Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 23
„Það er óneitanlcga mikill ágreiningur (við Norðmenn) og má segja að hann hefjist með síldinni en svo kemur loðnan inn í þetta líka.
herra að ekki hafi komið fram krafa um
aukna kvótahluldeild einstakra fyrirtækja
í kjölfarið og jafnvel þótt svo væri hefði
hann ekki hug á að leggja fram tillögur
um breytingar á núverandi löggjöf um
þetta efni. En stefnir þetta í að innan
skamms verði þrjú til fjögur stórfyrirtæki
allsráðandi í sjávarútvegi hér?
„Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Regl-
urnar eins og þær eru núna takmarka að
það geti orðið svo fá fyrirtæki. Ég tel lík-
legt að hér verði tvö til fjögur stórfyrir-
tæki og síðan önnur minni og allt niður í
einstaklingsútgerðir. En í þessu sam-
hengi er athyglisvert að horfa til þess, að
jafnvel þar sem mest er talað um einstak-
lingsúgerðir í smábátunum og sóknar-
dagakerfinu verður vart við samþjöppun
líka. Það er nokkuð sem menn hafa ekki
verið að horfa á og ég veit ekki hvað
mönnum finnst um þá þróun. Hins vegar
er það þannig með samþjöppun og slíkt,
að þetta gengur oft í bylgjum í atvinnu-
lífinu. Það er rnikil samþöppun í ákveð-
inn tíma sem gengur svo til baka og fyr-
irtæki fara að brotna aftur upp. Við höf-
um ekki séð mikið um það i sjávarúiveg-
inum en hefur gerst í öðrum greinum.
Þar kemur upp í hugann starfsemi
sjúkrahúsa beggja megin Atlantshafsins,
bæði ríkis- og einkarekin. Það gekk ntikil
sameiningarbylgja yfir en nú er aftur ver-
ið að skipta sjúkrahúsunum upp í ntinni
einingar. En vænlanlega er verið að satn-
eina sjávarútvegsfyrirtæki til að ná frarn
aukinni hagkvæmni. Ef svo er ekki sé ég
engan tilgang í þessu og vonandi eru
teknar réttar ákvarðanir á þeim forsend-
um. Svo ef kemur í ljós að teknar hafi
verið rangar ákvarðanir verður væntan-
lega snúið til baka því þessi fyrirtæki eru
rekin lil þess að hagnast á þeim.”
- íslenskar útgerðir hafa sótt talsvert út
i heim og gera út þaðan. Kemur þá eklti
upp sú krafa að erlend fyrirtceki fái að
gera út héðan?
„Það hafa ekki verið uppi sterkar kröf-
ur um það og raunar mjög litlar. Þess
vegna kemur þessi krafa frá Evrópusam-
bandinu á óvart. Þetta hafa aðildarþjóðir
þess ekki lagt áherslu á í viðræðum við
okkur þótt það hafi vissulega borið á
gónta. En ég hef aldrei orðið var við að
því fylgdi neinn þungi. Ég hef skýrt það
þannig, að víðast hvar í heintinum er
sjávarútvegur ekki þannig staddur að
menn sækist beinlínis eftir þvi að fjár-
festa í honum. Sérstaklega í Evrópusam-
bandinu er þetta ríkisstyrkt atvinnugrein
þar sem kvótinn hefur verið að skerðast
og stefnir í núll á sumum svæðum. Ef
ntenn sjá ekki vænlega fjárfestingarkosti
í atvinnugrein heinta hjá sér eru þeir síð-
ur líklegri til að fjárfesta í slíku annars
staðar. En auðvilað eru undantekningar á
þessu sent öðru. Einnig hantlar lagaum-
hverfi víða erlendar fjárfestingar. Fisk-
veiðirétlindi eru lítt skilgreind og því eru
menn síður viljugir til að hætta fjármun-
um sínum.”
- Ert þú fylgjandi því að útlendingar geti
lagtfé í íslenskan sjávanitveg?
„Eins og staðan er í dag held ég að út-
lendingar hafi þar mjög mikla möguleika
og sé enga ástæðu til að breyta því. Það
er ákveðin hætta fólgin í því fyrir okkur
þvi auðvelt er að nýta fiskinriðin annars
staðar frá eins og gert var um aldir þar
sem lítið af því sem auðlindin gaf af sér
skilaði sér til okkar. Mér finnst við hafa
tekið rétta stefnu með því að fara mjög
Sjómannablaðið Víkingur - 23