Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 30
Harðbakur EA 3 var keyptur nýrfrá Aberdeen 1950. Fyrsti skipstjóri Sæmundur Auðunsson. Sókn á fjarlæg mið kemur til sögunnar Akureyrartogararnir Kaldbakur og Svalbakur, þá undir stjórn bræðranna Þorsteins og Sæmundar, voru þeir fyrstu sem gerðu út á karfa um lengri tíma eftir stríð. Þetta var árið 1950 og aðalveiði- svæðið var á Víkurál. Karfinn fór í gúanó en sá þorskur sem kom með var saltaður um borð. Áhöfnin á Kaldbak aflaði vel á áttunda þúsund tonn af karfa á því ári en karfavertíðinni lauk í desember. í árs- byrjun 1951 fóru skipin aftur að fiska þorsk í siglingar og svo tók gúanóveiðin við um vorið. Á síðari árum hafa margir hneykslast á þessum gúanóveiðum en staðreyndin var sú að á árunum eftir stríð var verð á lýsi og mjöli mjög hátt. Á sjötta áratugnum hófu íslenskir togarar að leyta á þorskmið á Vestur- Grænlandi. Þá var fiskað í salt og árið 1954 fundust hin gjöfulu Jónsmið við Austur-Grænland. Saltfisktúrarnir gátu staðið í nokkrar vikur og einu sinni fór Gróa með á veiðar. „Strákunum leist nú ekki á þessa ráð- stöfun en það kom ekki að sök því við fiskuðum jafn vel og áður,” segir Gunn- ar. Gróa bætir við að það hafi verið eitt það eftirminnilegasta á Sjómannadegin- um á Akureyri í vor að hitta „strákana” sem hún hafði verið með til sjós. „Það var kalt í veðri þennan dag fyrir norðan en móttökurnar sem við fengum yljuðu okkur öllum um hjartaræturnar,” segir hún. Fylkir fékk tundurdufl í trollið Það var ekki auðvelt að sækja á þessi mið því siglingin á þau var um 1200 sjómílur frá Garðskaga. Sama var að segja urn Nýfundnalandsmiðin sem komu til sögunnar seint á sjötta áratugn- um. Þau gáfu vel til að byrja með en uppúr árinu 1960 voru þau uppurinn. í febrúarbyrjun árið 1959 varð mann- skaðaveður á Nýfundnalandsmiðum. Þá fórst togarinn Júlí með 30 mönnum og togarinn Þorkell máni var hætt kominn vegna ísingar en komst af. „Það var að þakka vélstjóranum sem vann það þrek- virki að saga davíðurnar af bátnum,” seg- ir Gísli. Gunnar hafði verið með sinn togara á Nýfundnalandsmiðum í þetta sinn og skipið hafði lagt af stað rétt áður en veðrið skall á. „Við vorum aldrei hætt komnir því við náðum að komast í hlýrri sjó í Golfstraumnum í tæka tíð.” Þessi skipskaði varð til þess að draga mjög úr veiðum á þessum miðum. í framhaldi eru þeir spurðir hvort þeir hafi einhvern tlma lent í alvarlegum sjáv- arháska en svara því neitandi. „Það var helst Auðun en hann var með Fylki þeg- ar hann fékk tundurdufl í trollið,” segir Gísli. Þessi atburður var í nóvember 1956 út af Straumnesi. Togarinn Hafliði bjargaði allri áhöfninni, 30 mönnum, en Fylkir sökk. Auðun segir frá þessu atviki í viðtali við Pál Ásgeir Ásgeirsson í tíma- ritinu Ægi í desember 1994. „Við fengum tundurdufl í trollið og það sprakk. Sem betur fer varð mann- björg. Ég þakka það úrvalsmannskap og því að áramótin áður voru settir styrktar- bitar i hann en þessi skip voru of veik- byggð um miðjuna. Hefði þetta ekki ver- ið gert hefði hann brotnað um miðjuna. Þannig fór Egill rauði sem strandaði undir Grænuhlíð.” Bátagjaldeyriskerfið rýrði hlut togaranna Aflasæld bræðranna var umtöluð og þóttu þeir manna fremstir á því sviði. Þá liggur beinast við að spyrja hvort þeir hafi orðið ríkir, menn sem stýrðu og öfl- ugum togurum, kennda við nýsköpun, og fiskuðu þá fulla. „Nei, ekki aldeilis,” segja þeir. „Kerfið var nú þannig i þá daga að togarar fengu 30% lægra verð fyrir aflann en bátarnir, nema þegar selt var á mörkuðum erlend- is því þá fékkst sama verð.” Þetta var lið- ur i stýringu stjórnvalda í gjaldeyrismál- um, bátagjaldeyriskerfið var það kallað og var við lýði lil ársins 1958. Þeir nefna líka að staða krónunnar hafi verið þannig að færeysku hásetarnir hafi fengið mun meira fyrir sitt erfiði þegar þeir skiptu islensku krónunni yfir i dönsku krónuna. „Þeir áttu allt gott skilið Færeyingarnir því þeir stóðu sig vel og komu á þeim tíma sem erfiðast var að manna togar- anna því íslendingarnir sóttu á bátaflot- ann, enda kjörin betri,” segja þeir. Togaraútgerð í lægð Á sjöunda áratugnum hnignaði ís- lenskri togaraútgerð svo um munaði. IJm miðjan þann áratug réði Gunnar sig á sanddæluskip. „Ég gerði það til þess að sleppa undan þessum leiðindum á togurunum. Það var engin leið að manna skipin al- mennilega því bestu sjómennirnir sóttu í síldina sem var i hámarki. Ég tók síðar við Narfa á móti Auðuni bróður.” Á Narfa var Gunnar í sex ár til 1973 er hann lók við Otur frá Hafnarfirði. Árið 1975 réði hann sig til Hafrannsóknunar- 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.