Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 62
Þjónustusíður
Sjóklceðagerðin 66° NORÐUR hefur flutt höfuðstöðvar sínar í nýtt hús í Garðabœ og
Jón B. Stefánsson hefur tekið \ið starfi forstjóra fyrirtœkisins. Sjómannablaðið Vík-
ingur spjallaði við Jón og Markús Örn Þórarinsson framkvœmdastjóra markaðssviðs
Gæði á góðu verði er
okkar sterkasta vopn
Markús Örn Þórarinsson ogjón B. Stefánsson með sýnishom af framleiðslunni.
Hið nýja aðsetur Sjóklæðagerðarinnar
er að Miðhrauni 11. Þar er öll starfsemi
fyrirtækisins hér á landi undir einu þaki
nema framleiðsla Vinilglófans sem er
ennþá í Súðavogi. í nýja húsinu eru
skrifstofur, lager, söludeildir, verslun,
silkiprentun og ísaumur. Sjóklæðagerðin
rekur nú fjórar verslanir. Ný verslun var
opnuð síðast liðið sumar í Lækjargötu, á-
fram er verslun í Faxafeni, nýja búðin í
Miðhrauni og síðan er verslun á Akur-
eyri og þjónusta í tengslum við hana.
„Þessi verslun hér í Miðhrauni er
meira hugsuð sem þjónusta við atvinnu-
vegina. Hér geta menn séð sýnishorn af
öllum vörum sem við erum með í boði
en við erum líka með almenna fram-
leiðslu okkar til sölu hér, svo sem útivist-
arvörurnar og því er þetta jafnframt
verslun fyrir alla,” segir Jón B. Stefáns-
son. Þeir félagar Jón og Markús benda á
að það sé mikið hagræði fyrir viðskipta-
vinina að nú er búið að sameina alla lag-
era Sjóklæðagerðarinnar á einn stað á-
samt skrifstofum og þjónustudeildum.
Framleiðslan fer hins vegar að mestu
leyti fram í Lettlandi þar sem fyrirtækið
rekur sína eigin verksmiðju og stjórnar
henni alfarið. Þetta tryggir að vörugæðin
eru þau sömu og áður, en mikil áhersla
er lögð gæðaeftirlit sem fyrr. Hráefni eru
flutt inn beint til Lettlands en fullunnin
vara er síðan öll flutt hingað til lands
þótt hluti framleiðslunnar sé síðan
fluttur út til annarra landa. Útflutn-
ingurinn er nú alfarið undir vöru-
merkinu 66° NORTH ICELAND
sem hefur sýnt sig að vera mjög
auðskilið á erlendum mörkuðum.
Jón segir að útrásin erlendis
skiptist í tvo flokkar. „Annars vegar
útrás í sjófatnaðinum þar sem við
erum komnir með trausta markaði
í Norður-Ameríku, Kanada, á
Norðurlöndum, í Hollandi og Bretlandi.
Þangað seljum við sjóföt og fatnað sem
notaður er við ýmsa matvælaframleiðslu.
Hinn hluti útrásarinnar er svo útivistar-
línan. Þar er fatnaðinum skipt í þrjá
flokkar. Það er skjólfatnaður fyrir þá sem
ganga á jökla, fatnaður fyrir fólk sem
nýtur útivistar fjarri byggð og svo er enn
ein fatalínan fyrir þá sem ganga um göt-
ur og stíga borganna. Þessu fylgir svo
viðeigandi undirföl og fylgihlutir. Þessi
fatalína er ný af nálinni og við erum að
byrja að kynna hér á landi, en hér er um
að ræða fatnað á alla fjölskylduna.”
Gæðasjófatnaður frá Sjóklæðagerðinni
Hið nýja vörumerki Sjóklœðagerðarinnar.
hefur verið óspart notaður af íslenskum
sjómönnum áratugum saman. Markús
bendir á að ýmsar lausnir úr útivistar-
geiranum séu að koma inn í sjó- og
vinnufatnaðinn í æ ríkari mæli, efnin séu
sífellt að vera þjálli og léttari án þess að í
nokkru sé slakað á kröfum um gæði og
endingu. Jón tekur undir þetta og segir
að staðreyndin sé sú að gæðin standi
alltaf uppúr að lokum. Ýmis fatnaður í
þessum flokkum hafi komið á markað
hér frá samkeppnisaðilum en alltaf fari
það svo að rnenn leiti aftur þangað þar
sem gæðin eru mest. „Enn er sjófatnaður
og vinnufatnaður almennt undirstaðan í
framleiðslu okkar og verður svo
áfram þótt framleiðslulínan fyrir-
tækisins verði breiðari og fjöl-
breyttari en verið hefur.”
Jón B. Stefánsson hefur
langa reynslu af stjórnunarstörf-
um, meðal annars sem einn af yf-
irmönnum Eimskips bæði hér á
landi og erlendis. Hann segist
kunna mjög vel við sig í hinu nýja
starfi. „Þelta er traust og gott fyr-
irtæki sem framleiðir gæðavöru og hefur
mjög góð sóknarfæri bæði hér heirna og
erlendis. Við sjáum því mörg tækifæri
framundan. Það er mikil samkeppni í
þessari grein og þar eru gæði á góðu
verði okkar sterkasta vopn.”
NORTH
ICELAND
62 - Sjómannablaðið Víkingur