Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 6
Sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur í Laugarneskirkju Nálgast nú ekki öðruvísi jól? Eru þetta ekki jólin þegar við hættum að standa okkur vel? Jólin þegar við leggjum frá okkur kvaðirnar og sektarkenndina en heilsum innihaldinu. Jólin eru tengslahátíð. F>au flytja fréttina um tengsl þín við himin Guðs og staðhæfa að víst er hægt að elska í þessum heimi. Jólin tala það mál sem er hjartanum skyldast. Angan þeirra er ilmur hvítvoðungsins. Sr. Bjarni Karlsson Barn fæðist. Við breytum um göngulag og förum hljótt um húsið. Ekkert er máttugra en nakið barn með nýklipptan naflastreng. Þó ekkert eins ósjálfbjarga í þessum heimi. Styrkur reifabarnsins er sá, hve áleitið það er í allsleysi sínu. Trúin á barnið er fæðing, undur. Hún er meiri en reynslan þín, stendur dýpra í þér en rökvísi þín og allir vitsmunir. Grátur barnsins í jötunni er bæn Guðs um sátt. Hann er hönd Guðs sem snertir og velur þig til sátta við himin og jörð. 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.