yfir 40 þúsund ljósmynda
sem hann hefur tekið um borð í veiði-
skipum undanfarin 50 ár auk kvik-
mynda. Hér er um einstakt safn að ræða
og segja má að þar sé saga íslenskra fisk-
veiða og sjómennsku undanfarna áratugi
varðveitt í myndum, enda á Heiðar
myndir af öllum veiðurn nema sel- og
hvalveiðum. Sjálfur var hann sjómaður í
tvo áratugi og hefur auk þess farið í
fjölda veiðiferða til að taka ljósmyndir og
kvikmyndir um borð í fiskiskipum. Um
þessar mundir vinnur Heiðar að gerð
heimildarmyndar um togveiðar þar sem
efnið spannar allt frá elsta togbáti lands-
ins til nýrra skuttogara. Hann segir
skemmtilegsta myndefnið þar vera frá
Baldri gamla þar sem karlarnir voru að
troða sér í kojurnar sem voru bara smá-
gat og eldavél í lúkarnum.
„Ég ætlaði aldrei að verða sjómaður en
sjórinn fór vel í mig og vinnan um borð
sömuleiðis. En það sem mér fannst
merkilegast við þetta allt saman voru
mennirnir sem gerðu sjómennsku að
ævistarfi. Það greip mig að þessi saga
yrði að vera til í myndum og ég byrjaði
strax um miðja síðustu öld að taka ljós-
Ægir Gíslason háseti á dekki i góðum afla.
Saltfisktúr á togaranum Þorsteini Ingólfssyni uppúr 1950. Hcr er hluti af annarri vaktinni.
Nokkrir Færeyingar eru lengst til vinstri en síðan má þekkja Theódór Jóhannesson, Gísla Jón
Hermannsson, Sigurð Þorsteinsson ogjóhann Adólfsson stýrimann.
myndir og síðar kvikmyndir. Nú er safn-
ið vaxið mér yfir höfuð og ég ætla að láta
það frá mér ef einhver hefur áhuga á
þessari sögu. Nú legg ég kapp á að halda
áfram með heimildarmyndina um tog-
veiðar og ætla út með togara í vetur og
mynda þegar karlarnir taka inn trollið í
brælu,” sagði Heiðar Marteinsson í spjalli
við blaðið. Meðfylgjandi eru nokkrar
gamlar myndir úr safni hans.
Jói farmaður lengst til vinstri, Einar ogjón.
50 - Sjómannablaðið Víkingur