Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 28
Hinir aflasœlu Auðunsbrœður, sem allir xoru skipstjórar, í spjalli xið Sjómannablaðið Víking Við vorum í bullíandi Fjórir bræður voru heiðraðir af sjó- mannadagsráði Akureyrar árið 2002. Þetta voru þeir Sæmundur, Þorsteinn, Gunnar og Auðun Auðunssynir sem starfað höfðu sem skipstjórnarmenn hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á sjötta ára- tugnum. Sæmundur bróðir þeirra, sem lést árið 1977, varð fyrsti skipstjóri ÚA og fyrir hans tilstilli komu hinir þrír norður. Bræðurnir, sem gengu undir heitinu Auðunsbræður, voru fimm sem upp komust og allir urðu þeir skipstjór- ar. Elstur þeirra var Sæmundur, fæddur 1917 og næstur í röðinni var Þorsteinn, fæddur 1920, þá Gunnar, fæddur 1921, Gísli fæddur 1924 og Auðun sem fæddur er 1925. Tveir bræður þeirra Halldór og Pétur Guðjón létust báðir um tvítugt. Systurnar voru sex en ein þeirra, Petra, dó á barnsaldri. Þrjár elstu systurnar, Ó- lafía, Elín og Kristín, giftust skipstjóra- lærðum mönnum en yngstar í þessum stóra systkinahóp voru Guðrún og Stein- unn. Foreldrar þeirra voru Auðun Sæ- mundsson, skipstjóri og bóndi á Minni- Vatnsleysu, og kona hans Vilhelmína Sig- ríður Þorsteinsdóttir. Auðun, faðir þeirra bræðra, fór á sjó á barnsaldri, varð for- maður árið 1903, þá fjórtán ára gamall. Hann hætti skipstjórn árið 1940 og varð háseti á togara en síðustu árin á sjó var hann bræðslumaður á togurum. Aralagið með móðurmjólkinni Það er líklega einsdæmi að fimm bræð- ur hafi lokið Stýrimannaskólanum og gerst farsælir skipstjórnarmenn í kjölfar- ið. Blaðamaður Sjómannablaðsins Vík- ings settist niður með bræðrunum Þor- steini, Gunnari og Gísla einn fallegan haustdag. Auðun gat ekki verið með í þessu spjalli vegna veikinda sem hafa Friðrik Ólafsson skólastjóra Stýrimannaskólans ogAuðun Sœmundsson með sonum sínumfimm. Friðrik hafði sótt það stíft að hann ogfeðgar færu í myndatöku þegar allir bræðurnir höfðu lokið skólanum. Frá vinstri í efri röð: Gísli, Þorsteinn, Auðun, Sœmundur og Gunnar. 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.