Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Síða 61
fleiri spurningar við hvert svar. Ekki er hægt að fullyrða eða
telja sannað á grundvelli þekkingar í byrjun nýrrar aldar, að
streita valdi krabbameini hjá fólki. Eftir stendur að visindaleg
rök og vísbendingar eru þó fyrir því, að m.a. streita, þunglyndi
og félagsleg lífsgæði valda breytingum í starfsemi ónæmiskerfis-
ins. Slarfsemi ónæmiskerfisins tengist eða hefur áhrif á hvort
krabbamein myndasl og á framvindu sjúkdómsins.
Greining krabbameins veldur bæði félagslegu og andlegu á-
lagi. Streita, depurð eða sorg eru eðlileg viðbrögð við þeim tíð-
indurn. Punglyndi og aðrar geðraskanir gela falist innan um
margvísleg einkenni sem fylgir sjúkdómnum og meðferð hans.
Félagslegt álag sjúkdóntsins felur í sér tilhneigingu umhverfisins
- fjölskyldu, vina og starfsfélaga - til að forðasl eða einangra
sjúklinginn í tali eða umgengni og sjúklingurinn sjálfur getur
hafl tilhneigingu lil að einangra sig. Einsemd og einangrun sjúk-
lingsins auðveldar honum ekki að takast á við sjúkdóminn og
meðferð hans. Þær aðstæður geta haft áhrif á, hvort sjúklingur-
inn er fær urn að gangast undir krabbameinsmeðferð af fullum
þunga. Slík keðjuverkun getur þannig haft áhrif á batahorfur.
Samband sjúklings og læknis er einnig mikilvægt. Traust sam-
band auðveldar sjúklingnunt heilbrigða aðlögun að staðreynd-
um sjúkdóms. Sjúklingurinn þarf að hafa skilning á og sættast
við meðferð sjúkdómsins. Það eykur líkur á fullri þátttöku í
meðferðinni, sem stuðlar að færsælli árangri meðferðar en ella.
Huga verður einnig að lífsgæðum sjúklingsins við þessar að-
stæður. Geðhjálp og félagslegur stuðningur eru þar mikilvægir
þætti og tengjast heilbrigða aðlögun að nýjum kringumstæðum
og betri úrvinnslu en ella á fjölþættum viðfangsefnum, sem
sjúkdómnum fylgja. Bætt og aukin heilsutengd lífsgæði sjúk-
linga með krabbamein eru markmið í sjálfu sér og ekki síst í því
ljósi að margt bendir til að góð geðheilsa og andlegl jafnvægi í
traustu félagslegu umhverfi hafi áhrif á lengd lifunar og lækn-
ingu krabbameins. Stuðningshópar krabbameinssjúklinga, sem
starfað hafa um langt árabil, hafa hjálpað til við að rjúfa einangr-
un margra sjúklinga. Tilboð um slökun og aðrar aðferðir við
streilusjórnun eru margvísleg. Áform Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss um aukna áherslu á endurhæfingu krabbameinssjúk-
linga sem þátl í meðferð krabbameins við sjúkrahúsið er í sam-
rærni við framvindu þekkingar. Stefnumótun í starfsemi Krabba-
meinsfélags íslands um aukinn stuðning við krabbameinssjúk-
linga og aðstandendur þeirra er samstiga þeirri þróun.
40 ára reynsla.
Gerum föst verðtilboð
SKIPSTJORAR!
Þarf að lagfæra eða klæða
stólinn í brúnni?
Stóla og bekki í
matsal?
Ármúla 34 Sími 553 7730
foiCílænÐ «flSgC3fcG0ro & áöðnD a®Q>0
(ðMfDsg ðí£i feossCC ŒgG3 M
Phone: +354 565 8080 Fax: +354 565 2150
e-mail: aeg@napst.is Web site: www.naust.is
DNG handfæravindur og STK staðsetningarkerfi
Átaks- og lengdarmælingar fyrir togskip og dragnótabáta
Sjóvéla línukerfi og LineTec stjórnbúnaöur
VAKI
DNG
Armúli 44 • 108 Reykjavik
sími 595 3000 • fax 595 3001
Lonsbakki •' 602 Akureyri
sími 461 1122 • fax 461 1125
www.vaki.is
v a k i @ v a k i. i s
Sjómannablaðið Víkingur - 61