Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 16
Bergur Krístinsson, Halldór Cuðbjörnsson og Valdimar Aðalsteinsson.
arðsemiskrafa fyrirtækjanna eigi í það ó-
endanlega að vera það eina sem einblínt
er á, burtséð frá öllum öðrum þáttum s.s.
velferð einstaklinga og byggðarlaga.
Ráðstefnufulltrúar hvetja stjórnvöld til
að beita sér nú þegar fyrir fjárhagslegum
aðskilnaði veiða og vinnslu, og stuðla
þannig að því að aðstæður skapist fyrir
eðlilegri verðmyndun á sjávarafla í gegn-
um fiskmarkaði.
Með siendurteknum afskiptum sínum
af kjaradeilum sjómanna og útvegs-
manna, bera stjórnvöld ótvírætt ábyrgð á
því meingallaða kerfi sem nú er í gildi,
þar sem hluti sjómanna sem landar
ferskum fiski er stórlega hlunnfarinn.
Ráðstefnan telur að hvergi annarsstaðar
fyrirfinnist kerfi þar sem stjórnvöld með
beinum aðgerðum aðstoða vinnuveitend-
ur við að hlunnfara launþega sína.
Formannaráðstefnan skorar því á sjáv-
arútvegsráðherra og ríkisstjórn að endur-
skoða enn á ný lögin um stjórn fiskveiða
með það að meginmarkmiði að starfsum-
hverfi greinarinnar verði í takt við al-
mennar leikreglur lýðræðisins.
Ráðstefnan gagnrýnir harðlega þá inn-
rás erlendra leiguskipa á íslenskan flutn-
ingamarkað sem nú á sér stað. Erlend
skip með erlendum áhöfnum eru komin
í fastar ferðir með íslenskar afurðir og
innflutning á lífsnauðsynjum þjóðarinn-
ar, auk þess að þjóna strandsiglingum.
Afleiðing þessa er m.a. að íslenskir
skipstjórnarmenn með margra ára verk-
og bóknám að baki, ganga atvinnulausir
meðan erlendir menn annast þau störf
sem þeir áður sinntu. Af þessu leiðir að
afrakstur tekna þeirra skilar sér ekki inn
í íslenskt þjóðfélag.
Auk þess mun siglingaþekking íslend-
inga líða undir lok ef fram fer sem horfir
þar sem ungir menn og konur leggja
ekki fyrir sig nám í greinum þar sem
enga vinnu er að fá.
Ábyrgð stjórnvalda er mikil í þessu
efni þar sem ekki hefur verið brugðist
við í tíma til að bæta samkeppnisstöðu
íslenskra kaupskipaútgerða með hlið-
stæðum hætti og gert hefur verið á öðr-
um norðurlöndum og víðar í vestur Evr-
ópu.
Ráðstefnan skorar á ríkisstjórnina að
beita sér fyrir viðunandi landhelgisgæslu
með auknum fjárveitingum til Landhelg-
isgæslu íslands og útboði á nýju varð-
skipi þannig að hægt verði að halda uppi
fullnægjandi eftirliti með efnahagslög-
sögunni og tryggja örugga leitar- og
björgunarþjónustu fyrir sjófarendur við
ísland, með útgerð a.m.k. þriggja varð-
skipa. Ráðstefnan lýsir furðu sinni á
þeim samdrætti sem orðið hefur og fyrir-
hugaður er á þessu sviði sem birtist í
mjög takmörkuðum fjárveitingum til
Landhelgisgæslunnar og treystir því að
þessi mistök verði lagfærð.
Um tvískráningu fiskiskipa
Formannaráðstefnan hafnar alfarið öll-
um hugmyndum um tvískráningu fiski-
skipa og ítrekar þá skoðum FFSÍ að þær
vinni gegn hagsmunum sjómanna og ís-
lensks samfélags.
Greinargerð.
ítrekað hefur komið fram vilji LÍÚ að
hægt verði að tvískrá fiskiskip, þannig að
skipin geti stundað veiðar í lögsögu ann-
arra ríkja án þess að þau séu tekin af ís-
lenskri skipaskrá og komið síðan aftur til
veiða í íslenskri landhelgi að því loknu.
Flættan sem skapast við þessa tilhögun
gagnvart íslenskum sjómönnum er sú, að
ráðnir verði erlendir sjómenn á mun
verri kjörum en íslenskir á rneðan skipin
stunda veiðar erlendis og tilhneigingin
verði sú að þrýsta á að þeir haldi pláss-
um sínum þegar skipin koma til veiða í
íslenskri landhelgi. Nú þegar hefur tölu-
verður fjöldi sjómanna misst vinnu sína
og er ekki á bætandi. Bent skal á að á
þeim stöðum sem sjómönnutn hefur
fækkað á landinu, berjast sveitarfélögin í
bökkum vegna minni skatttekna og tekj-
um af umsvifum útgerða. Pað er því al-
farið á ábyrgð stjórnvalda hvort þau enn
og aftur láta undan skammtimagróða-
sjónarmiðum LÍÚ.
Lífeyrismál
Formannaráðstefna FFSÍ bendir á þann
geysilega mun sem viðgengst á skuld-
bindingum lífeyrissjóða. Forsendur fyrir
afkomu lífeyrissjóða eru mjög mismun-
andi og er þáttur örorkubótanna lang-
veigamestur. í lífeyrissjóði sjómanna er
hlutfall örorkubóta 43% af heildarút-
gjöldum sjóðsins. Greiðslur til örorkulíf-
eyririsþega þeirra sjóða sem ekki tengjast
sjómennsku eru ekki nema brot af þeim
útgjöldum sem Lífeyrissjóður sjómanna
þarf að inna af hendi. Þetta himinháa
hlutfall örorkubóta er meginvandamál
sjóðsins. Því er skorað á stjórn sjóðsins
að standa fyrir rannsókn á orsökum og
leita allra leiða til að skilgreina vanda-
málið og ná niður þessum stærsta út-
gjaldalið sjóðsins. Allar rannsóknir á á-
hrifum starfsumhverfis á heilsufar eru
skref i rétta átt. Þar sem alla breytingar
varðandi Lífeyrissjóð Sjómanna þurfa af-
greiðslu Alþingis er ljóst að taka þarf
málið fyrir á þeim vettvangi. Vegna sér-
stöðu starfa við sjómennsku og hás hlut-
falls örorku í greininni er eðlilegt að
spurt sé hvort sértækra aðgerða sé þörf af
hálfu hins háa Alþingis. Vakin er sérstök
athygli á hinu háa hlutfalli stoðkerfis-
sjúkdóma, en 33 % örorkulífeyrisþega í
Lífeyrissjóði sjómanna eru haldnir þeim.
Séreignasparnaður
Formannaráðstefna FFSf vekur athygli
á þeirri stöðu sem komin er upp varð-
andi séreignalífeyrissparnað sjómanna.
Sjómenn sem ekki hafa til þessa greitt í
séreignasparnað fá nú mánaðarlega greitt
eitt prósent af kauptryggingu í séreigna-
lífeyrissparnað, án mótframlags þeirra.
Þetta ákvæði á við um alla sjómenn
nema skipstjóra og stýrimenn. f jafn eld-
fimu máli og réttindum til lífeyris verður
að teljast einkennilegt að forsvarsmenn
LÍÚ telji það hæfa að 2 til 4 menn í á-
höfn hvers skips búi við lakari réttindi
en aðrir áhafnarmeðlimir, hvað varðar
lífeyrissparnað.
Um auknar veiðiheimildir
í ufsa og ýsu
Formannaráðstefnan ályktar að þar
16 - Sjómannablaðið Víkingur